Sara Sigmunds: Ég vil aldrei aftur horfa á heimsleikana í CrossFit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2021 09:01 Sara Sigmundsdóttir má nú æfa af fullum krafti og það styttist í fyrsta mótið eftir krossbandsslit sem fer fram í desember. Instagram/@sarasigmunds CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir mætti sem áhorfandi á síðustu heimsleika í CrossFit en það ætlar hún aldrei að gera aftur. Nýjasti þátturinn af endurkomusögu Söru er kominn í loftið en þættirnir heita „Road to Recovery“ og segja söguna af því hvernig Sara vann sig til baka eftir að hafa slitið krossband nokkrum dögum áður en 2021 keppnistímabilið byrjaði. Eftir að Sara sleit krossbandið þá var það strax ljóst að hún myndi ekki keppa á heimsleikunum í ár. Sara mætti hins vegar óvænt á staðinn en hún var þar á vegum WIT Fitness. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Sara mætti á sérstaka móttöku og það voru margir sem vildu heilsa upp á íslensku CrossFit stjörnuna. Sara var þá stödd í Dúbaí en stökk upp í flugvél og flaug í fimmtán tíma til Chicago. Þaðan bættist síðan við þriggja tíma akstur. Nýi þátturinn kom inn á YouTube síðu WIT en í honum fer Sara líka yfir þessa heimsókn sína til Madison þar sem hún var ekki keppandi eins og hún er vön. „Það hefði verið svo erfitt að vera heima á Íslandi og horfa á heimsleikana þar. Ég er svo ánægð með að hafa fengið að taka þátt í leikunum með því að vera hér í Madison,“ sagði Sara. „Það var líka gott fyrir mig að finna væntumþykjuna frá öllum sem ég hitti þar. Þegar þú ert meiddur þá finnst þér að þú sért gleymdur. Þú ert ekki að taka þátt í öllu sem er í gangi,“ sagði Sara. „Ég vil aldrei aftur horfa á heimsleikana í CrossFit því ég vil bara vera þar sem keppandi og koma til að berjast fyrir mínu. Þannig leið mér líka þegar ég var þar. Ég sendi þjálfaranum mínum strax skilaboð um að ég vildi gera allar greinarnar sem voru á heimsleikunum þegar ég væri tilbúin í það,“ sagði Sara. Þar má einnig sjá Dave Castro tala við okkar konu sem og að hún kom Björgvini Karli Guðmundssyni mikið á óvart með því að stökkva í fangið á honum en þau hafa æft mikið saman. Sara segir frá æfingum sínum í Madison en hún tók tvær æfingar á dag á milli þess sem hún tók á móti gestum á kynningu WIT. Hún reyndi líka að mæta á allar greinarnar hans Björgvins Karls. Það þarf heldur ekki að koma neinum á óvart að Sara er hrókur alls fagnaðar hvar sem hún kemur og heillar alla upp úr skónum með útgeislun sinni, lífsgleði og innileika. Það má sjá allan þáttinn hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=9EurE3C8VHw">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Enski boltinn Fleiri fréttir Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Í beinni: Brighton - Man. City | Tapar City fjórða leiknum í röð? Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Leik lokið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Þrettán ára Kári mætir læriföður og Íslandsmeistari berst fyrir lífi sínu Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Sjá meira
Nýjasti þátturinn af endurkomusögu Söru er kominn í loftið en þættirnir heita „Road to Recovery“ og segja söguna af því hvernig Sara vann sig til baka eftir að hafa slitið krossband nokkrum dögum áður en 2021 keppnistímabilið byrjaði. Eftir að Sara sleit krossbandið þá var það strax ljóst að hún myndi ekki keppa á heimsleikunum í ár. Sara mætti hins vegar óvænt á staðinn en hún var þar á vegum WIT Fitness. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Sara mætti á sérstaka móttöku og það voru margir sem vildu heilsa upp á íslensku CrossFit stjörnuna. Sara var þá stödd í Dúbaí en stökk upp í flugvél og flaug í fimmtán tíma til Chicago. Þaðan bættist síðan við þriggja tíma akstur. Nýi þátturinn kom inn á YouTube síðu WIT en í honum fer Sara líka yfir þessa heimsókn sína til Madison þar sem hún var ekki keppandi eins og hún er vön. „Það hefði verið svo erfitt að vera heima á Íslandi og horfa á heimsleikana þar. Ég er svo ánægð með að hafa fengið að taka þátt í leikunum með því að vera hér í Madison,“ sagði Sara. „Það var líka gott fyrir mig að finna væntumþykjuna frá öllum sem ég hitti þar. Þegar þú ert meiddur þá finnst þér að þú sért gleymdur. Þú ert ekki að taka þátt í öllu sem er í gangi,“ sagði Sara. „Ég vil aldrei aftur horfa á heimsleikana í CrossFit því ég vil bara vera þar sem keppandi og koma til að berjast fyrir mínu. Þannig leið mér líka þegar ég var þar. Ég sendi þjálfaranum mínum strax skilaboð um að ég vildi gera allar greinarnar sem voru á heimsleikunum þegar ég væri tilbúin í það,“ sagði Sara. Þar má einnig sjá Dave Castro tala við okkar konu sem og að hún kom Björgvini Karli Guðmundssyni mikið á óvart með því að stökkva í fangið á honum en þau hafa æft mikið saman. Sara segir frá æfingum sínum í Madison en hún tók tvær æfingar á dag á milli þess sem hún tók á móti gestum á kynningu WIT. Hún reyndi líka að mæta á allar greinarnar hans Björgvins Karls. Það þarf heldur ekki að koma neinum á óvart að Sara er hrókur alls fagnaðar hvar sem hún kemur og heillar alla upp úr skónum með útgeislun sinni, lífsgleði og innileika. Það má sjá allan þáttinn hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=9EurE3C8VHw">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Enski boltinn Fleiri fréttir Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Í beinni: Brighton - Man. City | Tapar City fjórða leiknum í röð? Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Leik lokið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Þrettán ára Kári mætir læriföður og Íslandsmeistari berst fyrir lífi sínu Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Sjá meira