Klassíkin: Freespace 2 Samúel Karl Ólason skrifar 26. október 2021 08:45 Geimskipið Colossus úr leiknum. Fyrir mörgum, mörgum árum, í sömu stjörnuþoku og við erum í núna, var ákveðin tegund tölvuleikja mjög vinsæl. Þeir tölvuleikir settu spilara í sæti geimflaugaorrustumanna, sem börðust með gleðipinna í einni hendi og hina á lyklaborði. Við erum að tala um leiki eins og Star-Wars X-Wing seríuna, Wing Commander og auðvitað Freespace leikina, samt ekki. Hér vil ég sérstaklega tala um Freespace 2, sem ég tel hátind þessarar leikjabylgju. Freespace 2 kom út árið 1998. Margir átta sig ef til vill ekki á því en leikurinn var framhald leiksins Descent: FreeSpace og var framleiddur á minna en einu ári. Hann floppaði þó allsvakalega meðal leikjaspilara. Gagnrýnendur fóru fögrum orðum um leikinn en fáir keyptu hann. Það eru mér gleðifréttir hve leikir sem þessir virðast hafa snúið aftur á undanförnum árum, með mismiklum vinsældum þó. Má nefna leiki eins og Elite Dangerous og Star Wars Squadrons í þeim flokki. Ég hef þó spilað þessa leiki mismikið en sný einhvern veginn alltaf aftur til Freespace 2. Einfaldlega af því að hann er geggjaður. Leikurinn setur spilara í spor mennsks flugmanns sem þarf að berjast gegn uppreisn annarra manna gegn bandalagi manna og geimvera sem kallast Vesudans. Í miðri byltingunni snúa þó ofur-geimverurnar, Shivans (óvinirnir úr fyrri leiknum), aftur og hefja stórsókn gegn bæði mönnum og Vesudans sem eiga í vök að verjast. Stórar orrustur Spilarar taka þátt í stærðarinnar geimorrustum, þar sem fjölmargar geim-orrustuflaugar berjast auk stærðarinnar geimskipa og heilu geimstöðvanna. Spilarar byrja lágt settir og þurfa að taka við skipunum en seinna í leiknum þurfa þeir að stýra svo gott sem heilu flotunum og gefa öðrum flugmönnum skipanir. Það var oft mikill hasar í orrustum leiksins og saga hans er merkilega góð. Samhliða hærri tign fá spilarar aðgang að fleiri geim-orrustuflaugum með mismunandi áherslum og mismunandi vopnum sem þeir geta notað í samhengi við hvaða verkefni þeir fá. Rétt val skiptir mál Mér er ávallt minnisstætt eitt borð þar sem spilarar fá það verkefni að verja geimstöð gegn umfangsmikilli árás Shivans. Á meðan áhafnir stærri geimskipa berjast sín á milli þurftu spilarar að verjast smærri sprengjuflaugum. Það felur í sér að velja hraðskreiða geimflaug til að elta uppi og skjóta niður tundurskeyti þessara sprengjuflauga. Maður hefur töluverða stjórn yfir geimflaugunum sem maður stýrir og getur flutt orku á milli kerfa. Þannig er til að mynda hægt að flytja orku úr vopnum í vélar og fljúga þannig hraðar um. Sem er mikilvægt þegar maður er að spila sem interceptor, eins og það kallast á ensku (Hef ekki hugmynd um hvað það er á íslensku) Árið 2002 opinberaðu framleiðendur leiksins kóða hans og áhugasamir spilarar hafa haldið honum við í gegnum árin, uppfært og bætt við hann. Mod-samfélagið hefur verið mjög virkt í gegnum árin og það gerir leikinn vel þess virði í dag og Fresspace 2 lítur ekki út fyrir að hafa komið út árið 1998. Þó moddar hafi gert Freespace 2 fallegri sýnir upprunalegi leikurinn það að grafík þarf ekkert að líta út eins og bíómyndir til að vera góðir. Góð saga og góð spilun gerir mun meira fyrir leiki að mínu mati. Þar kemur maður ekki að tómum kofanum hjá Freespace 2. Spilunin er einföld en merkilega góð. Stýrðu orrustuflauginni og skjóttu aðra. Passaðu þig samt á stóru skipunum, því þau geta reynst manni erfið. Þau eru nefnilega flest með nokkurs konar haglabyssur sem geta farið hræðilega með mann ef maður á ekki næga orku í skjöldunum. Spilunin verður þó nokkuð flóknari þegar maður er farinn að þurfa að gefa öðrum flugmönnum skipanir og þarf maður stundum að vera mjög hraður á lyklaborðinu og það eru margir takkar sem maður þarf að læra á. Það getur reynst manni merkilega vel að gefa réttar skipanir og nýta hina flugmennina almennilega. Gleðipinninn heillar Það er eitthvað svo merkilega skemmtilegt við að munda gleðipinna. Það gerir gífurlega mikið fyrir fljúga-leiki, hvort sem maður er að reyna að fljúga flugvél, þyrlu eða geimskipi. Freespace 2 er að mínu mati hápunktur gleðipinnans og ég vona innilega að hann fái einhvers konar uppreisn æru. Ef þið sem slysist til að lesa þetta kjaftæði eruð sammála mér, þá mæli ég endregið með því að kíkja á Freespace 2. Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Við erum að tala um leiki eins og Star-Wars X-Wing seríuna, Wing Commander og auðvitað Freespace leikina, samt ekki. Hér vil ég sérstaklega tala um Freespace 2, sem ég tel hátind þessarar leikjabylgju. Freespace 2 kom út árið 1998. Margir átta sig ef til vill ekki á því en leikurinn var framhald leiksins Descent: FreeSpace og var framleiddur á minna en einu ári. Hann floppaði þó allsvakalega meðal leikjaspilara. Gagnrýnendur fóru fögrum orðum um leikinn en fáir keyptu hann. Það eru mér gleðifréttir hve leikir sem þessir virðast hafa snúið aftur á undanförnum árum, með mismiklum vinsældum þó. Má nefna leiki eins og Elite Dangerous og Star Wars Squadrons í þeim flokki. Ég hef þó spilað þessa leiki mismikið en sný einhvern veginn alltaf aftur til Freespace 2. Einfaldlega af því að hann er geggjaður. Leikurinn setur spilara í spor mennsks flugmanns sem þarf að berjast gegn uppreisn annarra manna gegn bandalagi manna og geimvera sem kallast Vesudans. Í miðri byltingunni snúa þó ofur-geimverurnar, Shivans (óvinirnir úr fyrri leiknum), aftur og hefja stórsókn gegn bæði mönnum og Vesudans sem eiga í vök að verjast. Stórar orrustur Spilarar taka þátt í stærðarinnar geimorrustum, þar sem fjölmargar geim-orrustuflaugar berjast auk stærðarinnar geimskipa og heilu geimstöðvanna. Spilarar byrja lágt settir og þurfa að taka við skipunum en seinna í leiknum þurfa þeir að stýra svo gott sem heilu flotunum og gefa öðrum flugmönnum skipanir. Það var oft mikill hasar í orrustum leiksins og saga hans er merkilega góð. Samhliða hærri tign fá spilarar aðgang að fleiri geim-orrustuflaugum með mismunandi áherslum og mismunandi vopnum sem þeir geta notað í samhengi við hvaða verkefni þeir fá. Rétt val skiptir mál Mér er ávallt minnisstætt eitt borð þar sem spilarar fá það verkefni að verja geimstöð gegn umfangsmikilli árás Shivans. Á meðan áhafnir stærri geimskipa berjast sín á milli þurftu spilarar að verjast smærri sprengjuflaugum. Það felur í sér að velja hraðskreiða geimflaug til að elta uppi og skjóta niður tundurskeyti þessara sprengjuflauga. Maður hefur töluverða stjórn yfir geimflaugunum sem maður stýrir og getur flutt orku á milli kerfa. Þannig er til að mynda hægt að flytja orku úr vopnum í vélar og fljúga þannig hraðar um. Sem er mikilvægt þegar maður er að spila sem interceptor, eins og það kallast á ensku (Hef ekki hugmynd um hvað það er á íslensku) Árið 2002 opinberaðu framleiðendur leiksins kóða hans og áhugasamir spilarar hafa haldið honum við í gegnum árin, uppfært og bætt við hann. Mod-samfélagið hefur verið mjög virkt í gegnum árin og það gerir leikinn vel þess virði í dag og Fresspace 2 lítur ekki út fyrir að hafa komið út árið 1998. Þó moddar hafi gert Freespace 2 fallegri sýnir upprunalegi leikurinn það að grafík þarf ekkert að líta út eins og bíómyndir til að vera góðir. Góð saga og góð spilun gerir mun meira fyrir leiki að mínu mati. Þar kemur maður ekki að tómum kofanum hjá Freespace 2. Spilunin er einföld en merkilega góð. Stýrðu orrustuflauginni og skjóttu aðra. Passaðu þig samt á stóru skipunum, því þau geta reynst manni erfið. Þau eru nefnilega flest með nokkurs konar haglabyssur sem geta farið hræðilega með mann ef maður á ekki næga orku í skjöldunum. Spilunin verður þó nokkuð flóknari þegar maður er farinn að þurfa að gefa öðrum flugmönnum skipanir og þarf maður stundum að vera mjög hraður á lyklaborðinu og það eru margir takkar sem maður þarf að læra á. Það getur reynst manni merkilega vel að gefa réttar skipanir og nýta hina flugmennina almennilega. Gleðipinninn heillar Það er eitthvað svo merkilega skemmtilegt við að munda gleðipinna. Það gerir gífurlega mikið fyrir fljúga-leiki, hvort sem maður er að reyna að fljúga flugvél, þyrlu eða geimskipi. Freespace 2 er að mínu mati hápunktur gleðipinnans og ég vona innilega að hann fái einhvers konar uppreisn æru. Ef þið sem slysist til að lesa þetta kjaftæði eruð sammála mér, þá mæli ég endregið með því að kíkja á Freespace 2.
Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira