Segir ráðherra vera að skjóta sendiboðann Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. október 2021 19:01 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir ríkisstjórnina bera ábyrgð á afléttingum. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Meðlimir stjórnarandstöðu segja að líta verði til stöðunnar á Landspítala þegar kemur að afléttingum samkomutakmarkana. Ljóst er að tilslakanir eru í kortunum en þingmenn eru ósammála um hvaða vægi tillögur sóttvarnalæknis eigi að hafa. Nokkrir þingmenn og ráðherrar hafa kallað eftir því að öllum takmörkunum verði aflétt og segja engin rök fyrir slíkum takmörkunum, þrátt fyrir að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hafi ítrekað sagt að það þurfi að fara varlega, meðal annars til að vernda Landspítala. Núverandi reglugerð er í gildi út miðvikudaginn 20. október. Sóttvarnalæknir hefur ekki enn skilað inn minnisblaði með tillögum um framhaldið til ráðherra en mun líklega gera það á mánudag. „Þórólfur er auðvitað ríkisstjórninni til ráðleggingar og ráðgjafar, það er ríkisstjórnin sem ber ábyrgð á stöðunni, þannig það er svolítið kostulegt þegar að ráðherrar einn af öðrum fara að skjóta sendiboðann,“ segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Hún segist þó ekki vera á móti afléttingum. „Ég held að almenningur þurfi að fá að lifa frjálsara lífi og sérstaklega unga fólkið. Ég hef tönglast á því frá því í sumar að við verðum að hugsa um geðheilsu þjóðarinnar núna. En við verðum auðvitað að ráða við verkefnið og á því ber ríkisstjórnin ábyrgð,“ segir Helga Vala. Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, tekur í sama streng. „Ég held að ég, eins og flestir aðrir, telji að það sé alveg kominn tími til þess að vera með tilslakanir og ég held að meira að segja sérfræðingar okkar séu að segja það sama,“ segir Gísli og bætir við að aðalmálið sé hvernig staðan er á spítalanum. Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, telur að slaka megi verulega á takmörkunum innanlands. Hann segist líta sem svo á að það megi ráðast í miklar tilslakanir innanlands og að ríkisstjórnin verði að geta tekið sínar eigin ákvarðanir. „Það þarf alltaf að taka pólitískar ákvarðanir og það er gott ef þær eru byggðar á góðum upplýsingum og gögnum, eins og frá sóttvarnalækni, en meira að segja hann er að segja að það megi slaka á þannig þá ætti þetta að vera auðveld ákvörðun fyrir ríkisstjórnina,“ segir Gísli. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Segir tíma til kominn að skila frelsinu aftur til fólksins Varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fráfarandi ráðherra segir tímabært að aflétta þeim takmörkunum sem landsmenn hafa þurft að sæta síðastliðið eitt og hálft ár vegna Covid. Sóttvarnalæknir segist sennilega munu skila minnisblaði til ráðherra á mánudag. 16. október 2021 12:36 Sigurður Ingi styður allsherjar afléttingar Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir ekki eiga að þurfa að rökstyðja hvers vegna frelsi eigi að vera á Íslandi. Sóttvarnalög séu til að takmarka frelsi og þá þurfi að rökstyðja, en ekki hið eðlilega venjulega ástand. 15. október 2021 12:11 „Við erum með ströngustu takmarkanir meðal nágrannaþjóða“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að stjórnarmyndunarviðræður gangi ágætlega. Hann vill fella niður samkomutakmarkanir fyrr en síðar. 15. október 2021 12:21 Segja nóg komið af hræðsluáróðri Þórólfs og vilja aflétta öllu strax Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segja sóttvarnalækni ekki geta frestað afléttingu samkomutakmarkana og vísað til inflúensu og RS-vírus. Sjálfstæðiskonurnar krefjast þess að öllu verði aflétt strax. 14. október 2021 14:52 Katrín og Svandís horfa til Norðurlandanna þar sem engar takmarkanir eru í gildi Íslensk stjórnvöld líta til þess að öll hin Norðurlöndin hafa nú aflétt öllum innanlandstakmörkunum sem ætlað var að hemja útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. október 2021 10:14 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Nokkrir þingmenn og ráðherrar hafa kallað eftir því að öllum takmörkunum verði aflétt og segja engin rök fyrir slíkum takmörkunum, þrátt fyrir að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hafi ítrekað sagt að það þurfi að fara varlega, meðal annars til að vernda Landspítala. Núverandi reglugerð er í gildi út miðvikudaginn 20. október. Sóttvarnalæknir hefur ekki enn skilað inn minnisblaði með tillögum um framhaldið til ráðherra en mun líklega gera það á mánudag. „Þórólfur er auðvitað ríkisstjórninni til ráðleggingar og ráðgjafar, það er ríkisstjórnin sem ber ábyrgð á stöðunni, þannig það er svolítið kostulegt þegar að ráðherrar einn af öðrum fara að skjóta sendiboðann,“ segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Hún segist þó ekki vera á móti afléttingum. „Ég held að almenningur þurfi að fá að lifa frjálsara lífi og sérstaklega unga fólkið. Ég hef tönglast á því frá því í sumar að við verðum að hugsa um geðheilsu þjóðarinnar núna. En við verðum auðvitað að ráða við verkefnið og á því ber ríkisstjórnin ábyrgð,“ segir Helga Vala. Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, tekur í sama streng. „Ég held að ég, eins og flestir aðrir, telji að það sé alveg kominn tími til þess að vera með tilslakanir og ég held að meira að segja sérfræðingar okkar séu að segja það sama,“ segir Gísli og bætir við að aðalmálið sé hvernig staðan er á spítalanum. Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, telur að slaka megi verulega á takmörkunum innanlands. Hann segist líta sem svo á að það megi ráðast í miklar tilslakanir innanlands og að ríkisstjórnin verði að geta tekið sínar eigin ákvarðanir. „Það þarf alltaf að taka pólitískar ákvarðanir og það er gott ef þær eru byggðar á góðum upplýsingum og gögnum, eins og frá sóttvarnalækni, en meira að segja hann er að segja að það megi slaka á þannig þá ætti þetta að vera auðveld ákvörðun fyrir ríkisstjórnina,“ segir Gísli.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Segir tíma til kominn að skila frelsinu aftur til fólksins Varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fráfarandi ráðherra segir tímabært að aflétta þeim takmörkunum sem landsmenn hafa þurft að sæta síðastliðið eitt og hálft ár vegna Covid. Sóttvarnalæknir segist sennilega munu skila minnisblaði til ráðherra á mánudag. 16. október 2021 12:36 Sigurður Ingi styður allsherjar afléttingar Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir ekki eiga að þurfa að rökstyðja hvers vegna frelsi eigi að vera á Íslandi. Sóttvarnalög séu til að takmarka frelsi og þá þurfi að rökstyðja, en ekki hið eðlilega venjulega ástand. 15. október 2021 12:11 „Við erum með ströngustu takmarkanir meðal nágrannaþjóða“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að stjórnarmyndunarviðræður gangi ágætlega. Hann vill fella niður samkomutakmarkanir fyrr en síðar. 15. október 2021 12:21 Segja nóg komið af hræðsluáróðri Þórólfs og vilja aflétta öllu strax Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segja sóttvarnalækni ekki geta frestað afléttingu samkomutakmarkana og vísað til inflúensu og RS-vírus. Sjálfstæðiskonurnar krefjast þess að öllu verði aflétt strax. 14. október 2021 14:52 Katrín og Svandís horfa til Norðurlandanna þar sem engar takmarkanir eru í gildi Íslensk stjórnvöld líta til þess að öll hin Norðurlöndin hafa nú aflétt öllum innanlandstakmörkunum sem ætlað var að hemja útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. október 2021 10:14 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Segir tíma til kominn að skila frelsinu aftur til fólksins Varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fráfarandi ráðherra segir tímabært að aflétta þeim takmörkunum sem landsmenn hafa þurft að sæta síðastliðið eitt og hálft ár vegna Covid. Sóttvarnalæknir segist sennilega munu skila minnisblaði til ráðherra á mánudag. 16. október 2021 12:36
Sigurður Ingi styður allsherjar afléttingar Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir ekki eiga að þurfa að rökstyðja hvers vegna frelsi eigi að vera á Íslandi. Sóttvarnalög séu til að takmarka frelsi og þá þurfi að rökstyðja, en ekki hið eðlilega venjulega ástand. 15. október 2021 12:11
„Við erum með ströngustu takmarkanir meðal nágrannaþjóða“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að stjórnarmyndunarviðræður gangi ágætlega. Hann vill fella niður samkomutakmarkanir fyrr en síðar. 15. október 2021 12:21
Segja nóg komið af hræðsluáróðri Þórólfs og vilja aflétta öllu strax Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segja sóttvarnalækni ekki geta frestað afléttingu samkomutakmarkana og vísað til inflúensu og RS-vírus. Sjálfstæðiskonurnar krefjast þess að öllu verði aflétt strax. 14. október 2021 14:52
Katrín og Svandís horfa til Norðurlandanna þar sem engar takmarkanir eru í gildi Íslensk stjórnvöld líta til þess að öll hin Norðurlöndin hafa nú aflétt öllum innanlandstakmörkunum sem ætlað var að hemja útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. október 2021 10:14