Umfjöllun og viðtöl: Þór Ak. - Njarðvík 91-109 | Frábær liðsheild Njarðvíkinga skilaði öruggugum sigri Sindri Sverrisson skrifar 14. október 2021 21:41 Njarðvík varð bikarmeistari á dögunum. vísir/hulda margrét Njarðvík vann í kvöld öruggan 18 stiga sigur þegar að liðið heimsótti Þór Akureyri í Subway-deild karla í körfubolta. Liðið hefur nú unnið báða leiki sína í fyrstu tveim umferðunum. Stemningin hefur oft verið meiri í Höllinni en í kvöld og engu líkara en áhorfendur hafi ekki búist við miklu af sínum mönnum, enda gríðarsterkt Njarðvíkurlið í heimsókn. Liðið er gríðarlega vel saman sett og mikli reynsluboltar í leikmannahópnum. Enda sagði Benedikt Guðmundsson eftir leik að leikmenn væru sem bræður innan og utan vallar. Jordan Connors sýndi skemmtileg tilþrif í liði heimamanna, líkamlega sterkur, með góðar hreyfingar nálægt körfunni og prýðis skytta. Hann var stigahæstur með 26 stig auk þess að taka 9 fráköst. Norðmaðurinn Boune átti ágætan sóknarleik, skoraði 15 stig en varnarleikur hans var ekki upp á marga fiska. Ragnar Ágústsson setti svo 12 stig, Kolbeinn Fannar 10 og Dúi Þór 9 og gaf heilar 12 stoðsendingar. Dedrick Basile gerði sínum gömlu félögum í Þór afar erfitt fyrir, hann skoraði 30 stig, tók 7 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Mario Matasovic setti 26 og Grikkinn Fotios skoraði 25 stig og tók 13 fráköst. Grikkinn sá er hreint frábær leikmaður, lungamjúkur, hokinn af reynslu og vinstri höndin er nánast eins og hönd guðs. Njarðvíkingar hófu leikinn með fallegum körfum og komust í 0-8 á fyrstu 90 sekúndunum. Grikkinn Fotios sýndi lipra vinstri hönd sína strax í upphafi leiks og skoraði fyrir innan og utan teig með mjúkum strokum. Varnarleik heimamanna var ekki til að dreifa í upphafi og gestirnir gengu inn í vítateiginn nánast að vild. Njarðvíkurliðið mallaði leikhlutann örugglega og nýttu sér veikleika varnar heimamanna og bjuggu til þægilega forystu við lok 1. leikhlutans 20-35. Varnarleikur heimamanna batnaði í öðrum leikhluta, sérstaklega seinni hlutanum, þeir gerðu ágætlega á sóknarenda vallarins, bjuggu til ágæt og opin skot en það var eins og trúna vantaði. Þórsarar áttu þó nokkur lítil áhlaup sem gestirnir náðu yfirleitt að svara. Heilt yfir var annar leikhlutinn í ágætu jafnvægi stigalega séð en greinilegt að heimamenn þurftu að þétta varnarleikinn allverulega enda ekki í boði að fá á sig 60 stig. Staðan í hálfleik 47-60. Þriðji leikhlutinn hófst á sterkri vörn gestanna sem neyddu heimamenn í mjög erfið skot, oft þegar skotklukkan var að renna út. Það losnaði þó aðeins um varnirnar þegar líða tók á leikhlutann og liðin skiptust á að skora. Þökk sé betri vörn juku gestirnir muninn í þriðja leikhlutanum og unnu hann 19-26. Síðasti leikhlutinn snérist að mestu um að klára leikinn hreinlega frekar en að liðin væru að keppa að einhverju sérstöku. Þegar þrjár mínútur lifðu leiks fengu yngri leikmenn liðanna að spreyta sig og við tók nokkuð fjörug skotkeppni milli þeirra og oft með ágætum árangri. En öruggur og sanngjarn sigur Njarðvíkinga 91-109. Af hverju vann Njarðvík? Njarðvík var einfaldlega allt of stórt fyrir heimamenn í kvöld. Liðið er ákaflega vel mannað og rétt mannað, menn kunna sitt hlutverk og spila hver fyrir annan. Mikil reynsla er í liðinu og leikmenn virðast njóta augnabliksins. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Njarðvík verður að minnast á þann gríska Fotios Lampropoulos sem gerir leikinn svo fáránlega einfaldan og flottan með hæglátum tilþrifum sínum og útsjónarsemi. Alveg magnaður. Dedrick Basile átti skínandi leik eins og áður segir og Mario Matasovic lauk leik á mjög jákvæðum nótum. Hjá Þórsurum voru það helst tilþrif Jordan Connors sem vöktu lukku. Hvað gekk illa? Varnarleikur Þórsarar var ekki góður, sér í lagi í fyrri hálfleik. Það er eitt að mæta gríðarlega sterku liði, en það er algjörlega annað að fylgja ekki eftir einföldustu reglum í varnarleik. Hvað eftir annað krossbrá Njarðvíkingum þegar þeir voru allt í einu aleinir undir körfunni og engan Þórsara að sjá. Allt of margar körfur gestanna komu eftir einfalda keyrslu boltalausra manna að körfunni og lítil fyrirstaða. Hvað gerist næst? Þórsarar halda vestur á Ísafjörð 22. október og verður þar án efa um hörkuleik að ræða. Sama dag taka Njarðvíkingar á móti Valsmönnum í Ljónagryfjunni. Bjarki Ármann: „Þetta var mjög erfitt“ Bjarki Ármann Oddson, þjálfari Þórsara, var svekktur í leikslok.Vísir/vilhelm Bjarki Ármann Oddsson þjálfari Þórsara sagði leikinn hafa verið mjög erfiðan fyrir sína menn. „Njarðvíkurliðið er með frábæra einstaklinga, vel skipulagðir og við réðum bara illa við þá í kvöld,“ sagði Bjarki. Talandi um varnarleikinn sagði hann að menn ættu eftir að slípa hann til og gestirnir hafi skorað mikið úr hraðaupphlaupum og verið með frábæra skotnýtingu. Bandaríski leikmaður Þórsara Jonathan Edwards var ekki með í kvöld, en hvernig er staðan á honum? „Jonathan meiddist á öxl eftir 50 mínútur á móti Grindavík og ég veit ekki nákvæmlega hvernig staðan á honum er, en ég vona að hann verði þó klár bráðlega,“ sagði Bjarki að lokum. Benedikt: „Leikmenn vilja gefa aukasendinguna“ Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkinga, var virkilega ánægður með liðsheild sinna manna.Vísir/Hulda Margrét Benedikt Guðmundsson var kátur með sína menn í kvöld. „Mér fannst Þórsararnir gefa okkur góða mótspyrnu hér í kvöld, þetta var ekki auðvelt en við höfðum þetta svo sem í hendi okkar allan tímann,“ sagði Benedikt. Hann sagði gott flæði hafa verið í liðinu og það sé auðvelt þegar leikmannahópurinn er alltaf tilbúinn að gefa aukasendinguna á einhvern sem er í betra færi. „Ég held að það sé ekkert auðvelt að verjast okkur þegar boltinn flæðir svona vel, en það er svo sem ýmislegt sem þarf að laga.“ Hann sagði þægilegt að vera með hóp af leikmönnum sem væru reynslumiklir og hefðu gert ýmsa hluti á sínum ferli. „Ég man þegar menn supu hveljur þegar ég sagðist vilja ráða 35 ára og 38 ára leikmenn í liðið og menn svo sem spurðu hvort ég væri alveg viss,“ sagði Benedikt og bætti við að lokum hann héldi að hann hafi hitt á rétta leikmenn að þessu sinni. Subway-deild karla Þór Akureyri UMF Njarðvík
Njarðvík vann í kvöld öruggan 18 stiga sigur þegar að liðið heimsótti Þór Akureyri í Subway-deild karla í körfubolta. Liðið hefur nú unnið báða leiki sína í fyrstu tveim umferðunum. Stemningin hefur oft verið meiri í Höllinni en í kvöld og engu líkara en áhorfendur hafi ekki búist við miklu af sínum mönnum, enda gríðarsterkt Njarðvíkurlið í heimsókn. Liðið er gríðarlega vel saman sett og mikli reynsluboltar í leikmannahópnum. Enda sagði Benedikt Guðmundsson eftir leik að leikmenn væru sem bræður innan og utan vallar. Jordan Connors sýndi skemmtileg tilþrif í liði heimamanna, líkamlega sterkur, með góðar hreyfingar nálægt körfunni og prýðis skytta. Hann var stigahæstur með 26 stig auk þess að taka 9 fráköst. Norðmaðurinn Boune átti ágætan sóknarleik, skoraði 15 stig en varnarleikur hans var ekki upp á marga fiska. Ragnar Ágústsson setti svo 12 stig, Kolbeinn Fannar 10 og Dúi Þór 9 og gaf heilar 12 stoðsendingar. Dedrick Basile gerði sínum gömlu félögum í Þór afar erfitt fyrir, hann skoraði 30 stig, tók 7 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Mario Matasovic setti 26 og Grikkinn Fotios skoraði 25 stig og tók 13 fráköst. Grikkinn sá er hreint frábær leikmaður, lungamjúkur, hokinn af reynslu og vinstri höndin er nánast eins og hönd guðs. Njarðvíkingar hófu leikinn með fallegum körfum og komust í 0-8 á fyrstu 90 sekúndunum. Grikkinn Fotios sýndi lipra vinstri hönd sína strax í upphafi leiks og skoraði fyrir innan og utan teig með mjúkum strokum. Varnarleik heimamanna var ekki til að dreifa í upphafi og gestirnir gengu inn í vítateiginn nánast að vild. Njarðvíkurliðið mallaði leikhlutann örugglega og nýttu sér veikleika varnar heimamanna og bjuggu til þægilega forystu við lok 1. leikhlutans 20-35. Varnarleikur heimamanna batnaði í öðrum leikhluta, sérstaklega seinni hlutanum, þeir gerðu ágætlega á sóknarenda vallarins, bjuggu til ágæt og opin skot en það var eins og trúna vantaði. Þórsarar áttu þó nokkur lítil áhlaup sem gestirnir náðu yfirleitt að svara. Heilt yfir var annar leikhlutinn í ágætu jafnvægi stigalega séð en greinilegt að heimamenn þurftu að þétta varnarleikinn allverulega enda ekki í boði að fá á sig 60 stig. Staðan í hálfleik 47-60. Þriðji leikhlutinn hófst á sterkri vörn gestanna sem neyddu heimamenn í mjög erfið skot, oft þegar skotklukkan var að renna út. Það losnaði þó aðeins um varnirnar þegar líða tók á leikhlutann og liðin skiptust á að skora. Þökk sé betri vörn juku gestirnir muninn í þriðja leikhlutanum og unnu hann 19-26. Síðasti leikhlutinn snérist að mestu um að klára leikinn hreinlega frekar en að liðin væru að keppa að einhverju sérstöku. Þegar þrjár mínútur lifðu leiks fengu yngri leikmenn liðanna að spreyta sig og við tók nokkuð fjörug skotkeppni milli þeirra og oft með ágætum árangri. En öruggur og sanngjarn sigur Njarðvíkinga 91-109. Af hverju vann Njarðvík? Njarðvík var einfaldlega allt of stórt fyrir heimamenn í kvöld. Liðið er ákaflega vel mannað og rétt mannað, menn kunna sitt hlutverk og spila hver fyrir annan. Mikil reynsla er í liðinu og leikmenn virðast njóta augnabliksins. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Njarðvík verður að minnast á þann gríska Fotios Lampropoulos sem gerir leikinn svo fáránlega einfaldan og flottan með hæglátum tilþrifum sínum og útsjónarsemi. Alveg magnaður. Dedrick Basile átti skínandi leik eins og áður segir og Mario Matasovic lauk leik á mjög jákvæðum nótum. Hjá Þórsurum voru það helst tilþrif Jordan Connors sem vöktu lukku. Hvað gekk illa? Varnarleikur Þórsarar var ekki góður, sér í lagi í fyrri hálfleik. Það er eitt að mæta gríðarlega sterku liði, en það er algjörlega annað að fylgja ekki eftir einföldustu reglum í varnarleik. Hvað eftir annað krossbrá Njarðvíkingum þegar þeir voru allt í einu aleinir undir körfunni og engan Þórsara að sjá. Allt of margar körfur gestanna komu eftir einfalda keyrslu boltalausra manna að körfunni og lítil fyrirstaða. Hvað gerist næst? Þórsarar halda vestur á Ísafjörð 22. október og verður þar án efa um hörkuleik að ræða. Sama dag taka Njarðvíkingar á móti Valsmönnum í Ljónagryfjunni. Bjarki Ármann: „Þetta var mjög erfitt“ Bjarki Ármann Oddson, þjálfari Þórsara, var svekktur í leikslok.Vísir/vilhelm Bjarki Ármann Oddsson þjálfari Þórsara sagði leikinn hafa verið mjög erfiðan fyrir sína menn. „Njarðvíkurliðið er með frábæra einstaklinga, vel skipulagðir og við réðum bara illa við þá í kvöld,“ sagði Bjarki. Talandi um varnarleikinn sagði hann að menn ættu eftir að slípa hann til og gestirnir hafi skorað mikið úr hraðaupphlaupum og verið með frábæra skotnýtingu. Bandaríski leikmaður Þórsara Jonathan Edwards var ekki með í kvöld, en hvernig er staðan á honum? „Jonathan meiddist á öxl eftir 50 mínútur á móti Grindavík og ég veit ekki nákvæmlega hvernig staðan á honum er, en ég vona að hann verði þó klár bráðlega,“ sagði Bjarki að lokum. Benedikt: „Leikmenn vilja gefa aukasendinguna“ Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkinga, var virkilega ánægður með liðsheild sinna manna.Vísir/Hulda Margrét Benedikt Guðmundsson var kátur með sína menn í kvöld. „Mér fannst Þórsararnir gefa okkur góða mótspyrnu hér í kvöld, þetta var ekki auðvelt en við höfðum þetta svo sem í hendi okkar allan tímann,“ sagði Benedikt. Hann sagði gott flæði hafa verið í liðinu og það sé auðvelt þegar leikmannahópurinn er alltaf tilbúinn að gefa aukasendinguna á einhvern sem er í betra færi. „Ég held að það sé ekkert auðvelt að verjast okkur þegar boltinn flæðir svona vel, en það er svo sem ýmislegt sem þarf að laga.“ Hann sagði þægilegt að vera með hóp af leikmönnum sem væru reynslumiklir og hefðu gert ýmsa hluti á sínum ferli. „Ég man þegar menn supu hveljur þegar ég sagðist vilja ráða 35 ára og 38 ára leikmenn í liðið og menn svo sem spurðu hvort ég væri alveg viss,“ sagði Benedikt og bætti við að lokum hann héldi að hann hafi hitt á rétta leikmenn að þessu sinni.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti