Madrídingar svöruðu fyrir tapið í seinustu umferð með stórsigri 19. október 2021 21:16 Real Madrid vann stórsigur í kvöld. Anatolii Stepanov/Anadolu Agency via Getty Images Real Madrid tapaði óvænt á heimavelli gegn Sheriff í síðasta leik í Meistaradeild Evrópu en bætti upp fyrir það með 5-0 útisigri gegn Shaktar Donetsk í kvöld. Sergey Krivtsov skorðai fyrsta mark leiksins á 37. mínútu. Hann fór þó ekki alveg rétt að, en hann setti boltann í eigið net og staðan var því 1-0, Madrídingum í vil, þegar flautað var til hálfleiks. Vinicius Junior tvöfaldaði forystu Real Madrid á 51. mínútu, áður en hann skoraði þriðja mark liðsins fimm mínútum síðar. Á 65. mínútu var staðan orðin 4-0 eftir mark frá Rodrygo, en áðurnefndur Vinicius Junior lagði það mark upp. Karim Benzema gerði svo algjörlega út um leikinn í uppbótartíma þegar hann tryggði Real Madrid 5-0 sigur. Madridingar eru nú í öðru sæti D-riðils með sex stig, jafn mörg stig og moldóvska liðið Sheriff. Shaktar Donetsk er hins vegar í fjórða og neðsta sæti með aðeins eitt stig. 🏁 FP: @FCShakhtar_eng 0-5 @realmadriden ⚽ Kryvtsov (og) 37', @vinijr 51', 53', @RodrygoGoes 65', @Benzema 90'+1'#Emirates | #UCL pic.twitter.com/jOpmgBkinX— Real Madrid C.F. 🇬🇧🇺🇸 (@realmadriden) October 19, 2021 Úrlsit kvöldsins A-riðill Blub Brugge 1-5 Manchester City PSG 3-2 RB Leipzig B-riðill Atlético Madrid 2-3 Liverpool Porto 1-0 AC Milan C-riðill Besiktas 1-4 Sporting Ajax 0-4 Borussia Dortmund D-riðill Inter 3-1 FC Sheriff Shakhtar Donetsk 0-5 Real Madrid Meistaradeild Evrópu
Real Madrid tapaði óvænt á heimavelli gegn Sheriff í síðasta leik í Meistaradeild Evrópu en bætti upp fyrir það með 5-0 útisigri gegn Shaktar Donetsk í kvöld. Sergey Krivtsov skorðai fyrsta mark leiksins á 37. mínútu. Hann fór þó ekki alveg rétt að, en hann setti boltann í eigið net og staðan var því 1-0, Madrídingum í vil, þegar flautað var til hálfleiks. Vinicius Junior tvöfaldaði forystu Real Madrid á 51. mínútu, áður en hann skoraði þriðja mark liðsins fimm mínútum síðar. Á 65. mínútu var staðan orðin 4-0 eftir mark frá Rodrygo, en áðurnefndur Vinicius Junior lagði það mark upp. Karim Benzema gerði svo algjörlega út um leikinn í uppbótartíma þegar hann tryggði Real Madrid 5-0 sigur. Madridingar eru nú í öðru sæti D-riðils með sex stig, jafn mörg stig og moldóvska liðið Sheriff. Shaktar Donetsk er hins vegar í fjórða og neðsta sæti með aðeins eitt stig. 🏁 FP: @FCShakhtar_eng 0-5 @realmadriden ⚽ Kryvtsov (og) 37', @vinijr 51', 53', @RodrygoGoes 65', @Benzema 90'+1'#Emirates | #UCL pic.twitter.com/jOpmgBkinX— Real Madrid C.F. 🇬🇧🇺🇸 (@realmadriden) October 19, 2021 Úrlsit kvöldsins A-riðill Blub Brugge 1-5 Manchester City PSG 3-2 RB Leipzig B-riðill Atlético Madrid 2-3 Liverpool Porto 1-0 AC Milan C-riðill Besiktas 1-4 Sporting Ajax 0-4 Borussia Dortmund D-riðill Inter 3-1 FC Sheriff Shakhtar Donetsk 0-5 Real Madrid
A-riðill Blub Brugge 1-5 Manchester City PSG 3-2 RB Leipzig B-riðill Atlético Madrid 2-3 Liverpool Porto 1-0 AC Milan C-riðill Besiktas 1-4 Sporting Ajax 0-4 Borussia Dortmund D-riðill Inter 3-1 FC Sheriff Shakhtar Donetsk 0-5 Real Madrid