Margrét gerir upp æskuna á nýrri plötu Vök: „Villta vestrið í þessu tilviki er Akranes“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. október 2021 16:00 Nýja platan frá VÖK er uppgjör Margrétar við æskuárin. Dóra Dúna Hljómsveitin Vök hefur látið til sín taka í útgáfumálum á þessu ári og sendir nú frá sér EP plötuna, Feeding on a Tragedy. Nýjasta lagið heitir Running Wild. „Þetta lag er svona smásaga úr villta vestrinu. Villta vestrið í þessu tilviki er Akranes,“ segir Margrét Rán sem fæddist og ólst þar upp. Platan er hennar uppgjör við æskuárin. „Á uppvaxtaráranum mínum á Skaganum fannst mér ég aldrei passa inn. Ég þjáðist af innilokunarkennd og þráði að komast í burtu. Á endanum ákvað ég að elta draumana mína og fór. Þessi flóttatilfinning kraumar undir í textanum og er um leið hvatning til allra um að láta drauma sína rætast. Hamingjan er þess virði að hlaupa á eftir henni.” Hjómsveitin Vök hefur löngu getið sér gott orð fyrir draumkenndan og lagskiptan hljóðheim þar sem electro og indie poppi er blandað saman. „Tónlistarlega þá sóttumst við eftir því að gera eitthvað allt öðruvísi en áður. Við blönduðum saman hip hop takti með grámyglulegum gítar, smá kántrí og rafmagnssynta. Þetta var mótsagnakennd tilraun á sínum tíma en hún passar vel við textann og við erum ofboðslega ánægð með útkomuna.” Auk, Running Wild þá má finna lögin No Coffee at the Funeral, Skin og Lost in the Weekend sem hafa öll hafa fengið mikla útvarpsspilun. Hljóðblöndun lagsins Running Wild var í höndum David Wrench sem hefur meðal annars unnið með tónlistarfólki á borð við Jungle, David Byrne, Caribou og The XX. Þríeykið sem myndar Vök eru Margrét Rán söngkona og hljómborð, Einar Stef gítar- og bassaleikari og Bergur Dagbjartsson trommuleikari. Þau hafa unnið að plötugerðinni í hljóðverum sínum í Hafnarfirði og Reykjavík. Vök er að mála hjá alþjóðlega fyrirtækinu Nettwerk en gefa út undir eigin merkjum á Íslandi. Platan Feeding on a Tragedy er komin út á Spotify. Til gamans má geta að Bobby Breiðholt gerði grafík fyrir plötuumslagið ásamt tveimur öðrum á plötum sem komu út í dag, Mold með Emmsjé Gauta og Helga Sæmundi og Víðihlíð með Snorra Helgasyni. Í dag komu út þrjár plötur sem ég hef verið svo heppinn að fá að gera grafík fyrir. Lifi tónlistin! Til hamingju með daginn Gauti, Helgi, Vök fam, Snorri, Dóra Dúna, Eygló og öll sem komu að þessum plötum ❤️✨🥁✨❤️ pic.twitter.com/yxxr2CINWq— Bobby Breiðholt (@Breidholt) October 8, 2021 Tónlist Akranes Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Fleiri fréttir Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Þetta lag er svona smásaga úr villta vestrinu. Villta vestrið í þessu tilviki er Akranes,“ segir Margrét Rán sem fæddist og ólst þar upp. Platan er hennar uppgjör við æskuárin. „Á uppvaxtaráranum mínum á Skaganum fannst mér ég aldrei passa inn. Ég þjáðist af innilokunarkennd og þráði að komast í burtu. Á endanum ákvað ég að elta draumana mína og fór. Þessi flóttatilfinning kraumar undir í textanum og er um leið hvatning til allra um að láta drauma sína rætast. Hamingjan er þess virði að hlaupa á eftir henni.” Hjómsveitin Vök hefur löngu getið sér gott orð fyrir draumkenndan og lagskiptan hljóðheim þar sem electro og indie poppi er blandað saman. „Tónlistarlega þá sóttumst við eftir því að gera eitthvað allt öðruvísi en áður. Við blönduðum saman hip hop takti með grámyglulegum gítar, smá kántrí og rafmagnssynta. Þetta var mótsagnakennd tilraun á sínum tíma en hún passar vel við textann og við erum ofboðslega ánægð með útkomuna.” Auk, Running Wild þá má finna lögin No Coffee at the Funeral, Skin og Lost in the Weekend sem hafa öll hafa fengið mikla útvarpsspilun. Hljóðblöndun lagsins Running Wild var í höndum David Wrench sem hefur meðal annars unnið með tónlistarfólki á borð við Jungle, David Byrne, Caribou og The XX. Þríeykið sem myndar Vök eru Margrét Rán söngkona og hljómborð, Einar Stef gítar- og bassaleikari og Bergur Dagbjartsson trommuleikari. Þau hafa unnið að plötugerðinni í hljóðverum sínum í Hafnarfirði og Reykjavík. Vök er að mála hjá alþjóðlega fyrirtækinu Nettwerk en gefa út undir eigin merkjum á Íslandi. Platan Feeding on a Tragedy er komin út á Spotify. Til gamans má geta að Bobby Breiðholt gerði grafík fyrir plötuumslagið ásamt tveimur öðrum á plötum sem komu út í dag, Mold með Emmsjé Gauta og Helga Sæmundi og Víðihlíð með Snorra Helgasyni. Í dag komu út þrjár plötur sem ég hef verið svo heppinn að fá að gera grafík fyrir. Lifi tónlistin! Til hamingju með daginn Gauti, Helgi, Vök fam, Snorri, Dóra Dúna, Eygló og öll sem komu að þessum plötum ❤️✨🥁✨❤️ pic.twitter.com/yxxr2CINWq— Bobby Breiðholt (@Breidholt) October 8, 2021
Tónlist Akranes Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Fleiri fréttir Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira