Helgi Már: Finnst allt í lagi að menn pústi svo framarlega sem þeir séu kurteisir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. október 2021 23:30 Helgi Már Magnússon var ekki alltaf sáttur með dómarana í leik KR og Tindastóls. vísir/bára Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, sagði að það hafi verið sárt að kyngja tapinu fyrir Tindastóli í framlengdum leik í kvöld. Stólarnir sóttu sigur í Vesturbæinn, 82-83. „Þetta var hörkuleikur. Við hefðum getað tekið þetta og mér fannst við eiga að taka þetta en við lokuðum ekki leiknum og gerðum varnarmistök sem gerðu það að verkum að Sigtryggur endaði með opinn þrist,“ sagði Helgi og vísaði til þess þegar Sigtryggur Arnar Björnsson skoraði sigurkörfu Tindastóls þegar sex sekúndur voru eftir af framlengingunni. KR-ingar voru mistækir í sókninni og gerðu mörg mistök. „Við töpuðum boltanum 24 sinnum sem er alltof mikið sem fyrir gott úrvalsdeildarlið,“ sagði Helgi. KR lék mjög vel í 2. leikhluta sem liðið vann, 31-18. „Við vorum ákveðnir í vörninni, héldum skipulaginu og þröngvuðum þá í þau skot sem við lögðum upp með,“ sagði Helgi. Stólarnir mættu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og náðu undirtökunum. Helgi hefði viljað sjá sína menn svara ágengni Stólanna betur. „Þeir voru ákveðnir í vörninni og fengu að komast upp með að setja hendur á menn og þá þarf maður að bregðast við. Þú þarft að vera sá ágengi, ekki sá sem lúffar. Þeir náðu áhlaupi og það kom smá fát á okkur,“ sagði Helgi. „Þetta var hörkuleikur og við hefðum getað lokað þessu. En svo kom framlengingin. Stólarnir eru rosalega góðir og gerðu þetta vel.“ Undir lok leiksins henti Ísak Ernir Kristinsson Brynjari Þór Björnssyni út úr húsi þegar hann gaf honum sína aðra tæknivillu. Ekki voru allir á eitt sáttir með þann dóm. „Ég spurði hann og hann sagði að hann hefði tvisvar verið ágengur. Ég veit ekki. Persónulega finnst mér að undir lok leikja sé allt í lagi að menn pústi svo framarlega sem þeir séu kurteisir. En það er eins og það er. Þeir fengu líka óíþróttamannslega villu sem ég sá ekki. Kannski núllast þetta út á endanum,“ sagði Helgi. „Ég var meira ósáttur við ruðninginn sem Thomas Kalmeba-Massamba fékk. Hann gerði mjög mikið úr þessari snertingu þegar hann var nýbúinn að fá aðvörun. En mögulega var þetta ruðningur.“ Subway-deild karla KR Tengdar fréttir Umfjöllun: KR - Tindastóll 82-83 | Stólasigur í spennutrylli í Vesturbænum Tindastóll vann nauman sigur á KR, 82-83, í framlengdum leik í 2. umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. 14. október 2021 22:50 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
„Þetta var hörkuleikur. Við hefðum getað tekið þetta og mér fannst við eiga að taka þetta en við lokuðum ekki leiknum og gerðum varnarmistök sem gerðu það að verkum að Sigtryggur endaði með opinn þrist,“ sagði Helgi og vísaði til þess þegar Sigtryggur Arnar Björnsson skoraði sigurkörfu Tindastóls þegar sex sekúndur voru eftir af framlengingunni. KR-ingar voru mistækir í sókninni og gerðu mörg mistök. „Við töpuðum boltanum 24 sinnum sem er alltof mikið sem fyrir gott úrvalsdeildarlið,“ sagði Helgi. KR lék mjög vel í 2. leikhluta sem liðið vann, 31-18. „Við vorum ákveðnir í vörninni, héldum skipulaginu og þröngvuðum þá í þau skot sem við lögðum upp með,“ sagði Helgi. Stólarnir mættu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og náðu undirtökunum. Helgi hefði viljað sjá sína menn svara ágengni Stólanna betur. „Þeir voru ákveðnir í vörninni og fengu að komast upp með að setja hendur á menn og þá þarf maður að bregðast við. Þú þarft að vera sá ágengi, ekki sá sem lúffar. Þeir náðu áhlaupi og það kom smá fát á okkur,“ sagði Helgi. „Þetta var hörkuleikur og við hefðum getað lokað þessu. En svo kom framlengingin. Stólarnir eru rosalega góðir og gerðu þetta vel.“ Undir lok leiksins henti Ísak Ernir Kristinsson Brynjari Þór Björnssyni út úr húsi þegar hann gaf honum sína aðra tæknivillu. Ekki voru allir á eitt sáttir með þann dóm. „Ég spurði hann og hann sagði að hann hefði tvisvar verið ágengur. Ég veit ekki. Persónulega finnst mér að undir lok leikja sé allt í lagi að menn pústi svo framarlega sem þeir séu kurteisir. En það er eins og það er. Þeir fengu líka óíþróttamannslega villu sem ég sá ekki. Kannski núllast þetta út á endanum,“ sagði Helgi. „Ég var meira ósáttur við ruðninginn sem Thomas Kalmeba-Massamba fékk. Hann gerði mjög mikið úr þessari snertingu þegar hann var nýbúinn að fá aðvörun. En mögulega var þetta ruðningur.“
Subway-deild karla KR Tengdar fréttir Umfjöllun: KR - Tindastóll 82-83 | Stólasigur í spennutrylli í Vesturbænum Tindastóll vann nauman sigur á KR, 82-83, í framlengdum leik í 2. umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. 14. október 2021 22:50 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Umfjöllun: KR - Tindastóll 82-83 | Stólasigur í spennutrylli í Vesturbænum Tindastóll vann nauman sigur á KR, 82-83, í framlengdum leik í 2. umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. 14. október 2021 22:50
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum