Á vef Veðurstofunnar segir að skriðurnar hafi komið í ljós þegar þurfti að koma bændum að bæjum til að sinna skepnum.
„Spáð er úrkomulitlu veðri fram yfir hádegi en svo snýst í N-átt með vætu seinnipartinn.
Enn er rýming í gildi á svæðinu en staðan verður endurmetin með Almannavörnum síðar í dag,“ segir í tilkynningunni.
