Grét á fundinum með forseta Barcelona og vill vera áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2021 14:00 Samuel Umtiti þarf að dúsa á bekknum hjá Barcelona en fær ekkert að spila. Getty/Pedro Salado Samuel Umtiti var án efa óvinsælasti leikmaður Barcelona í haust þegar hann vildi ekki yfirgefa félagið og neita því að hjálpa til við að koma nýjum samningi Lionel Messi undir launaþakið. Stuðningsmenn Barcelona gerðu Umtiti að blóraböggli og kenndu honum um það að Messi fór til PSG. Það var baulað hressilega á hann þegar hann kom inn á sem varamaður í leiknum um Joan Gamper bikarinn. Umtiti var svo sár að hann rauk inn í klefa og var ekki með í verðlaunaafhendingunni. Leikurinn um Joan Gamper bikarinn er síðasti æfingarleikurinn hjá Barcelona fyrir tímabilið á hverju hausti þar sem liðið mætir einu af sterkustu liðum í Evrópu. Hann fer alltaf fram á Nývangi og er spilaður til heiðurs Joan Gamper, stofnmeðlims og fyrrum forseta félagsins. 'Umtiti breaks his silence' [md] pic.twitter.com/lad1YoHelV— barcacentre (@barcacentre) October 18, 2021 Þetta tók hins vegar mikið á fyrir franska varnarmanninn sem er með samning við Barcelona til ársins 2023. Hann hefur þó ekki spilað eina mínútu í spænsku deildinni eða Meistaradeildinni í vetur. „Baulið særði mig. Ég hélt að þetta gæti aldrei gerst hjá þessu félagi því þetta er félagið sem ég elska,“ sagði Samuel Umtiti í viðtali við Mundo Deportivo. „Þetta er mjög erfitt andlega. Ég hef líka átt erfiðar stundir í sambandi við meiðslin en ég er betri í skrokknum núna. Ég er ánægður en ég vildi frá að spila og hjálpa liðinu. Þjálfarinn tekur ákvarðanirnar en ég verða að sýna honum að ég sé nógu góður til að spila. Ég verð að halda áfram að leggja mig fram á æfingum,“ sagði Umtiti. Barcelona bauð honum að fara á frjálsri sölu í sumar en hann hafnaði því. Hann fór á fund með forsetanum Joan Laporta og sannfærði hann um að gefa sér annað tækifæri. „Þetta var mjög tilfinningaríkt samtal fyrir mig. Ég þurfti að létta á mér og að hann vissi að ég væri í góðu formi og að ég vildi hjálpa liðinu,“ sagði Umtiti. Samuel Umtiti: My intention is to fulfil my contract. I want to succeed here and I don't see myself anywhere else. pic.twitter.com/BMI3ALdQu6— Barça Worldwide (@BarcaWorldwide) October 19, 2021 „Ég grét á fundinum. Við töluðum um mjög erfið mál og þetta tók mikið á. Ég tala ekki mikið en þegar ég segi eitthvað þá kemur það frá hjartanu,“ sagði Umtiti. Barcelona keypti Umtiti fyrir 25 milljónir evra frá Lyon árið 2016. Hann hefur verið að glíma við hnémeiðsli sem hann varð fyrir á HM í Rússlandi 2018 þegar hann varð heimsmeistari með Frökkum. „Það eru sex miðverðir í hópnum og ég vissi að það yrði erfitt að fá mínútur. Ég er samt viss um að ég sé nógu góður og ég ætla að reyna að sanna það. Ég er í betra formi en ég hef nokkurn tímann verið en vantar bara spilaform. Ég sé mig ekki spila fyrir neitt annað félag. Fótboltinn er mitt líf og Barcelona er mitt líf. Ég sé mig hérna og vil ná árangri hér,“ sagði Umtiti. Spænski boltinn Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Körfubolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Aron verður heldur ekki með í dag Handbolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Brighton | Hörð barátta um sæti í Meistaradeild Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Sjá meira
Stuðningsmenn Barcelona gerðu Umtiti að blóraböggli og kenndu honum um það að Messi fór til PSG. Það var baulað hressilega á hann þegar hann kom inn á sem varamaður í leiknum um Joan Gamper bikarinn. Umtiti var svo sár að hann rauk inn í klefa og var ekki með í verðlaunaafhendingunni. Leikurinn um Joan Gamper bikarinn er síðasti æfingarleikurinn hjá Barcelona fyrir tímabilið á hverju hausti þar sem liðið mætir einu af sterkustu liðum í Evrópu. Hann fer alltaf fram á Nývangi og er spilaður til heiðurs Joan Gamper, stofnmeðlims og fyrrum forseta félagsins. 'Umtiti breaks his silence' [md] pic.twitter.com/lad1YoHelV— barcacentre (@barcacentre) October 18, 2021 Þetta tók hins vegar mikið á fyrir franska varnarmanninn sem er með samning við Barcelona til ársins 2023. Hann hefur þó ekki spilað eina mínútu í spænsku deildinni eða Meistaradeildinni í vetur. „Baulið særði mig. Ég hélt að þetta gæti aldrei gerst hjá þessu félagi því þetta er félagið sem ég elska,“ sagði Samuel Umtiti í viðtali við Mundo Deportivo. „Þetta er mjög erfitt andlega. Ég hef líka átt erfiðar stundir í sambandi við meiðslin en ég er betri í skrokknum núna. Ég er ánægður en ég vildi frá að spila og hjálpa liðinu. Þjálfarinn tekur ákvarðanirnar en ég verða að sýna honum að ég sé nógu góður til að spila. Ég verð að halda áfram að leggja mig fram á æfingum,“ sagði Umtiti. Barcelona bauð honum að fara á frjálsri sölu í sumar en hann hafnaði því. Hann fór á fund með forsetanum Joan Laporta og sannfærði hann um að gefa sér annað tækifæri. „Þetta var mjög tilfinningaríkt samtal fyrir mig. Ég þurfti að létta á mér og að hann vissi að ég væri í góðu formi og að ég vildi hjálpa liðinu,“ sagði Umtiti. Samuel Umtiti: My intention is to fulfil my contract. I want to succeed here and I don't see myself anywhere else. pic.twitter.com/BMI3ALdQu6— Barça Worldwide (@BarcaWorldwide) October 19, 2021 „Ég grét á fundinum. Við töluðum um mjög erfið mál og þetta tók mikið á. Ég tala ekki mikið en þegar ég segi eitthvað þá kemur það frá hjartanu,“ sagði Umtiti. Barcelona keypti Umtiti fyrir 25 milljónir evra frá Lyon árið 2016. Hann hefur verið að glíma við hnémeiðsli sem hann varð fyrir á HM í Rússlandi 2018 þegar hann varð heimsmeistari með Frökkum. „Það eru sex miðverðir í hópnum og ég vissi að það yrði erfitt að fá mínútur. Ég er samt viss um að ég sé nógu góður og ég ætla að reyna að sanna það. Ég er í betra formi en ég hef nokkurn tímann verið en vantar bara spilaform. Ég sé mig ekki spila fyrir neitt annað félag. Fótboltinn er mitt líf og Barcelona er mitt líf. Ég sé mig hérna og vil ná árangri hér,“ sagði Umtiti.
Spænski boltinn Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Körfubolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Aron verður heldur ekki með í dag Handbolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Brighton | Hörð barátta um sæti í Meistaradeild Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Sjá meira