Umbi Haalands fundar með City Sindri Sverrisson skrifar 13. október 2021 07:31 Erling Haaland hefur ekki átt í erfiðleikum með að skora mörk fyrir Dortmund. Getty/Mareen Meyer Mino Raiola, umboðsmaður markaskorarans Erlings Haaland, mun hefja viðræður við Manchester City í janúar varðandi möguleikann á að Norðmaðurinn fari til enska félagsins næsta sumar. Frá þessu greinir hið virta blað The Times í dag. Haaland er með samning við þýska félagið Dortmund sem gildir til ársins 2024. Hins vegar er í samningnum klásúla sem gerir félögum kleift að kaupa hann fyrir 75 milljónir punda en sú klásúla virkjast næsta sumar. Hinn 21 árs gamli Haaland er samkvæmt The Times efstur á lista City yfir leikmenn sem félagið vill fá. Faðir hans, Alf-Inge Haaland, lék með City á árunum 2000-2003 og þar áður með Leeds þar sem Erling fæddist. Á leið úr Nike í Puma? The Times tekur einnig fram að Alf-Inge sé góður vinur Björns Gulden, norsks framkvæmdastjóra íþróttavöruframleiðandans Puma, og að Puma hyggist semja við Erling þegar samningur hans við Nike renni út í janúar. City leikur í búningi frá Puma. Breska blaðið bendir á að Pep Guardiola vanti hreinræktaða „níu“ í sinn leikmannahóp og vilji landa heimsklassa framherja eftir að ekki tókst að landa Harry Kane frá Tottenham í sumar. Haaland hefur skorað 68 mörk í 67 leikjum alls fyrir Dortmund síðan hann kom til félagsins frá Red Bull Salzburg árið 2020. Manchester City horfði á eftir Sergio Agüero til Barcelona í sumar og fyllti ekki í hans skarð. Barcelona er eitt þeirra félaga sem orðuð hafa verið við Haaland en varaforseti félagsins hefur nú sagt að vegna skelfilegrar skuldastöðu hafi félagið ekki efni á Norðmanninum. Raiola er sagður hafa fundað með forráðamönnum Barcelona og Real Madrid síðasta sumar, sem og hjá Manchester City og Manchester United. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Fleiri fréttir Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Sjá meira
Frá þessu greinir hið virta blað The Times í dag. Haaland er með samning við þýska félagið Dortmund sem gildir til ársins 2024. Hins vegar er í samningnum klásúla sem gerir félögum kleift að kaupa hann fyrir 75 milljónir punda en sú klásúla virkjast næsta sumar. Hinn 21 árs gamli Haaland er samkvæmt The Times efstur á lista City yfir leikmenn sem félagið vill fá. Faðir hans, Alf-Inge Haaland, lék með City á árunum 2000-2003 og þar áður með Leeds þar sem Erling fæddist. Á leið úr Nike í Puma? The Times tekur einnig fram að Alf-Inge sé góður vinur Björns Gulden, norsks framkvæmdastjóra íþróttavöruframleiðandans Puma, og að Puma hyggist semja við Erling þegar samningur hans við Nike renni út í janúar. City leikur í búningi frá Puma. Breska blaðið bendir á að Pep Guardiola vanti hreinræktaða „níu“ í sinn leikmannahóp og vilji landa heimsklassa framherja eftir að ekki tókst að landa Harry Kane frá Tottenham í sumar. Haaland hefur skorað 68 mörk í 67 leikjum alls fyrir Dortmund síðan hann kom til félagsins frá Red Bull Salzburg árið 2020. Manchester City horfði á eftir Sergio Agüero til Barcelona í sumar og fyllti ekki í hans skarð. Barcelona er eitt þeirra félaga sem orðuð hafa verið við Haaland en varaforseti félagsins hefur nú sagt að vegna skelfilegrar skuldastöðu hafi félagið ekki efni á Norðmanninum. Raiola er sagður hafa fundað með forráðamönnum Barcelona og Real Madrid síðasta sumar, sem og hjá Manchester City og Manchester United.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Fleiri fréttir Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Sjá meira