Innlent

„Langt síðan við hættum að horfa sér­stak­lega á smit­tölur“

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Þórdís Kolbrún fagnaði afnámi á grímuskyldu.
Þórdís Kolbrún fagnaði afnámi á grímuskyldu. vísir/vilhelm

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir hefur ekki á­hyggjur af því að verið sé að ráðast í af­léttingar á sam­komu­tak­mörkunum innan­lands á sama tíma og smituðum virðist vera að fjölga í sam­fé­laginu. Átta­tíu manns greindust með veiruna í gær, sem er mesti fjöldi í tæpa tvo mánuði.

„Það er orðið tölu­vert langt síðan að við hættum að horfa sér­stak­lega á smit­tölur heldur horfum við á veikindi og inn­lagnir á sjúkra­hús,“ sagði Þór­dís Kol­brún eftir ríkis­stjórnar­fund í dag þar sem heil­brigðis­ráð­herra kynnti af­léttingarnar. Þær verða í tveimur skrefum; á mið­nætti fara fjölda­tak­mörk upp í tvö þúsund manns og grímu­skylda verður af­numin og eftir fjórar vikur verða allar sam­komu­tak­markanir af­numdar.

„Það að það sé verið að skrá­setja þessi smit í sam­fé­laginu er ekki sér­stakt á­hyggju­efni í sjálfu sér. Það eru þá aðrir þættir sem að munu þá koma í ljós,“ sagði Þór­dís Kol­brún.

„Og ég meina, enn og aftur, veiran er hér og hún er ekki farin og við auð­vitað höldum á­fram bara að taka á­kvarðanir sam­hliða því.“

Hún sagði þá mikið gleði­efni að grímu­skyldan yrði af­numin og að opnunar­tími skemmti­staða yrði lengdur en hann lengist um klukku­tíma eftir breytingarnar.

En hefði hún viljað ganga lengra í dag?

„Ég hef auð­vitað sagt mína skoðun á því en það var al­gjör sam­staða um þessa á­kvörðun heil­brigðis­ráð­herra inni í ríkis­stjórninni.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×