Aguero og Depay að kenna að Messi fór frá Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2021 11:00 Sergio Kun Aguero hefur ekki enn spilað fyrir Barcelona á leiktíðinni því hann meiddist á síðustu æfingu fyrir fyrsta leikinn. Getty/David S. Bustamante Barcelona hefði getað haldið Lionel Messi hjá félaginu að mati forseta La Liga en þá hefðu þeir þurft að sleppa því að ná í tvo stjörnuleikmenn í sumar. Javier Tebas, forseti spænsku deildarinnar, heldur áfram að tala um stöðuna hjá Barcelona sem er náttúrulega sorgleg þróun fyrir spænska fótboltann enda eitt heitasta vörumerkið í miklum vandræðum innan sem utan vallar. Stærstu vonbrigðin af þeim öllum var þó þegar félagið missti besta leikmanninn í sögu félagsins. Lionel Messi var búinn að semja og ætlaði að halda áfram en Barcelona kom nýja samningnum hans á endanum ekki undir launaþakið. LaLiga president Javier Tebas says Barcelona could have kept Lionel Messi if they hadn't signed Memphis Depay and Sergio Aguero https://t.co/skdvQ0jzCj— ESPN FC (@ESPNFC) October 5, 2021 Hinn 34 ára gamli Messi fór því til Frakklands og samdi við Paris Saint-Germain eins og flestir vita. Joan Laporta, forseti Barcelona, lýsti því yfir í ágúst að félagið hefði getað haldið Messi ef salan á tíu prósent hlut til CVC Capital Partners hefði gengið eftir. Sú sala hefði skilað Barcelona um 270 milljónum evra en Laporta neitaði að skrifa undir þann samning og taldi hann væri með því að veðsetja framtíð félagsins. Tebas benti aftur á móti á aðra staðreynd. Barcelona hefði vissulega getað haldið Messi með því að skrifa undir fyrrnefndan samning en einnig með því að sleppa því að semja við þá Memphis Depay og Sergio Aguero fyrr um sumarið. „Ég snæddi kvöldverð á heimili Laporta og hann samþykkti að skrifa undir CVC samninginn,“ sagði Javier Tebas sem telur að það hafi verið Florentino Perez, forseti Real Madrid, sem hafi þvingað Barcelona til að hætta við að skrifa undir. „Ég vissi ekki hvort það nægði til að klára samning Messi en fékk síðan seinna símtal frá Laporta sem vildi ganga frá samningnum sem fyrst. Hann sagði: Strákurinn [Messi] er orðinn stressaður,“ sagði Tebas. „Ég sagði við hann. Daginn sem samningurinn kemur fram í dagsljósið þá mun Florentino reyna að stoppa hann. Laporta sagði: nei, nei, ég hef karakter. Florentino styður þetta, ég efast ekki um það,“ hafði Tebas eftir forseta Barcelona. „Samkomulagið var að ef Barca skrifaði undir CVC samninginn þá hefðu þeir fengið fimmtán prósent peninganna til að semja við leikmenn. Þá hefðu þeir að mínu mati getað samið við Messi,“ sagði Tebas. „Laporta samdi aftur á móti við menn eins og Memphis, Aguero... ef hann hefði ekki samið við þessa menn þá hefði Messi getað verið áfram,“ sagði Tebas. Spænski boltinn Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira
Javier Tebas, forseti spænsku deildarinnar, heldur áfram að tala um stöðuna hjá Barcelona sem er náttúrulega sorgleg þróun fyrir spænska fótboltann enda eitt heitasta vörumerkið í miklum vandræðum innan sem utan vallar. Stærstu vonbrigðin af þeim öllum var þó þegar félagið missti besta leikmanninn í sögu félagsins. Lionel Messi var búinn að semja og ætlaði að halda áfram en Barcelona kom nýja samningnum hans á endanum ekki undir launaþakið. LaLiga president Javier Tebas says Barcelona could have kept Lionel Messi if they hadn't signed Memphis Depay and Sergio Aguero https://t.co/skdvQ0jzCj— ESPN FC (@ESPNFC) October 5, 2021 Hinn 34 ára gamli Messi fór því til Frakklands og samdi við Paris Saint-Germain eins og flestir vita. Joan Laporta, forseti Barcelona, lýsti því yfir í ágúst að félagið hefði getað haldið Messi ef salan á tíu prósent hlut til CVC Capital Partners hefði gengið eftir. Sú sala hefði skilað Barcelona um 270 milljónum evra en Laporta neitaði að skrifa undir þann samning og taldi hann væri með því að veðsetja framtíð félagsins. Tebas benti aftur á móti á aðra staðreynd. Barcelona hefði vissulega getað haldið Messi með því að skrifa undir fyrrnefndan samning en einnig með því að sleppa því að semja við þá Memphis Depay og Sergio Aguero fyrr um sumarið. „Ég snæddi kvöldverð á heimili Laporta og hann samþykkti að skrifa undir CVC samninginn,“ sagði Javier Tebas sem telur að það hafi verið Florentino Perez, forseti Real Madrid, sem hafi þvingað Barcelona til að hætta við að skrifa undir. „Ég vissi ekki hvort það nægði til að klára samning Messi en fékk síðan seinna símtal frá Laporta sem vildi ganga frá samningnum sem fyrst. Hann sagði: Strákurinn [Messi] er orðinn stressaður,“ sagði Tebas. „Ég sagði við hann. Daginn sem samningurinn kemur fram í dagsljósið þá mun Florentino reyna að stoppa hann. Laporta sagði: nei, nei, ég hef karakter. Florentino styður þetta, ég efast ekki um það,“ hafði Tebas eftir forseta Barcelona. „Samkomulagið var að ef Barca skrifaði undir CVC samninginn þá hefðu þeir fengið fimmtán prósent peninganna til að semja við leikmenn. Þá hefðu þeir að mínu mati getað samið við Messi,“ sagði Tebas. „Laporta samdi aftur á móti við menn eins og Memphis, Aguero... ef hann hefði ekki samið við þessa menn þá hefði Messi getað verið áfram,“ sagði Tebas.
Spænski boltinn Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira