Heilbrigðisráðherra hafi valið skynsömustu leiðina Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. október 2021 11:39 Katrín Jakobsdóttir telur heilbrigðisráðherra hafa valið skynsömustu leiðina í afléttingum sóttvarnaaðgerða. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra valdi skynsömustu leiðina að afléttingum að mati forsætisráðherra. Hann telur þetta ekki síðasta skiptið sem tilkynning um sóttvarnaráðstafanir verði kynntar, enda faraldurinn enn ekki búinn. Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Svandís Svavarsdóttir kynnti afléttingu sóttvarnaráðstafana að loknum fundinum en í þeim felst tveggja skrefa aflétting: sú fyrsta nú á miðnætti og allsherjaraflétting eftir fjórar vikur að öllu óbreyttu. Katrín segir að ágætur hljómgrunnur hafi verið innan ríkisstjórnarinnar um afléttingu samkomutakmarkana. „Hljómgrunnurinn var ágætur, það er algjör samstaða um það að við eigum að stefna í átt að afléttingum. Það eru kannski einhver mismunandi sjónarmið uppi um hversu hratt eigi að fara,“ segir Katrín. Hún telur heilbrigðisráðherra hafa valið skynsömustu leiðina. „Ég tel að heilbrigðisráðherra sé að velja skynsamlegustu leiðina og gerir þetta í skrefum og mér finnst það mjög eðlileg leið í ljósi þess lærdóms sem við höfum dregið af því þegar við fórum í allsherjarafléttingar í einu hér fyrir nokkrum mánuðum. Þannig að mér finnst þetta bara skynsamlegt.“ Hún telur óhætt að stíga skrefið þrátt fyrir fjölgun smita í nágrannalöndunum og stöðu á Landspítala. „Lærdómurinn af undanförnum mánuðum er kannski sá að við höfum verið að sjá töluvert mörg sem smitast en um leið erum við að sjá að bólusetningin er að veita mjög góða vörn gagnvart alvarlegum veikindum og spítalainnlögnum. Þannig að ég tel það óhætt að stíga þetta skref en auðvitað verður aldrei ítrekað nægjanlega að fólk verður líka að sinna áfram þessum persónulegu stóttvörnum.“ „Við sjáum að veiran er enn á ferðinni í heiminum og ég held að við verðum að vera meðvituð um það að hún getur verið ófyrirsjáanleg og ég minni á það að það eru líka áfram ráðstafanir á landamærum og þær voru meðal annars settar á til að veita okkur vörn gagnvart nýjum afbrigðum veirunnar. Ég held að við eigum eftir að ræða þau mál áfram,“ segir Katrín. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Full aflétting eftir fjórar vikur en grímuskyldu aflétt á miðnætti Tvö þúsund fá að koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartími lengist um klukkutíma á skemmtistöðum á miðnætti í kvöld. Aflétting verður gerð í tveimur skrefum, fyrst núna á miðnætti og svo eftir fjórar vikur. 19. október 2021 10:52 Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Innlent Fleiri fréttir Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Sjá meira
Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Svandís Svavarsdóttir kynnti afléttingu sóttvarnaráðstafana að loknum fundinum en í þeim felst tveggja skrefa aflétting: sú fyrsta nú á miðnætti og allsherjaraflétting eftir fjórar vikur að öllu óbreyttu. Katrín segir að ágætur hljómgrunnur hafi verið innan ríkisstjórnarinnar um afléttingu samkomutakmarkana. „Hljómgrunnurinn var ágætur, það er algjör samstaða um það að við eigum að stefna í átt að afléttingum. Það eru kannski einhver mismunandi sjónarmið uppi um hversu hratt eigi að fara,“ segir Katrín. Hún telur heilbrigðisráðherra hafa valið skynsömustu leiðina. „Ég tel að heilbrigðisráðherra sé að velja skynsamlegustu leiðina og gerir þetta í skrefum og mér finnst það mjög eðlileg leið í ljósi þess lærdóms sem við höfum dregið af því þegar við fórum í allsherjarafléttingar í einu hér fyrir nokkrum mánuðum. Þannig að mér finnst þetta bara skynsamlegt.“ Hún telur óhætt að stíga skrefið þrátt fyrir fjölgun smita í nágrannalöndunum og stöðu á Landspítala. „Lærdómurinn af undanförnum mánuðum er kannski sá að við höfum verið að sjá töluvert mörg sem smitast en um leið erum við að sjá að bólusetningin er að veita mjög góða vörn gagnvart alvarlegum veikindum og spítalainnlögnum. Þannig að ég tel það óhætt að stíga þetta skref en auðvitað verður aldrei ítrekað nægjanlega að fólk verður líka að sinna áfram þessum persónulegu stóttvörnum.“ „Við sjáum að veiran er enn á ferðinni í heiminum og ég held að við verðum að vera meðvituð um það að hún getur verið ófyrirsjáanleg og ég minni á það að það eru líka áfram ráðstafanir á landamærum og þær voru meðal annars settar á til að veita okkur vörn gagnvart nýjum afbrigðum veirunnar. Ég held að við eigum eftir að ræða þau mál áfram,“ segir Katrín.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Full aflétting eftir fjórar vikur en grímuskyldu aflétt á miðnætti Tvö þúsund fá að koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartími lengist um klukkutíma á skemmtistöðum á miðnætti í kvöld. Aflétting verður gerð í tveimur skrefum, fyrst núna á miðnætti og svo eftir fjórar vikur. 19. október 2021 10:52 Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Innlent Fleiri fréttir Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Sjá meira
Full aflétting eftir fjórar vikur en grímuskyldu aflétt á miðnætti Tvö þúsund fá að koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartími lengist um klukkutíma á skemmtistöðum á miðnætti í kvöld. Aflétting verður gerð í tveimur skrefum, fyrst núna á miðnætti og svo eftir fjórar vikur. 19. október 2021 10:52