Eina með Gaupa: Bjargvættur handboltans í Eyjum veðjaði á heimafólkið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2021 11:30 Magnús Bragason ræðir við Gaupa en til hægri fagna Eyjamenn einum af mörgum titlum liðsins á síðustu árum. Samsett/S2 Sport&Daníel Guðjón Guðmundsson verður með reglulegan dagskrárlið í Seinni bylgjunni í vetur og í gær var frumsýnd nýjasta Eina innslagið hans Gaupa þar sem hann ræddi við Magnús Bragason, hótelstjóra og bjargvætt handboltans í Vestmannaeyjum. „ÍBV er eina stórveldið í handboltanum utan Stór-Reykjavíkursvæðsins. Það eru fáir sem vita að árið 2008 átti að leggja handboltann í Eyjum niður,“ sagði Guðjón Guðmundsson og kynnti til leiks manninn sem kom í veg fyrir að handboltinn í Vestmannaeyjum yrði lagður niður. „Magnús var formaður handknattleiksdeildar ÍBV frá 1997 til 2003 og aftur fékk hann deildina í fangið árið 2008 með tæpar fimmtíu milljónir í mínus og þá vildu menn leggja handboltann í Vestmannaeyjum niður,“ sagði Guðjón. Klippa: Seinni bylgjan: Eina og bjargvætturinn í Eyjum „Það var slæm staða og nógu erfitt er að reka handboltann fyrir hvað þá að draga svona háa skuld með sér. Við komum saman nokkur sem höfðum starfað í handboltanum áður og tókum ákvörðun um að keyra þetta áfram en á öðrum forsendum,“ sagði Magnús Bragason í viðtali við Gaupa. „Við keyrðum á heimamönnum og vissum að árangurinn myndi fara eitthvað niður. Það tókst vel, reksturinn jafnaði sig fljótt og við náðum betri árangri þar en við áttum von á. Við keyrðum á heimamönnum sem urðu svo uppistaðan að þessu gullaldarliði sem kom seinna,“ sagði Magnús. „Það gerðust svo margir hlutir sem komu okkur á óvart. Það voru allir tilbúnir að hjálpast að og það vissu allir að við værum í þessu erfiða verkefni. Við fengum styrki frá fyrirtækjum sem höfðu ekki gefið okkur styrki áður,“ sagði Magnús. 2013 komst ÍBV upp í efstu deild á ný og strax árið eftir varð liðið Íslandsmeistari eftir sigur á Haukum í oddaleik á Ásvöllum. Eyjamenn fagna bikarmeistaratitli sínum árið 2020. Kári Kristján Kristjánsson og Grétar Þór Eyþórsson lyfta bikarnum.Vísir/Daníel Þór „Þetta hvarflaði ekki að okkur þegar við vorum að fara í þessa vegferð. Þegar við erum þarna niðri og taka þessi erfiðu ár þá fjölgaði stuðningsmönnum. Það fjölgaði í Krókódílunum, stuðningsmannafélaginu okkar sem við höfðum stofnað 2003. Allar afar og ömmur, pabbar og mömmur, eltu heimafólkið á leiki. Það varð einhver kraftur til, skapaðist neisti sem við lifum enn á,“ sagði Magnús. Frá því að Magnús steig frá borði árið 2011 hefur ÍBV unnið átta stóra titla og starfið í Vestmannaeyjum blómstrar. Það má sjá allt viðtalið og alla umfjöllun Gaupa um björgunarafrek handboltans í Eyjum hér fyrir ofan. Olís-deild karla Mest lesið Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
„ÍBV er eina stórveldið í handboltanum utan Stór-Reykjavíkursvæðsins. Það eru fáir sem vita að árið 2008 átti að leggja handboltann í Eyjum niður,“ sagði Guðjón Guðmundsson og kynnti til leiks manninn sem kom í veg fyrir að handboltinn í Vestmannaeyjum yrði lagður niður. „Magnús var formaður handknattleiksdeildar ÍBV frá 1997 til 2003 og aftur fékk hann deildina í fangið árið 2008 með tæpar fimmtíu milljónir í mínus og þá vildu menn leggja handboltann í Vestmannaeyjum niður,“ sagði Guðjón. Klippa: Seinni bylgjan: Eina og bjargvætturinn í Eyjum „Það var slæm staða og nógu erfitt er að reka handboltann fyrir hvað þá að draga svona háa skuld með sér. Við komum saman nokkur sem höfðum starfað í handboltanum áður og tókum ákvörðun um að keyra þetta áfram en á öðrum forsendum,“ sagði Magnús Bragason í viðtali við Gaupa. „Við keyrðum á heimamönnum og vissum að árangurinn myndi fara eitthvað niður. Það tókst vel, reksturinn jafnaði sig fljótt og við náðum betri árangri þar en við áttum von á. Við keyrðum á heimamönnum sem urðu svo uppistaðan að þessu gullaldarliði sem kom seinna,“ sagði Magnús. „Það gerðust svo margir hlutir sem komu okkur á óvart. Það voru allir tilbúnir að hjálpast að og það vissu allir að við værum í þessu erfiða verkefni. Við fengum styrki frá fyrirtækjum sem höfðu ekki gefið okkur styrki áður,“ sagði Magnús. 2013 komst ÍBV upp í efstu deild á ný og strax árið eftir varð liðið Íslandsmeistari eftir sigur á Haukum í oddaleik á Ásvöllum. Eyjamenn fagna bikarmeistaratitli sínum árið 2020. Kári Kristján Kristjánsson og Grétar Þór Eyþórsson lyfta bikarnum.Vísir/Daníel Þór „Þetta hvarflaði ekki að okkur þegar við vorum að fara í þessa vegferð. Þegar við erum þarna niðri og taka þessi erfiðu ár þá fjölgaði stuðningsmönnum. Það fjölgaði í Krókódílunum, stuðningsmannafélaginu okkar sem við höfðum stofnað 2003. Allar afar og ömmur, pabbar og mömmur, eltu heimafólkið á leiki. Það varð einhver kraftur til, skapaðist neisti sem við lifum enn á,“ sagði Magnús. Frá því að Magnús steig frá borði árið 2011 hefur ÍBV unnið átta stóra titla og starfið í Vestmannaeyjum blómstrar. Það má sjá allt viðtalið og alla umfjöllun Gaupa um björgunarafrek handboltans í Eyjum hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Mest lesið Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira