Einn þekktasti auðjöfur Frakklands er dáinn Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2021 17:05 Bernard Tapie var 78 ára gamall. EPA/CHRISTOPHE PETIT TESSON Bernard Tapie, einn af þekktustu auðjöfrum Frakklands og fyrrverandi ráðherra, er dáinn. Hann var 78 ára gamall og hafði barist við krabbamein undanfarin ár. Tapie fæddist í parís árið 1943. Hann var sonur pípara en varð þó einn að ríkustu mönnum Frakklands. Hann varð einnig ráðherra í ríkisstjórn Francois Mitterand á tíunda áratug síðustu aldar og sat bæði í franska þinginu og Evrópuþinginu. Tapie átti um tíma Adidas og fótboltafélagið Olympique Marseille. Þá lenti hann einnig í lagalegum vandræðum og sat í fangelsi. Þegar hann átti Marseille tókst liðsmönnum liðsins að vinna Meistaradeild Evrópu árið 1993. Þegar hann var svo dæmdur í fangelsi, á var það fyrir að hagræða úrslitum í fótboltaleik í fyrstu deild Frakklands. Þegar Tapie var ungur seldi hann sjónvörp á daginn og reyndi fyrir sér sem söngvari og kappakstursmaður á kvöldin, samkvæmt frétt France24.Hann reyndi einnig fyrir sér sem leikari í vinsælum frönskum sjónvarpsþáttum. Hann varð svo þekktur fyrir að taka yfir fyrirtæki sem voru illa stödd. Á nokkrum árum eignaðist hann fimmtíu fyrirtæki sem hann seldi fyrir gífurlegan hagnað. Það var svo eftir að hann var dæmdur í fangelsi að það byrjaði að halla undan veldi Tapie. Árið 2015 lýsti hann því svo yfir að hann væri orðinn öreigi. Undanfarin ár hefur staðið í ýmsum vandræðum varðandi lögin. Þau vandræði hafa að miklu leyti snúið að kaupum hans á Adidas árið 1990. Hann þurfti svo að selja fyrirtækið aftur til ríkisbankans Crédit Lyonnais. Árið 2008 komst opinber nefnd að þeirri niðurstöðu að Tapie hefði verið fórnarlamb svika og starfsmenn bankans hefðu verðmeti Adidas allt of lágt þegar hann var þvingaður til að selja bankanum fyrirtækið. Christine Lagarde, sem var efnahagsráðherra þá, ákvað að áfrýja ekki niðurstöðu nefndarinnar og leiddi það til ásakana um spillingu. Í kjölfarið var Tapie gert að skila peningunum og hann sakaður um svik. Hann var sýknaður árið 2019 en saksóknarar beindu fljótt sjónum sínum aftur að Tapie og var hann aftur fundinn sekur um svik. Taka átti áfrýjun í því máli fyrir á miðvikudaginn. Frakkland Andlát Franski boltinn Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Tapie fæddist í parís árið 1943. Hann var sonur pípara en varð þó einn að ríkustu mönnum Frakklands. Hann varð einnig ráðherra í ríkisstjórn Francois Mitterand á tíunda áratug síðustu aldar og sat bæði í franska þinginu og Evrópuþinginu. Tapie átti um tíma Adidas og fótboltafélagið Olympique Marseille. Þá lenti hann einnig í lagalegum vandræðum og sat í fangelsi. Þegar hann átti Marseille tókst liðsmönnum liðsins að vinna Meistaradeild Evrópu árið 1993. Þegar hann var svo dæmdur í fangelsi, á var það fyrir að hagræða úrslitum í fótboltaleik í fyrstu deild Frakklands. Þegar Tapie var ungur seldi hann sjónvörp á daginn og reyndi fyrir sér sem söngvari og kappakstursmaður á kvöldin, samkvæmt frétt France24.Hann reyndi einnig fyrir sér sem leikari í vinsælum frönskum sjónvarpsþáttum. Hann varð svo þekktur fyrir að taka yfir fyrirtæki sem voru illa stödd. Á nokkrum árum eignaðist hann fimmtíu fyrirtæki sem hann seldi fyrir gífurlegan hagnað. Það var svo eftir að hann var dæmdur í fangelsi að það byrjaði að halla undan veldi Tapie. Árið 2015 lýsti hann því svo yfir að hann væri orðinn öreigi. Undanfarin ár hefur staðið í ýmsum vandræðum varðandi lögin. Þau vandræði hafa að miklu leyti snúið að kaupum hans á Adidas árið 1990. Hann þurfti svo að selja fyrirtækið aftur til ríkisbankans Crédit Lyonnais. Árið 2008 komst opinber nefnd að þeirri niðurstöðu að Tapie hefði verið fórnarlamb svika og starfsmenn bankans hefðu verðmeti Adidas allt of lágt þegar hann var þvingaður til að selja bankanum fyrirtækið. Christine Lagarde, sem var efnahagsráðherra þá, ákvað að áfrýja ekki niðurstöðu nefndarinnar og leiddi það til ásakana um spillingu. Í kjölfarið var Tapie gert að skila peningunum og hann sakaður um svik. Hann var sýknaður árið 2019 en saksóknarar beindu fljótt sjónum sínum aftur að Tapie og var hann aftur fundinn sekur um svik. Taka átti áfrýjun í því máli fyrir á miðvikudaginn.
Frakkland Andlát Franski boltinn Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira