Innlent

Rýmingar enn í gildi í Þingeyjarsveit

Kjartan Kjartansson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa
Skriður féllu aðfaranótt 4. október 2021 við bæinn Þóroddsstaði í Útkinn.
Skriður féllu aðfaranótt 4. október 2021 við bæinn Þóroddsstaði í Útkinn. Lögreglan á Norðurlandi eystra

Ákveðið var að rýmingar bæja í Útkinn í Þingeyjarsveit yrðu áfram í gildi eftir fund almannavarna, lögreglunnar á Norðurlandi eystra og veðurfræðninga nú síðdegis. Enn rignir töluvert á svæðinu en skriður féllu þar í gærkvöldi og nótt.

Bæir í Útkinn og Kinn í Þingeyjarsveit voru rýmdir um helgina vegna aurskriðna sem féllu þar. Gríðarleg úrkoma féll á laugardag og sunnudag. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir við Vísi að enn rigni talsvert á svæðinu, bæði við ytri bæina og þá innri. Því hafi verið ákveðið að halda ástandinu óbreyttu þar.

Elín Björk segist ekki hafa heyrt af frekari skriðuföllum á svæðinu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×