Breska lögreglan hefur rætt við Giuffre um Andrés Bretaprins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. október 2021 15:13 Giuffre er sögð hafa rætt við bresku lögregluna um Andrés Bretaprins og meint kynferðisofbeldi sem hann hafi beitt hana. EPA-EFE/ALBA VIGARAY Breskir rannsóknarlögreglumenn hafa tekið skýrslu af Virginiu Roberts Giuffre, konunni sem hefur sakað Andrés Bretaprins um að hafa nauðgað sér þegar hún var aðeins sautján ára gömul. Giuffre kærði Andrés fyrir nauðgun í ágúst og stuttu eftir það sagði Cressida Dick, lögreglusjóri í Lundúnum, í viðtali að enginn væri yfir lögin hafinn. Þá væri lögreglan með málið til rannsóknar. Lögreglan hefur þegar kannað málið tvisvar en nú þyrfti að meta hvort næg sönnunargögn séu til staðar og hvort málið falli yfir höfuð undir breskt valdsvið. Samkvæmt frétt The Sunday Times hefur Giuffre þegar rætt við bresku lögregluna um málið en hún býr í Ástralíu. Óljóst sé þó hvort um formlega skýrslutöku hafi verið að ræða. Prinsinn hefur ítrekað neitað ásökununum og Krúnan hefur lýst því yfir að áskanirnar séu falskar og byggðar á völtum grunni. Stækkuð mynd af Andrési og Giuffre. Á myndinni sést einnig Ghislaine Maxwell, sem hefur verið sökuð um að sjá Epstein og vinum hans fyrir ungum stúlkum. Getgátur eru uppi um að Epstein sjálfur hafi tekið myndina. Í kæru Giuffre gegn Andrési er hann sakaður um að hafa brotið kynferðislega á henni á heimili bresku athafnakonunnar Ghislaine Maxwell í Lundúnum og á heimilum í eigu auðkýfingsins Jeffrey Epstein. Giuffre heldur því fram að hún hafi verið „lánuð í kynferðislegum tilgangi“ af Epstein, sem var dæmdur kynferðisbrotamaður og var til rannsóknar fyrir mansal og kynferðisbrot áður en hann tók eigið líf í fangelsi árið 2019. Þá stendur aðalmeðferð í máli Maxwell yfir um þessar mundir en hún er talin hafa verið samverkakona Epsteins. Andrés prins þarf að bregðast við ákærunni fyrir 29. október næstkomandi en Giuffre hefur krafst þess að hann greiði henni miskabætur. Hversu háar er þó ekki tekið fram í kærunni. Kóngafólk Bretland Erlend sakamál Mál Jeffrey Epstein Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Lögmenn Andrésar fá trúnaðarsamning Giuffre og Epstein afhentan Dómstóll í Bandaríkjunum hefur heimilað að samningur milli Virginiu Giuffre og athafnamannsins Jeffrey Epstein, sem trúnaður hefur ríkt um, sé afhentur lögmönnum Andrésar Bretaprins. 7. október 2021 10:59 Búið að birta Andrési stefnu með lögmætum hætti Lögmenn Andrésar Bretaprins í Bandaríkjunum hafa gengist við því að honum hafi nú verið birt stefna með réttum hætti, í máli sem Virginia Giuffre hefur höfðað gegn honum. Giuffre sakar hertogann af Jórvík um kynferðisbrot og aðild að mansali. 25. september 2021 18:37 Ásakandi Andrésar getur birt honum stefnu vestra Dómari í New York í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu að kona sem sakar Andrés prins um að hafa níðst á sér þegar hún var undir lögaldri geti birt honum stefnu þar vestra. Lögmenn Andrésar reyna að þræta fyrir að honum hafi verið birt stefna konunnar í Bretlandi á lögmætan hátt. 17. september 2021 15:01 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Fleiri fréttir Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sjá meira
Giuffre kærði Andrés fyrir nauðgun í ágúst og stuttu eftir það sagði Cressida Dick, lögreglusjóri í Lundúnum, í viðtali að enginn væri yfir lögin hafinn. Þá væri lögreglan með málið til rannsóknar. Lögreglan hefur þegar kannað málið tvisvar en nú þyrfti að meta hvort næg sönnunargögn séu til staðar og hvort málið falli yfir höfuð undir breskt valdsvið. Samkvæmt frétt The Sunday Times hefur Giuffre þegar rætt við bresku lögregluna um málið en hún býr í Ástralíu. Óljóst sé þó hvort um formlega skýrslutöku hafi verið að ræða. Prinsinn hefur ítrekað neitað ásökununum og Krúnan hefur lýst því yfir að áskanirnar séu falskar og byggðar á völtum grunni. Stækkuð mynd af Andrési og Giuffre. Á myndinni sést einnig Ghislaine Maxwell, sem hefur verið sökuð um að sjá Epstein og vinum hans fyrir ungum stúlkum. Getgátur eru uppi um að Epstein sjálfur hafi tekið myndina. Í kæru Giuffre gegn Andrési er hann sakaður um að hafa brotið kynferðislega á henni á heimili bresku athafnakonunnar Ghislaine Maxwell í Lundúnum og á heimilum í eigu auðkýfingsins Jeffrey Epstein. Giuffre heldur því fram að hún hafi verið „lánuð í kynferðislegum tilgangi“ af Epstein, sem var dæmdur kynferðisbrotamaður og var til rannsóknar fyrir mansal og kynferðisbrot áður en hann tók eigið líf í fangelsi árið 2019. Þá stendur aðalmeðferð í máli Maxwell yfir um þessar mundir en hún er talin hafa verið samverkakona Epsteins. Andrés prins þarf að bregðast við ákærunni fyrir 29. október næstkomandi en Giuffre hefur krafst þess að hann greiði henni miskabætur. Hversu háar er þó ekki tekið fram í kærunni.
Kóngafólk Bretland Erlend sakamál Mál Jeffrey Epstein Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Lögmenn Andrésar fá trúnaðarsamning Giuffre og Epstein afhentan Dómstóll í Bandaríkjunum hefur heimilað að samningur milli Virginiu Giuffre og athafnamannsins Jeffrey Epstein, sem trúnaður hefur ríkt um, sé afhentur lögmönnum Andrésar Bretaprins. 7. október 2021 10:59 Búið að birta Andrési stefnu með lögmætum hætti Lögmenn Andrésar Bretaprins í Bandaríkjunum hafa gengist við því að honum hafi nú verið birt stefna með réttum hætti, í máli sem Virginia Giuffre hefur höfðað gegn honum. Giuffre sakar hertogann af Jórvík um kynferðisbrot og aðild að mansali. 25. september 2021 18:37 Ásakandi Andrésar getur birt honum stefnu vestra Dómari í New York í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu að kona sem sakar Andrés prins um að hafa níðst á sér þegar hún var undir lögaldri geti birt honum stefnu þar vestra. Lögmenn Andrésar reyna að þræta fyrir að honum hafi verið birt stefna konunnar í Bretlandi á lögmætan hátt. 17. september 2021 15:01 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Fleiri fréttir Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sjá meira
Lögmenn Andrésar fá trúnaðarsamning Giuffre og Epstein afhentan Dómstóll í Bandaríkjunum hefur heimilað að samningur milli Virginiu Giuffre og athafnamannsins Jeffrey Epstein, sem trúnaður hefur ríkt um, sé afhentur lögmönnum Andrésar Bretaprins. 7. október 2021 10:59
Búið að birta Andrési stefnu með lögmætum hætti Lögmenn Andrésar Bretaprins í Bandaríkjunum hafa gengist við því að honum hafi nú verið birt stefna með réttum hætti, í máli sem Virginia Giuffre hefur höfðað gegn honum. Giuffre sakar hertogann af Jórvík um kynferðisbrot og aðild að mansali. 25. september 2021 18:37
Ásakandi Andrésar getur birt honum stefnu vestra Dómari í New York í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu að kona sem sakar Andrés prins um að hafa níðst á sér þegar hún var undir lögaldri geti birt honum stefnu þar vestra. Lögmenn Andrésar reyna að þræta fyrir að honum hafi verið birt stefna konunnar í Bretlandi á lögmætan hátt. 17. september 2021 15:01