Umbi Haalands fundar með City Sindri Sverrisson skrifar 13. október 2021 07:31 Erling Haaland hefur ekki átt í erfiðleikum með að skora mörk fyrir Dortmund. Getty/Mareen Meyer Mino Raiola, umboðsmaður markaskorarans Erlings Haaland, mun hefja viðræður við Manchester City í janúar varðandi möguleikann á að Norðmaðurinn fari til enska félagsins næsta sumar. Frá þessu greinir hið virta blað The Times í dag. Haaland er með samning við þýska félagið Dortmund sem gildir til ársins 2024. Hins vegar er í samningnum klásúla sem gerir félögum kleift að kaupa hann fyrir 75 milljónir punda en sú klásúla virkjast næsta sumar. Hinn 21 árs gamli Haaland er samkvæmt The Times efstur á lista City yfir leikmenn sem félagið vill fá. Faðir hans, Alf-Inge Haaland, lék með City á árunum 2000-2003 og þar áður með Leeds þar sem Erling fæddist. Á leið úr Nike í Puma? The Times tekur einnig fram að Alf-Inge sé góður vinur Björns Gulden, norsks framkvæmdastjóra íþróttavöruframleiðandans Puma, og að Puma hyggist semja við Erling þegar samningur hans við Nike renni út í janúar. City leikur í búningi frá Puma. Breska blaðið bendir á að Pep Guardiola vanti hreinræktaða „níu“ í sinn leikmannahóp og vilji landa heimsklassa framherja eftir að ekki tókst að landa Harry Kane frá Tottenham í sumar. Haaland hefur skorað 68 mörk í 67 leikjum alls fyrir Dortmund síðan hann kom til félagsins frá Red Bull Salzburg árið 2020. Manchester City horfði á eftir Sergio Agüero til Barcelona í sumar og fyllti ekki í hans skarð. Barcelona er eitt þeirra félaga sem orðuð hafa verið við Haaland en varaforseti félagsins hefur nú sagt að vegna skelfilegrar skuldastöðu hafi félagið ekki efni á Norðmanninum. Raiola er sagður hafa fundað með forráðamönnum Barcelona og Real Madrid síðasta sumar, sem og hjá Manchester City og Manchester United. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Sjá meira
Frá þessu greinir hið virta blað The Times í dag. Haaland er með samning við þýska félagið Dortmund sem gildir til ársins 2024. Hins vegar er í samningnum klásúla sem gerir félögum kleift að kaupa hann fyrir 75 milljónir punda en sú klásúla virkjast næsta sumar. Hinn 21 árs gamli Haaland er samkvæmt The Times efstur á lista City yfir leikmenn sem félagið vill fá. Faðir hans, Alf-Inge Haaland, lék með City á árunum 2000-2003 og þar áður með Leeds þar sem Erling fæddist. Á leið úr Nike í Puma? The Times tekur einnig fram að Alf-Inge sé góður vinur Björns Gulden, norsks framkvæmdastjóra íþróttavöruframleiðandans Puma, og að Puma hyggist semja við Erling þegar samningur hans við Nike renni út í janúar. City leikur í búningi frá Puma. Breska blaðið bendir á að Pep Guardiola vanti hreinræktaða „níu“ í sinn leikmannahóp og vilji landa heimsklassa framherja eftir að ekki tókst að landa Harry Kane frá Tottenham í sumar. Haaland hefur skorað 68 mörk í 67 leikjum alls fyrir Dortmund síðan hann kom til félagsins frá Red Bull Salzburg árið 2020. Manchester City horfði á eftir Sergio Agüero til Barcelona í sumar og fyllti ekki í hans skarð. Barcelona er eitt þeirra félaga sem orðuð hafa verið við Haaland en varaforseti félagsins hefur nú sagt að vegna skelfilegrar skuldastöðu hafi félagið ekki efni á Norðmanninum. Raiola er sagður hafa fundað með forráðamönnum Barcelona og Real Madrid síðasta sumar, sem og hjá Manchester City og Manchester United.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Sjá meira