Sara Sigmunds: Ég vil aldrei aftur horfa á heimsleikana í CrossFit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2021 09:01 Sara Sigmundsdóttir má nú æfa af fullum krafti og það styttist í fyrsta mótið eftir krossbandsslit sem fer fram í desember. Instagram/@sarasigmunds CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir mætti sem áhorfandi á síðustu heimsleika í CrossFit en það ætlar hún aldrei að gera aftur. Nýjasti þátturinn af endurkomusögu Söru er kominn í loftið en þættirnir heita „Road to Recovery“ og segja söguna af því hvernig Sara vann sig til baka eftir að hafa slitið krossband nokkrum dögum áður en 2021 keppnistímabilið byrjaði. Eftir að Sara sleit krossbandið þá var það strax ljóst að hún myndi ekki keppa á heimsleikunum í ár. Sara mætti hins vegar óvænt á staðinn en hún var þar á vegum WIT Fitness. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Sara mætti á sérstaka móttöku og það voru margir sem vildu heilsa upp á íslensku CrossFit stjörnuna. Sara var þá stödd í Dúbaí en stökk upp í flugvél og flaug í fimmtán tíma til Chicago. Þaðan bættist síðan við þriggja tíma akstur. Nýi þátturinn kom inn á YouTube síðu WIT en í honum fer Sara líka yfir þessa heimsókn sína til Madison þar sem hún var ekki keppandi eins og hún er vön. „Það hefði verið svo erfitt að vera heima á Íslandi og horfa á heimsleikana þar. Ég er svo ánægð með að hafa fengið að taka þátt í leikunum með því að vera hér í Madison,“ sagði Sara. „Það var líka gott fyrir mig að finna væntumþykjuna frá öllum sem ég hitti þar. Þegar þú ert meiddur þá finnst þér að þú sért gleymdur. Þú ert ekki að taka þátt í öllu sem er í gangi,“ sagði Sara. „Ég vil aldrei aftur horfa á heimsleikana í CrossFit því ég vil bara vera þar sem keppandi og koma til að berjast fyrir mínu. Þannig leið mér líka þegar ég var þar. Ég sendi þjálfaranum mínum strax skilaboð um að ég vildi gera allar greinarnar sem voru á heimsleikunum þegar ég væri tilbúin í það,“ sagði Sara. Þar má einnig sjá Dave Castro tala við okkar konu sem og að hún kom Björgvini Karli Guðmundssyni mikið á óvart með því að stökkva í fangið á honum en þau hafa æft mikið saman. Sara segir frá æfingum sínum í Madison en hún tók tvær æfingar á dag á milli þess sem hún tók á móti gestum á kynningu WIT. Hún reyndi líka að mæta á allar greinarnar hans Björgvins Karls. Það þarf heldur ekki að koma neinum á óvart að Sara er hrókur alls fagnaðar hvar sem hún kemur og heillar alla upp úr skónum með útgeislun sinni, lífsgleði og innileika. Það má sjá allan þáttinn hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=9EurE3C8VHw">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Íslenski boltinn Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Fleiri fréttir Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Sjá meira
Nýjasti þátturinn af endurkomusögu Söru er kominn í loftið en þættirnir heita „Road to Recovery“ og segja söguna af því hvernig Sara vann sig til baka eftir að hafa slitið krossband nokkrum dögum áður en 2021 keppnistímabilið byrjaði. Eftir að Sara sleit krossbandið þá var það strax ljóst að hún myndi ekki keppa á heimsleikunum í ár. Sara mætti hins vegar óvænt á staðinn en hún var þar á vegum WIT Fitness. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Sara mætti á sérstaka móttöku og það voru margir sem vildu heilsa upp á íslensku CrossFit stjörnuna. Sara var þá stödd í Dúbaí en stökk upp í flugvél og flaug í fimmtán tíma til Chicago. Þaðan bættist síðan við þriggja tíma akstur. Nýi þátturinn kom inn á YouTube síðu WIT en í honum fer Sara líka yfir þessa heimsókn sína til Madison þar sem hún var ekki keppandi eins og hún er vön. „Það hefði verið svo erfitt að vera heima á Íslandi og horfa á heimsleikana þar. Ég er svo ánægð með að hafa fengið að taka þátt í leikunum með því að vera hér í Madison,“ sagði Sara. „Það var líka gott fyrir mig að finna væntumþykjuna frá öllum sem ég hitti þar. Þegar þú ert meiddur þá finnst þér að þú sért gleymdur. Þú ert ekki að taka þátt í öllu sem er í gangi,“ sagði Sara. „Ég vil aldrei aftur horfa á heimsleikana í CrossFit því ég vil bara vera þar sem keppandi og koma til að berjast fyrir mínu. Þannig leið mér líka þegar ég var þar. Ég sendi þjálfaranum mínum strax skilaboð um að ég vildi gera allar greinarnar sem voru á heimsleikunum þegar ég væri tilbúin í það,“ sagði Sara. Þar má einnig sjá Dave Castro tala við okkar konu sem og að hún kom Björgvini Karli Guðmundssyni mikið á óvart með því að stökkva í fangið á honum en þau hafa æft mikið saman. Sara segir frá æfingum sínum í Madison en hún tók tvær æfingar á dag á milli þess sem hún tók á móti gestum á kynningu WIT. Hún reyndi líka að mæta á allar greinarnar hans Björgvins Karls. Það þarf heldur ekki að koma neinum á óvart að Sara er hrókur alls fagnaðar hvar sem hún kemur og heillar alla upp úr skónum með útgeislun sinni, lífsgleði og innileika. Það má sjá allan þáttinn hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=9EurE3C8VHw">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Íslenski boltinn Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Fleiri fréttir Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Sjá meira