Launamunur mestur í karllægum starfsstéttum Rakel Sveinsdóttir skrifar 13. október 2021 07:02 Víðir Ragnarsson. Vísir/Vilhelm „Fljótt á litið virðist þetta mjög tengt hve störfin eru kynbundin, í skrifstofuhópnum eru konur í miklum meirihluta og þar er jöfnuðurinn meiri en því hærra sem hlutfall karla er í starfsstéttinni þá eykst ójöfnuðurinn meiri,“ segir Víðir Ragnarsson, forstöðumaður ráðgjafar hjá PayAnalytics um niðurstöður nýrrar rannsóknar á launamunum kynjanna. Í Atvinnulífinu í dag og á morgun er fjallað um ólíka nálgun á jafnréttismálum. Annars vegar kynbundinn launamun en hins vegar fjölbreytileika og ómeðvitaða hlutdrægni vinnustaða. Með puttann á púlsinum Rannsókn Hagstofunnar nær yfir tímabilið 2008 til 2020 og hefur Hagstofan gert tölurnar aðgengilegar á vef sínum. Atvinnulífið fékk Víði til að rýna í helstu niðurstöður og leggja mat á þá vegferð sem Ísland virðist á þegar kemur að því að meta og mæla kynbundinn launamun. Í þeim efnum segir Víðir að það hvernig við metum störf ólík eftir kyni skýri að mestum hluta kynbundna launamuninn. Forsætisráðuneytið hefur nú kynnt niðurstöður starfshóps um endurmat á kvennastörfum. Í niðurstöðum þess hóps er lagt til að teknar verði upp nýjar leiðir til að meta virði starfa og tryggja þar með að störfum sem skapa jafn mikið virði fyrir atvinnurekendur, sé umbunað eins. „Hér á Íslandi hefur hingað til verið farin sú leið að bera saman lík störf innan fyrirtækja og leiðrétta launamun innan sömu starfa. Það er gott og blessað og við erum að sjá leiðrétta launamuninn minnka hratt. Það nær þó ákveðið langt og leiðréttir ekki stóru orsökina fyrir launamuninum sem ólíkt verðmætamat starfa á mjög kynskiptum vinnumarkaði,“ segir Víðir. Víðir þekkir hins vegar vel til þessara mála víðs vegar í heiminum því í starfi sínu hjá PayAnalytics leiðbeinir hann fyrirtækjum erlendis og hér heima um leiðir til að mæla og bregðast við kynbundnum launamun. Þessi vegferð sem forsætisráðherra hefur markað með tillögum starfshópsins hljómar ekki ólík þeirri sem önnur lönd til að mynda Kanada, Svíþjóð og Nýja Sjáland hafa farið við að uppræta kynbundinn launamun. Þar hefur verið leitast við að leiðrétta launamun milli ólíkra starfa sem skapa sama virði,“ segir Víðir og bætir við: „Þó svo að breytingin sé hæg þá eru ýmislegt sem bendir til þess að löggjafinn sé með puttann á púlsinum varðandi að endurmeta virði kvennastarfa og fara þannig nær því að uppræta ástæður launamunarins.“ Víðir segir að sú leið sem forsætisráðherra hefur markað sé ekki ólík þeim leiðum sem farnar hafa verið í Kanada, Nýja Sjálandi og Svíþjóð til að uppræta betur kynbundinn launamun.Vísir/Vilhelm En hvað er rétt og hvað ekki? Þegar verið er að tala um kynbundinn launamun heyrist oft talað um óleiðréttan launamun og leiðréttan launamun. En ekki eru allir með á hreinu, hvernig ber þá að skilja þær tölur sem verið er að birta. Til útskýringar á þessu segir Víðir: Óleiðréttur launamunur, er munurinn á meðaltímakaupi karla og kvenna. Árið 2008 var þessi munur 20.5% en árið 2020 er hann 12,6% . Þróunin er hæg í átt að meiri jöfnuði, konur fá að meðaltali 12,6% minna greitt fyrir sín störf en karlar.“ Þegar verið er að tala um leiðréttan launamun eru tölurnar hins vegar mun lægri. Til dæmis sýna tölur úr umræddri könnun Hagstofunnar að leiðréttur launamunur mældist 4.1% árið 2020. Meginskýringin á þessu segir Víðir einfaldlega vera þá að konur og karlar eru í ólíkum störfum. Sem aftur þýðir að ábyrgð þeirra í störfum er ólík. Leiðréttur launamunur telst sá mælikvarði sem ber saman laun tveggja einstaklinga í sömu atvinnugrein, í sama starfi og með sambærilega menntun en af ólíku kyni. Launamunur kynja eftir starfsstéttum allt að 22% Í niðurstöðum Hagstofunnar er hægt að skoða óleiðréttan launamun eftir atvinnugreinum, starfsstéttum og hvort um opinberan eða almennan vinnumarkað er að ræða. „Ég skoðaði þessa þróun eftir starfsstéttum og það sem mér finnst helst áhugavert þar er hve mikill munur er á starfsstéttum. Árið 2020 var nánast enginn óleiðréttur launamunur hjá skrifstofufólki, hjá stjórnendum var hann 18%, hjá sérfræðingum 16% og í tæknistörfum var launamunurinn yfir 22%,“ segir Víðir, sem aftur bendir á að þarna er um launamun að ræða sem mælist sérstaklega í starfsstéttum þar sem hlutfall karla er hátt. Það er þó ekki þannig að alltaf halli á konurnar þegar mælingar eru gerðar. „Önnur könnun sem fyrirtæki sem eiga aðild að Mannauði, félags mannauðsfólks, sýndi leiðréttan launamun á bilinu 0,5% konum í vil og 2% körlum í vil,“ segir Víðir og bætir við: „Þarna ber að hafa í huga að fyrirtækin sjálf tilkynntu þær niðurstöður og þau leiðrétta fyrir þeim þáttum sem skýra laun innan hvers vinnustaðar og það geta verið aðrir þættir en Hagstofan notar í sínum mælingum.“ Vinnumarkaður Jafnréttismál Samfélagsleg ábyrgð Tengdar fréttir Konur sem berjast fyrir jafnrétti verða oft fyrir aðkasti „Ég vona að lagasetningin sé innlegg í þá viðhorfbreytingu sem byggir á að konur geti tekið þátt í kynferðislegri háttsemi án þess að eiga á hætti að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi. Það er ekki bara áfall og kostnaður fyrir einstaklinga sem fyrir slíku verða, heldur samfélagið og þannig atvinnulífið,” segir María Bjarnadóttir lögfræðingur, en hún skrifaði greiningagerðina fyrir íslensk stjórnvöld sem ný lög um stafrænt ofbeldi byggir á. 25. febrúar 2021 07:01 „Fengum ítrekað að heyra að það væru bara engar konur“ „Í atvinnulífinu er síaukin eftirspurn eftir fólki með þekkingu á netkerfum, hýsingu og þessum rekstrarhluta tæknarinnar. Það hefur verið fjölgun á konum sem sækja nám í tölvunarfræði og hugbúnaðarverkfræði en nám í kerfisstjórn hefur setið svolítið eftir. Þess vegna vildum við athuga hvort einhverjar konur þarna úti hefðu kannski áhuga á þessu,“ segir Þóra Rut Jónsdóttir sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Advania um það hvers vegna Advania, Íslandsbanki, NTV og Prómennt tóku höndum saman um að styrkja eina konu til náms í kerfisstjórnun. 10. febrúar 2021 07:00 „Ég sæki kraft, hugmyndir og gleði“ Gestir Heimsþings kvenleiðtoga segja þingið afar mikilvægt fyrir stjórnendur í atvinnulífinu og alla umræðu um jafnréttismálin. Þangað sækja stjórnendur sér fræðslu, þekkingu, dæmisögur, niðurstöður rannsókna auk innblásturs, kraft og gleði. 12. nóvember 2020 12:26 „Eigum samt enn langt í land“ Hanna Birna Kristjánsdóttir stjórnarformaður Heimsþings kvenleiðtoga segist afar stolt af þeim árangri sem Ísland hefur náð í jafnréttismálum. Staðan sé þó enn ekki nógu góð og hindranir meðal annars þær að enn hvíla heimilisstörf og barnauppeldi mun þyngra á konum en körlum. 11. nóvember 2020 07:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Í Atvinnulífinu í dag og á morgun er fjallað um ólíka nálgun á jafnréttismálum. Annars vegar kynbundinn launamun en hins vegar fjölbreytileika og ómeðvitaða hlutdrægni vinnustaða. Með puttann á púlsinum Rannsókn Hagstofunnar nær yfir tímabilið 2008 til 2020 og hefur Hagstofan gert tölurnar aðgengilegar á vef sínum. Atvinnulífið fékk Víði til að rýna í helstu niðurstöður og leggja mat á þá vegferð sem Ísland virðist á þegar kemur að því að meta og mæla kynbundinn launamun. Í þeim efnum segir Víðir að það hvernig við metum störf ólík eftir kyni skýri að mestum hluta kynbundna launamuninn. Forsætisráðuneytið hefur nú kynnt niðurstöður starfshóps um endurmat á kvennastörfum. Í niðurstöðum þess hóps er lagt til að teknar verði upp nýjar leiðir til að meta virði starfa og tryggja þar með að störfum sem skapa jafn mikið virði fyrir atvinnurekendur, sé umbunað eins. „Hér á Íslandi hefur hingað til verið farin sú leið að bera saman lík störf innan fyrirtækja og leiðrétta launamun innan sömu starfa. Það er gott og blessað og við erum að sjá leiðrétta launamuninn minnka hratt. Það nær þó ákveðið langt og leiðréttir ekki stóru orsökina fyrir launamuninum sem ólíkt verðmætamat starfa á mjög kynskiptum vinnumarkaði,“ segir Víðir. Víðir þekkir hins vegar vel til þessara mála víðs vegar í heiminum því í starfi sínu hjá PayAnalytics leiðbeinir hann fyrirtækjum erlendis og hér heima um leiðir til að mæla og bregðast við kynbundnum launamun. Þessi vegferð sem forsætisráðherra hefur markað með tillögum starfshópsins hljómar ekki ólík þeirri sem önnur lönd til að mynda Kanada, Svíþjóð og Nýja Sjáland hafa farið við að uppræta kynbundinn launamun. Þar hefur verið leitast við að leiðrétta launamun milli ólíkra starfa sem skapa sama virði,“ segir Víðir og bætir við: „Þó svo að breytingin sé hæg þá eru ýmislegt sem bendir til þess að löggjafinn sé með puttann á púlsinum varðandi að endurmeta virði kvennastarfa og fara þannig nær því að uppræta ástæður launamunarins.“ Víðir segir að sú leið sem forsætisráðherra hefur markað sé ekki ólík þeim leiðum sem farnar hafa verið í Kanada, Nýja Sjálandi og Svíþjóð til að uppræta betur kynbundinn launamun.Vísir/Vilhelm En hvað er rétt og hvað ekki? Þegar verið er að tala um kynbundinn launamun heyrist oft talað um óleiðréttan launamun og leiðréttan launamun. En ekki eru allir með á hreinu, hvernig ber þá að skilja þær tölur sem verið er að birta. Til útskýringar á þessu segir Víðir: Óleiðréttur launamunur, er munurinn á meðaltímakaupi karla og kvenna. Árið 2008 var þessi munur 20.5% en árið 2020 er hann 12,6% . Þróunin er hæg í átt að meiri jöfnuði, konur fá að meðaltali 12,6% minna greitt fyrir sín störf en karlar.“ Þegar verið er að tala um leiðréttan launamun eru tölurnar hins vegar mun lægri. Til dæmis sýna tölur úr umræddri könnun Hagstofunnar að leiðréttur launamunur mældist 4.1% árið 2020. Meginskýringin á þessu segir Víðir einfaldlega vera þá að konur og karlar eru í ólíkum störfum. Sem aftur þýðir að ábyrgð þeirra í störfum er ólík. Leiðréttur launamunur telst sá mælikvarði sem ber saman laun tveggja einstaklinga í sömu atvinnugrein, í sama starfi og með sambærilega menntun en af ólíku kyni. Launamunur kynja eftir starfsstéttum allt að 22% Í niðurstöðum Hagstofunnar er hægt að skoða óleiðréttan launamun eftir atvinnugreinum, starfsstéttum og hvort um opinberan eða almennan vinnumarkað er að ræða. „Ég skoðaði þessa þróun eftir starfsstéttum og það sem mér finnst helst áhugavert þar er hve mikill munur er á starfsstéttum. Árið 2020 var nánast enginn óleiðréttur launamunur hjá skrifstofufólki, hjá stjórnendum var hann 18%, hjá sérfræðingum 16% og í tæknistörfum var launamunurinn yfir 22%,“ segir Víðir, sem aftur bendir á að þarna er um launamun að ræða sem mælist sérstaklega í starfsstéttum þar sem hlutfall karla er hátt. Það er þó ekki þannig að alltaf halli á konurnar þegar mælingar eru gerðar. „Önnur könnun sem fyrirtæki sem eiga aðild að Mannauði, félags mannauðsfólks, sýndi leiðréttan launamun á bilinu 0,5% konum í vil og 2% körlum í vil,“ segir Víðir og bætir við: „Þarna ber að hafa í huga að fyrirtækin sjálf tilkynntu þær niðurstöður og þau leiðrétta fyrir þeim þáttum sem skýra laun innan hvers vinnustaðar og það geta verið aðrir þættir en Hagstofan notar í sínum mælingum.“
Vinnumarkaður Jafnréttismál Samfélagsleg ábyrgð Tengdar fréttir Konur sem berjast fyrir jafnrétti verða oft fyrir aðkasti „Ég vona að lagasetningin sé innlegg í þá viðhorfbreytingu sem byggir á að konur geti tekið þátt í kynferðislegri háttsemi án þess að eiga á hætti að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi. Það er ekki bara áfall og kostnaður fyrir einstaklinga sem fyrir slíku verða, heldur samfélagið og þannig atvinnulífið,” segir María Bjarnadóttir lögfræðingur, en hún skrifaði greiningagerðina fyrir íslensk stjórnvöld sem ný lög um stafrænt ofbeldi byggir á. 25. febrúar 2021 07:01 „Fengum ítrekað að heyra að það væru bara engar konur“ „Í atvinnulífinu er síaukin eftirspurn eftir fólki með þekkingu á netkerfum, hýsingu og þessum rekstrarhluta tæknarinnar. Það hefur verið fjölgun á konum sem sækja nám í tölvunarfræði og hugbúnaðarverkfræði en nám í kerfisstjórn hefur setið svolítið eftir. Þess vegna vildum við athuga hvort einhverjar konur þarna úti hefðu kannski áhuga á þessu,“ segir Þóra Rut Jónsdóttir sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Advania um það hvers vegna Advania, Íslandsbanki, NTV og Prómennt tóku höndum saman um að styrkja eina konu til náms í kerfisstjórnun. 10. febrúar 2021 07:00 „Ég sæki kraft, hugmyndir og gleði“ Gestir Heimsþings kvenleiðtoga segja þingið afar mikilvægt fyrir stjórnendur í atvinnulífinu og alla umræðu um jafnréttismálin. Þangað sækja stjórnendur sér fræðslu, þekkingu, dæmisögur, niðurstöður rannsókna auk innblásturs, kraft og gleði. 12. nóvember 2020 12:26 „Eigum samt enn langt í land“ Hanna Birna Kristjánsdóttir stjórnarformaður Heimsþings kvenleiðtoga segist afar stolt af þeim árangri sem Ísland hefur náð í jafnréttismálum. Staðan sé þó enn ekki nógu góð og hindranir meðal annars þær að enn hvíla heimilisstörf og barnauppeldi mun þyngra á konum en körlum. 11. nóvember 2020 07:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Konur sem berjast fyrir jafnrétti verða oft fyrir aðkasti „Ég vona að lagasetningin sé innlegg í þá viðhorfbreytingu sem byggir á að konur geti tekið þátt í kynferðislegri háttsemi án þess að eiga á hætti að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi. Það er ekki bara áfall og kostnaður fyrir einstaklinga sem fyrir slíku verða, heldur samfélagið og þannig atvinnulífið,” segir María Bjarnadóttir lögfræðingur, en hún skrifaði greiningagerðina fyrir íslensk stjórnvöld sem ný lög um stafrænt ofbeldi byggir á. 25. febrúar 2021 07:01
„Fengum ítrekað að heyra að það væru bara engar konur“ „Í atvinnulífinu er síaukin eftirspurn eftir fólki með þekkingu á netkerfum, hýsingu og þessum rekstrarhluta tæknarinnar. Það hefur verið fjölgun á konum sem sækja nám í tölvunarfræði og hugbúnaðarverkfræði en nám í kerfisstjórn hefur setið svolítið eftir. Þess vegna vildum við athuga hvort einhverjar konur þarna úti hefðu kannski áhuga á þessu,“ segir Þóra Rut Jónsdóttir sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Advania um það hvers vegna Advania, Íslandsbanki, NTV og Prómennt tóku höndum saman um að styrkja eina konu til náms í kerfisstjórnun. 10. febrúar 2021 07:00
„Ég sæki kraft, hugmyndir og gleði“ Gestir Heimsþings kvenleiðtoga segja þingið afar mikilvægt fyrir stjórnendur í atvinnulífinu og alla umræðu um jafnréttismálin. Þangað sækja stjórnendur sér fræðslu, þekkingu, dæmisögur, niðurstöður rannsókna auk innblásturs, kraft og gleði. 12. nóvember 2020 12:26
„Eigum samt enn langt í land“ Hanna Birna Kristjánsdóttir stjórnarformaður Heimsþings kvenleiðtoga segist afar stolt af þeim árangri sem Ísland hefur náð í jafnréttismálum. Staðan sé þó enn ekki nógu góð og hindranir meðal annars þær að enn hvíla heimilisstörf og barnauppeldi mun þyngra á konum en körlum. 11. nóvember 2020 07:00