Katrín Tanja gat bara ekki hætt að hlæja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2021 08:31 Það gekk erfiðlega hjá þeim Anníe Mist Þórisdóttur og Katrínu Tönju Davíðsdóttur að taka upp af því að Katrín Tanja var pikkföst í hláturskasti. Instagram/@dottiraudio Vinkonurnar og CrossFit stórstjörnurnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir eru ekki bara æfingafélagar heldur einnig viðskiptafélagar. Íslensku heimsmeistararnir telja nú niður í frumsýningu á nýjasta verkefni sínu en þær eru fara fyrir framleiðslu á nýjum þráðlausum heyrnartólum sem hafa fengið heitið Dóttir Audio. Eins og þær hafa verið frábærar fyrirmyndir á mögnuðu íþróttaferli sínum þar sem báðar hafa unnið tvo heimsmeistaratitla í CrossFit þá ætla þær líka að reyna að vera fyrirmyndir í því hvernig sé hægt að tengja íþróttaferla sína inn í viðskiptaheiminn. Með því eru þær að leggja grunninn að öðrum ferli eftir að keppnisferlinum lýkur. Þær hafa nýtt sér Dóttir vörumerkið áður og halda því nú áfram en nú hoppa þær inn í tækni- og hljóðheiminn. View this post on Instagram A post shared by Dottir (@dottiraudio) Þær Anníe og Katrín segjast hafa fengið hugmyndina að heyrnartólunum í göngutúr saman í London en markmiðið var að framleiða heyrnartól fyrir heimsklassa íþróttafólk sem vill æfa á fullu án utanaðkomandi truflunar. Katrín Tanja hafði síðan samband við gamlan skólafélaga hjá íslenska fyrirtækinu Strax sem hjálpaði þeim að koma þessu verkefni á hreyfingu. Í kynningunni Dóttir Audio segir að þar fari ekki aðeins öflug þráðlaus heyrnartól fyrir íþróttafólk heldur leggja þær mikla áherslu á vörumerki styðji við eflingu kvenna og jafnrétti. Katrín Tanja hefur verið á Íslandi síðustu vikur og það hefur gefið þeim tækifæri til að taka upp kynningarefni saman. Þar hefur verið gaman hjá þeim og svo gaman að það hefur stundum búið til smá vandræði. Það má meðal annars sjá hér fyrir ofan þegar Katrín Tanja gat hreinlega ekki hætt að hlæja. Báðar eru þær nú að telja niður á samfélagsmiðlum sínum og það styttist því í frumsýningu í vikunni. CrossFit Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Sjá meira
Íslensku heimsmeistararnir telja nú niður í frumsýningu á nýjasta verkefni sínu en þær eru fara fyrir framleiðslu á nýjum þráðlausum heyrnartólum sem hafa fengið heitið Dóttir Audio. Eins og þær hafa verið frábærar fyrirmyndir á mögnuðu íþróttaferli sínum þar sem báðar hafa unnið tvo heimsmeistaratitla í CrossFit þá ætla þær líka að reyna að vera fyrirmyndir í því hvernig sé hægt að tengja íþróttaferla sína inn í viðskiptaheiminn. Með því eru þær að leggja grunninn að öðrum ferli eftir að keppnisferlinum lýkur. Þær hafa nýtt sér Dóttir vörumerkið áður og halda því nú áfram en nú hoppa þær inn í tækni- og hljóðheiminn. View this post on Instagram A post shared by Dottir (@dottiraudio) Þær Anníe og Katrín segjast hafa fengið hugmyndina að heyrnartólunum í göngutúr saman í London en markmiðið var að framleiða heyrnartól fyrir heimsklassa íþróttafólk sem vill æfa á fullu án utanaðkomandi truflunar. Katrín Tanja hafði síðan samband við gamlan skólafélaga hjá íslenska fyrirtækinu Strax sem hjálpaði þeim að koma þessu verkefni á hreyfingu. Í kynningunni Dóttir Audio segir að þar fari ekki aðeins öflug þráðlaus heyrnartól fyrir íþróttafólk heldur leggja þær mikla áherslu á vörumerki styðji við eflingu kvenna og jafnrétti. Katrín Tanja hefur verið á Íslandi síðustu vikur og það hefur gefið þeim tækifæri til að taka upp kynningarefni saman. Þar hefur verið gaman hjá þeim og svo gaman að það hefur stundum búið til smá vandræði. Það má meðal annars sjá hér fyrir ofan þegar Katrín Tanja gat hreinlega ekki hætt að hlæja. Báðar eru þær nú að telja niður á samfélagsmiðlum sínum og það styttist því í frumsýningu í vikunni.
CrossFit Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Sjá meira