Stöngin út þegar Brady bætti met og fagnaði sigri á gamla heimavellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. október 2021 10:00 Tom Brady hafði ástæðu til að brosa eftir sigur Tampa Bay Buccaneers í Foxborough í nótt. Getty/Maddie Meyer Tom Brady valdi heldur betur staðinn til að verða sá leikstjórnandi sem hefur kastað boltanum fyrir flesta jarda en það gerði hann í sigurleik á heimavelli New England Patriots í nótt. Bandaríkjamenn kunna að búa til móment og það var því engin tilviljun að Brady var að spila á Gillette leikvanginum í Foxborough þegar spámenn sáu þetta met falla. Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers unnu 19-17 sigur á Patriots þar sem sparkarinn Ryan Succop sem skoraði vallarmarkið sem að lokum skildi á milli liðanna. From 56 yards out.... so close. : #TBvsNE on NBC : https://t.co/50pf7DlJse pic.twitter.com/NfdQM9KOgi— NFL (@NFL) October 4, 2021 Þar með var ekki öll sagan sögð því Patriots liðið fór upp völlinn og fékk sitt tækifæri til að skora sigurvallarmark þegar 55 sekúndur voru eftir af leiknum. 56 jarda vallarmarkstilraun Nick Folk fór hins vegar í stöngina og út sem þýddi að Tampa Bay vann leikinn. Brady þurfti 68 jarda til að bætta sendingamet Drew Brees og kastaði alls 269 jarda. Brady náði þó ekki að senda snertimarkssendingu í leiknum. Aðdragandi leiksins snerist nær eingöngu um Tom Brady og hans gamla þjálfara Bill Belichick, sem þjálfar enn Patriots. Það hefur aftur á móti lítið gengið í New England síðan að liðið missti Brady. Nothing but love between @TomBrady and his former @Patriots teammates and coaches. #TheReturn pic.twitter.com/YaxnqNVZwM— NFL (@NFL) October 4, 2021 „Ég er ekkert að fara tárast hérna. Ég hef þegar farið í gegnum það. Þetta var heimili mitt í tuttugu ár og ég á bestu minningarnar héðan,“ sagði Tom Brady. „Ég get aðeins kastað boltanum ennþá og ég er ánægður að ég er með nokkra með mér sem geta gripið þá. Þetta er skemmtilegt met að eiga en maður nær engum árangri í þessari íþrótta nema að hafa ótrúlega liðsfélaga. Strákarnir stóðu sig frábærlega í að grípa bolta frá mér í 22 ár,“ sagði Brady. Brady vann sex meistaratitla með New England Patriots liðinu á tuttugu árum og leikurinn í nótt var í fyrsta sinn sem hann spilaði sem leikmaður Tampa Bay Buccaneers á gamla heimavellinum. "I'll be part of this community for a long time."#ForeverNE (via @SNFonNBC) pic.twitter.com/WhyCHOpiM8— NFL (@NFL) October 4, 2021 NFL Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Bjarni með tólf og KA vann meistarana „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Sjá meira
Bandaríkjamenn kunna að búa til móment og það var því engin tilviljun að Brady var að spila á Gillette leikvanginum í Foxborough þegar spámenn sáu þetta met falla. Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers unnu 19-17 sigur á Patriots þar sem sparkarinn Ryan Succop sem skoraði vallarmarkið sem að lokum skildi á milli liðanna. From 56 yards out.... so close. : #TBvsNE on NBC : https://t.co/50pf7DlJse pic.twitter.com/NfdQM9KOgi— NFL (@NFL) October 4, 2021 Þar með var ekki öll sagan sögð því Patriots liðið fór upp völlinn og fékk sitt tækifæri til að skora sigurvallarmark þegar 55 sekúndur voru eftir af leiknum. 56 jarda vallarmarkstilraun Nick Folk fór hins vegar í stöngina og út sem þýddi að Tampa Bay vann leikinn. Brady þurfti 68 jarda til að bætta sendingamet Drew Brees og kastaði alls 269 jarda. Brady náði þó ekki að senda snertimarkssendingu í leiknum. Aðdragandi leiksins snerist nær eingöngu um Tom Brady og hans gamla þjálfara Bill Belichick, sem þjálfar enn Patriots. Það hefur aftur á móti lítið gengið í New England síðan að liðið missti Brady. Nothing but love between @TomBrady and his former @Patriots teammates and coaches. #TheReturn pic.twitter.com/YaxnqNVZwM— NFL (@NFL) October 4, 2021 „Ég er ekkert að fara tárast hérna. Ég hef þegar farið í gegnum það. Þetta var heimili mitt í tuttugu ár og ég á bestu minningarnar héðan,“ sagði Tom Brady. „Ég get aðeins kastað boltanum ennþá og ég er ánægður að ég er með nokkra með mér sem geta gripið þá. Þetta er skemmtilegt met að eiga en maður nær engum árangri í þessari íþrótta nema að hafa ótrúlega liðsfélaga. Strákarnir stóðu sig frábærlega í að grípa bolta frá mér í 22 ár,“ sagði Brady. Brady vann sex meistaratitla með New England Patriots liðinu á tuttugu árum og leikurinn í nótt var í fyrsta sinn sem hann spilaði sem leikmaður Tampa Bay Buccaneers á gamla heimavellinum. "I'll be part of this community for a long time."#ForeverNE (via @SNFonNBC) pic.twitter.com/WhyCHOpiM8— NFL (@NFL) October 4, 2021
NFL Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Bjarni með tólf og KA vann meistarana „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Sjá meira