Anníe Mist: Þerna gerði ég mér grein fyrir því að ég er f-g sterk ennþá Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2021 12:01 Anníe Mist Þórisdóttir fór aðeins yfir síðustu heimsleika í viðtalinu. Instagram/@anniethorisdottir Annie Mist komst á verðlaunapall á heimsleikunum í CrossFit innan við ári eftir að hún eignaðist dóttur sína Freyju Mist. Hún er enn að átta sig á því að hún hafi náð þessu. Svava Kristín Grétarsdóttir hitti CrossFit stórstjörnurnar Anníe Mist Þórisdóttur og Karínu Tönju Davíðsdóttur og spurði Anníe Mist meðal annars út í afrekið að vera fyrsta mamman til að komast á verðlaunapall á heimsleikunum í CrossFit ári eftir að hafa eignast barn. „Ég er að róa sjálfa mig aðeins fyrir næsta mót. Að sjálfsögðu vill maður alltaf vinna og topp þrjú er alltaf markmiðið. Ég verð samt að viðurkenna að það var ekki markmiðið fyrir heimsleikana í ár,“ segir Anníe Mist Þórisdóttir. Klippa: Anníe Mist um síðustu heimsleika „Mér fannst það mjög óraunhæft og ósanngjarnt gagnvart sjálfri mér að setja markmið sem mér fannst of langt í burtu. Ég gat eiginlega ekki sett það á sjálfa mig,“ segir Anníe Mist. Anníe hreif alla með frábærum árangri og sýndi um leið öllum mömmum að það er hægt að komast til baka í hóp þeirra hraustustu í heimi. „Vá, ég er enn að hugsa til baka og mér finnst klikkað að ég hafi náð þangað sem ég náði. Það gekk allt eins og það átti að ganga á heimsleikunum í ár. Ég skil þetta ekki ennþá en það gekk allt upp hjá mér,“ segir Anníe. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Eitt móment hjá Anníe á síðustu leikum verður líklega alltaf stórt í sögu heimsleikanna eða þegar hún náði 200 pundunum upp í snöruninni (90,7 kg) rétt áður en tíminn rann út. Myndin af henni og svipurinn gerði stundina enn skemmtilegri og stærri í CrossFit heiminum. „Ég var í kasti á bak við,“ grípur Katrín Tanja fram í fyrir Anníe og leikur svipinn á vinkonu sinni við mikla kátínu. „Ég viðurkenni það alveg að ég kom sjálfri mér mjög á óvart þarna. Þetta var það mesta sem ég hef náð í snörun, bæði fyrir og eftir fæðingu. Þetta var svolítið „groundbreaking“ fyrir mig og á þessu mómenti gerði ég mér grein fyrir því að: OK, ég er f-g sterk ennþá. Ég næ þessu aftur. Ég mun ná sjálfri mér aftur. Mér svolítið þannig og þetta var mín stund á leikunum,“ segir Anníe. Hér fyrir ofan má sjá þetta viðtalsbrot úr spjallinu við þær Katrínu Tönju og Anníe Mist en við munum birta fleiri slík viðtalsbrot á Vísi næstu daga. CrossFit Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti Í beinni: Brighton - Man. City | Tapar City fjórða leiknum í röð? Enski boltinn Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Leik lokið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Enski boltinn Fleiri fréttir Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Í beinni: Brighton - Man. City | Tapar City fjórða leiknum í röð? Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Leik lokið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Þrettán ára Kári mætir læriföður og Íslandsmeistari berst fyrir lífi sínu Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Sjá meira
Svava Kristín Grétarsdóttir hitti CrossFit stórstjörnurnar Anníe Mist Þórisdóttur og Karínu Tönju Davíðsdóttur og spurði Anníe Mist meðal annars út í afrekið að vera fyrsta mamman til að komast á verðlaunapall á heimsleikunum í CrossFit ári eftir að hafa eignast barn. „Ég er að róa sjálfa mig aðeins fyrir næsta mót. Að sjálfsögðu vill maður alltaf vinna og topp þrjú er alltaf markmiðið. Ég verð samt að viðurkenna að það var ekki markmiðið fyrir heimsleikana í ár,“ segir Anníe Mist Þórisdóttir. Klippa: Anníe Mist um síðustu heimsleika „Mér fannst það mjög óraunhæft og ósanngjarnt gagnvart sjálfri mér að setja markmið sem mér fannst of langt í burtu. Ég gat eiginlega ekki sett það á sjálfa mig,“ segir Anníe Mist. Anníe hreif alla með frábærum árangri og sýndi um leið öllum mömmum að það er hægt að komast til baka í hóp þeirra hraustustu í heimi. „Vá, ég er enn að hugsa til baka og mér finnst klikkað að ég hafi náð þangað sem ég náði. Það gekk allt eins og það átti að ganga á heimsleikunum í ár. Ég skil þetta ekki ennþá en það gekk allt upp hjá mér,“ segir Anníe. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Eitt móment hjá Anníe á síðustu leikum verður líklega alltaf stórt í sögu heimsleikanna eða þegar hún náði 200 pundunum upp í snöruninni (90,7 kg) rétt áður en tíminn rann út. Myndin af henni og svipurinn gerði stundina enn skemmtilegri og stærri í CrossFit heiminum. „Ég var í kasti á bak við,“ grípur Katrín Tanja fram í fyrir Anníe og leikur svipinn á vinkonu sinni við mikla kátínu. „Ég viðurkenni það alveg að ég kom sjálfri mér mjög á óvart þarna. Þetta var það mesta sem ég hef náð í snörun, bæði fyrir og eftir fæðingu. Þetta var svolítið „groundbreaking“ fyrir mig og á þessu mómenti gerði ég mér grein fyrir því að: OK, ég er f-g sterk ennþá. Ég næ þessu aftur. Ég mun ná sjálfri mér aftur. Mér svolítið þannig og þetta var mín stund á leikunum,“ segir Anníe. Hér fyrir ofan má sjá þetta viðtalsbrot úr spjallinu við þær Katrínu Tönju og Anníe Mist en við munum birta fleiri slík viðtalsbrot á Vísi næstu daga.
CrossFit Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti Í beinni: Brighton - Man. City | Tapar City fjórða leiknum í röð? Enski boltinn Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Leik lokið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Enski boltinn Fleiri fréttir Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Í beinni: Brighton - Man. City | Tapar City fjórða leiknum í röð? Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Leik lokið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Þrettán ára Kári mætir læriföður og Íslandsmeistari berst fyrir lífi sínu Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Sjá meira