Umbi Haalands fundar með City Sindri Sverrisson skrifar 13. október 2021 07:31 Erling Haaland hefur ekki átt í erfiðleikum með að skora mörk fyrir Dortmund. Getty/Mareen Meyer Mino Raiola, umboðsmaður markaskorarans Erlings Haaland, mun hefja viðræður við Manchester City í janúar varðandi möguleikann á að Norðmaðurinn fari til enska félagsins næsta sumar. Frá þessu greinir hið virta blað The Times í dag. Haaland er með samning við þýska félagið Dortmund sem gildir til ársins 2024. Hins vegar er í samningnum klásúla sem gerir félögum kleift að kaupa hann fyrir 75 milljónir punda en sú klásúla virkjast næsta sumar. Hinn 21 árs gamli Haaland er samkvæmt The Times efstur á lista City yfir leikmenn sem félagið vill fá. Faðir hans, Alf-Inge Haaland, lék með City á árunum 2000-2003 og þar áður með Leeds þar sem Erling fæddist. Á leið úr Nike í Puma? The Times tekur einnig fram að Alf-Inge sé góður vinur Björns Gulden, norsks framkvæmdastjóra íþróttavöruframleiðandans Puma, og að Puma hyggist semja við Erling þegar samningur hans við Nike renni út í janúar. City leikur í búningi frá Puma. Breska blaðið bendir á að Pep Guardiola vanti hreinræktaða „níu“ í sinn leikmannahóp og vilji landa heimsklassa framherja eftir að ekki tókst að landa Harry Kane frá Tottenham í sumar. Haaland hefur skorað 68 mörk í 67 leikjum alls fyrir Dortmund síðan hann kom til félagsins frá Red Bull Salzburg árið 2020. Manchester City horfði á eftir Sergio Agüero til Barcelona í sumar og fyllti ekki í hans skarð. Barcelona er eitt þeirra félaga sem orðuð hafa verið við Haaland en varaforseti félagsins hefur nú sagt að vegna skelfilegrar skuldastöðu hafi félagið ekki efni á Norðmanninum. Raiola er sagður hafa fundað með forráðamönnum Barcelona og Real Madrid síðasta sumar, sem og hjá Manchester City og Manchester United. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Fleiri fréttir Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Sjá meira
Frá þessu greinir hið virta blað The Times í dag. Haaland er með samning við þýska félagið Dortmund sem gildir til ársins 2024. Hins vegar er í samningnum klásúla sem gerir félögum kleift að kaupa hann fyrir 75 milljónir punda en sú klásúla virkjast næsta sumar. Hinn 21 árs gamli Haaland er samkvæmt The Times efstur á lista City yfir leikmenn sem félagið vill fá. Faðir hans, Alf-Inge Haaland, lék með City á árunum 2000-2003 og þar áður með Leeds þar sem Erling fæddist. Á leið úr Nike í Puma? The Times tekur einnig fram að Alf-Inge sé góður vinur Björns Gulden, norsks framkvæmdastjóra íþróttavöruframleiðandans Puma, og að Puma hyggist semja við Erling þegar samningur hans við Nike renni út í janúar. City leikur í búningi frá Puma. Breska blaðið bendir á að Pep Guardiola vanti hreinræktaða „níu“ í sinn leikmannahóp og vilji landa heimsklassa framherja eftir að ekki tókst að landa Harry Kane frá Tottenham í sumar. Haaland hefur skorað 68 mörk í 67 leikjum alls fyrir Dortmund síðan hann kom til félagsins frá Red Bull Salzburg árið 2020. Manchester City horfði á eftir Sergio Agüero til Barcelona í sumar og fyllti ekki í hans skarð. Barcelona er eitt þeirra félaga sem orðuð hafa verið við Haaland en varaforseti félagsins hefur nú sagt að vegna skelfilegrar skuldastöðu hafi félagið ekki efni á Norðmanninum. Raiola er sagður hafa fundað með forráðamönnum Barcelona og Real Madrid síðasta sumar, sem og hjá Manchester City og Manchester United.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Fleiri fréttir Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Sjá meira