Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir klukkan hálf sjö.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir klukkan hálf sjö. Vísir/Vilhelm

Farið verður yfir nýjustu fréttir frá Seyðisfirði í kvöldfréttum Stöðvar 2 en almannavarnir funduðu um stöðuna og rýmingar í bænum nú síðdegis. Rýmingu verður aflétt að hluta en áfram verður rýming í gildi á þeim húsum sem næst standa varnargarðinum og hættustig áfram í gildi.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Útilokað er að Alþingiskosningarnar verði dæmdar ólöglegar í heild vegna meðferðar kjörgagna í Norðvesturkjördæmi að mati dósents í lögfræði. Mikilvægt sé að Alþingi rannsaki og undirbúi niðurstöðu sína að kostgæfni. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum og rætt við mann sem er búinn að kæra kosningarnar – og telur að kjósa þurfi upp á nýtt á landinu öllu.

Óttar Kolbeinsson Proppé fréttamaður okkar sat aðalmeðferð í máli Jóns Baldvins Hannibalssonar í héraðsdómi í dag og mun fara yfir helstu vendingar þess í fréttatímanum. Farið er fram á að Jón Baldvin verði dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa káfað á rassi Carmenar Jóhannsdóttur á heimili hans á Spáni árið 2018.

Einnig verður rætt við framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins sem sakar borgarstjóra um villandi málflutning um lóðir í borginni auk þess sem við skoðum heimsendingu á mat með drónum og förum yfir gagnrýni aðstandenda á nálægð fluglínunnar svokölluðu við duftreitinn í Fossvogi.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×