Darri segir að körfuboltinn sé að berjast fyrir tilverurétti sínum hjá Val Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2021 14:00 Kjartan Atli Kjartansson biður sérfræðinga sína að staðsetja pressuna á þjálfara Val á hitamæli Körfuboltakvölds. Skjámynd/S2 Sport Darri Freyr Atlason var í sínum fyrsta þætti af Körfuboltakvöldi í gær og þar fékk hann það verkefni ásamt hinum sérfræðingunum að meta það hversu mikil pressa væri á þjálfurum úrvalsdeildar karla fyrir fyrsta leik. Farið var yfir öll tólf lið deildarinnar og margir höfðu eflaust mikinn áhuga á að heyra mat Darra á pressunni á Hlíðarenda og út í KR en hann þekkir mjög vel til á báðum stöðum. Teitur Örlygsson er á því að það sé engin pressa á Helga Má Magnússon, nýráðnum þjálfara KR-liðsins. Sævar Sævarsson, Darri Freyr Atlason og Teitur Örlygsson voru sérfræðingar þáttarins.Skjámynd/S2 Sport „Það er engin pressa á Helga og Helgi fær alla þolinmæði í heimi núna með alla þessa ungu stráka og að byrja sinn þjálfaraferli. Ég held að það sé ekki kröfur um titil inn í KR núna,“ sagði Teitur og Darri byrjaði eiginlega bara að hlæja. Annar auli klúðraði þessu sögulega gengi „Ég myndi aldrei setja KR-liðið á græna litinn á svona hitakorti. Auðvitað er þetta öðruvísi tímabil núna því það var einhver annar auli sem klúðraði þessu sögulega gengi og hann er ekki með það á bakinu,“ sagði Darri sem þjálfari einmitt KR í fyrra þegar sjö ára sigurganga liðsins endaði. „Það er ekki pressa á titil en er ekki pressa á það að vera ekki að fara með KR það neðarlega að þetta verður svona vandræðalegt,“ sagði Sævar Sævarsson. „Það var dramatík þegar Ingi fór þarna og þeir nenna ekki meiri dramatík í bili. Ég held að Helgi fái bara frið til þess að gera þetta og sjá hvað KR gerir á þessu ári. Svo taka þeir ákvörðun eftir það,“ sagði Teitur. Það var annað hljóð í þeim gagnvart Valsliðinu og Finni Frey Stefánssyni. Sævar vildi þó ekki ganga eins langt og Darri. Klippa: Körfuboltakvöld: Hitamælir á þjálfarastörfum KR og Vals „Mér finnst einhvern veginn þannig ára yfir körfuboltaklúbbnum þarna gagnvart handboltanum og fótboltanum, að það sé ekkert svo mikil pressa á þjálfaranum. Þeir eru með einn af topp þremur þjálfurum í deildinni í dag og ég held að það sé enginn þarna með pressu á þjálfaranum,“ sagði Sævar Sævarsson sem benti á það að félagið fer inn í tímabilið án þess að vera með bandarískan leikmann í liðinu. Ekki meiri pressa á neinum öðrum þjálfara „Fyrir mér er ekki meiri pressa á neinum þjálfara heldur en Finni. Mér finnst það alveg í hans verkahring líka að setja rétta pressu á fólkið sem hann er að vinna með til þess að vera með eins gott lið í höndunum og hann getur verið með„ ,“ sagði Darri og vísar þar í það að Valsmenn mæta kanalausir til leiks. Þeir hafa aftur á móti fengið til síns sterka erlenda leikmenn. „Þegar ég hugsa til árangursins sem hann á að ná með þetta Valslið. Með þennan hóp eiga bara að verða Íslandsmeistarar og ekki að vera að pæla í neinu öðru,“ sagði Darri. „Sjáið hvernig hann var í fyrra, kom alltaf í viðtöl og var að draga úr þessu öllu. Ekki kemur pressan frá þessum hundrað áhorfendum sem mættu á leikina í úrslitakeppnina,“ sagði Sævar. Voru ekki lengi að jafna sig í vor „Valur þekkir ekkert annað en að eyða fullt af peningum í íþróttalið. Það er ekki eins og þetta sé Þór Akureyri eða eitthvað. Ég held að þetta sé ekki alveg eins og í handboltanum og fótboltanum í Val þar sem er rosaleg pressa og þvílík sigurhefð. Ég held að það sé ekki svoleiðis í körfunni,“ sagði Teitur sem segir að Valsmenn hafi örugglega ekki verið lengi að jafna sig eftir að þeir duttu út á móti KR í vor. „Ég er sammála því að þeir hafi ekki verið lengi að jafna sig. Pressan er að körfuboltadeildin fái að lifa innan þessa batteríis. Það þarf eitthvað að fara að gerast þar til þess að Valur nenni að vera með alvöru körfuboltalið. Það kallar á mikla fjárfestingu og ef þeir vinna ekki bikara þá er þerra ekki í boði á Hlíðarenda,“ sagði Darri. Það má horfa á alla umræðuna um KR og Val hér fyrir ofan. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Valur KR Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Farið var yfir öll tólf lið deildarinnar og margir höfðu eflaust mikinn áhuga á að heyra mat Darra á pressunni á Hlíðarenda og út í KR en hann þekkir mjög vel til á báðum stöðum. Teitur Örlygsson er á því að það sé engin pressa á Helga Má Magnússon, nýráðnum þjálfara KR-liðsins. Sævar Sævarsson, Darri Freyr Atlason og Teitur Örlygsson voru sérfræðingar þáttarins.Skjámynd/S2 Sport „Það er engin pressa á Helga og Helgi fær alla þolinmæði í heimi núna með alla þessa ungu stráka og að byrja sinn þjálfaraferli. Ég held að það sé ekki kröfur um titil inn í KR núna,“ sagði Teitur og Darri byrjaði eiginlega bara að hlæja. Annar auli klúðraði þessu sögulega gengi „Ég myndi aldrei setja KR-liðið á græna litinn á svona hitakorti. Auðvitað er þetta öðruvísi tímabil núna því það var einhver annar auli sem klúðraði þessu sögulega gengi og hann er ekki með það á bakinu,“ sagði Darri sem þjálfari einmitt KR í fyrra þegar sjö ára sigurganga liðsins endaði. „Það er ekki pressa á titil en er ekki pressa á það að vera ekki að fara með KR það neðarlega að þetta verður svona vandræðalegt,“ sagði Sævar Sævarsson. „Það var dramatík þegar Ingi fór þarna og þeir nenna ekki meiri dramatík í bili. Ég held að Helgi fái bara frið til þess að gera þetta og sjá hvað KR gerir á þessu ári. Svo taka þeir ákvörðun eftir það,“ sagði Teitur. Það var annað hljóð í þeim gagnvart Valsliðinu og Finni Frey Stefánssyni. Sævar vildi þó ekki ganga eins langt og Darri. Klippa: Körfuboltakvöld: Hitamælir á þjálfarastörfum KR og Vals „Mér finnst einhvern veginn þannig ára yfir körfuboltaklúbbnum þarna gagnvart handboltanum og fótboltanum, að það sé ekkert svo mikil pressa á þjálfaranum. Þeir eru með einn af topp þremur þjálfurum í deildinni í dag og ég held að það sé enginn þarna með pressu á þjálfaranum,“ sagði Sævar Sævarsson sem benti á það að félagið fer inn í tímabilið án þess að vera með bandarískan leikmann í liðinu. Ekki meiri pressa á neinum öðrum þjálfara „Fyrir mér er ekki meiri pressa á neinum þjálfara heldur en Finni. Mér finnst það alveg í hans verkahring líka að setja rétta pressu á fólkið sem hann er að vinna með til þess að vera með eins gott lið í höndunum og hann getur verið með„ ,“ sagði Darri og vísar þar í það að Valsmenn mæta kanalausir til leiks. Þeir hafa aftur á móti fengið til síns sterka erlenda leikmenn. „Þegar ég hugsa til árangursins sem hann á að ná með þetta Valslið. Með þennan hóp eiga bara að verða Íslandsmeistarar og ekki að vera að pæla í neinu öðru,“ sagði Darri. „Sjáið hvernig hann var í fyrra, kom alltaf í viðtöl og var að draga úr þessu öllu. Ekki kemur pressan frá þessum hundrað áhorfendum sem mættu á leikina í úrslitakeppnina,“ sagði Sævar. Voru ekki lengi að jafna sig í vor „Valur þekkir ekkert annað en að eyða fullt af peningum í íþróttalið. Það er ekki eins og þetta sé Þór Akureyri eða eitthvað. Ég held að þetta sé ekki alveg eins og í handboltanum og fótboltanum í Val þar sem er rosaleg pressa og þvílík sigurhefð. Ég held að það sé ekki svoleiðis í körfunni,“ sagði Teitur sem segir að Valsmenn hafi örugglega ekki verið lengi að jafna sig eftir að þeir duttu út á móti KR í vor. „Ég er sammála því að þeir hafi ekki verið lengi að jafna sig. Pressan er að körfuboltadeildin fái að lifa innan þessa batteríis. Það þarf eitthvað að fara að gerast þar til þess að Valur nenni að vera með alvöru körfuboltalið. Það kallar á mikla fjárfestingu og ef þeir vinna ekki bikara þá er þerra ekki í boði á Hlíðarenda,“ sagði Darri. Það má horfa á alla umræðuna um KR og Val hér fyrir ofan.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Valur KR Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum