124 mm úrkoma á Ólafsfirði:„Allt sem er komið nálægt 100 mm telst mikið“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. október 2021 10:17 Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vllhelm Úrkoman í Ólafsfirði síðastliðin sólarhring hefur mælst 124 millimetrar sem telst mikið. Dregið hefur úr úrkomu en viðvaranir vegna mögulegra skriðufalla eru enn í gildi. Hættustig er í gildi í Kinn og Útkinn í Þingeyjarsveit vegna úrkomu og skriðuhættu auk þess sem að óvissustig hefur verið lýst yfir á Tröllaskaga. Líkt og Vísir sagði frá í morgun hefur verið mikið að gera hjá slökkviliði og björgunarsveitum á Ólafsfirði við að dæla rigningarvatni upp úr húsum í bænum. Rigningin hefur verið með mesta móti á Ólafsfirði, eða 124 millimetrar síðasta sólarhring. „Allt sem er komið nálægt 100 millimetrum telst mikið,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Þetta er alveg í kringum fjóra millimetra á klukkutíma. Það er náttúrulega ansi mikið.“ Dregið hefur úr úrkomunni og kólnar á morgun Aurskriður hafa fallið í Þingeyjarsveit og var tekin ákvörðun um að rýma fimm bæi í Kinn og Útkinn. Þorsteinn segir að það hafi nú þegar hafi dregið úr úrkomunni. Hins vegar séu gular veðurviðvaranir í gildi á svæðunum til miðnættis, því að hættan á skriðuföllum sé enn fyrir hendi. „Við erum ennþá með þessa yfirvofandi hættu að það geti farið eitthvað af stað þó að það hafi dregið úr úrkomu. Það tekur einhvern tíma fyrir vatnið að sjatna. Við verðum að fylgjast með þessu áfram. Við til öryggis settum úrkomuviðvörunina alveg til miðnættis, þó að það sé engin úrkoma núna til að vara við núna þá er það aðallega afleiðingar hennar,“ segir Þorsteinn. Mögulegt er að veðrið næstu daga muni hjálpa til við að draga úr hættunni sem fylgt hefur úrkomunni. „Það er að kólna aðeins á morgun, það er spurning hvort að það verði ekki til þess að ástandið verði stöðugra. Það er heldur svalara veður og frystir þá í fjöllin þarna.“ Veðurhorfur á landinu Norðan og norðaustan 10-18 m/s, en heldur hvassara við fjöll vestanlands og á Suðausturlandi. Rignir víða um land, en skýjað með köflum og þurrt að mestu suðvestan til. Hiti 3 til 13 stig, hlýjast á SA-landi. Dálítil rigning eða slydda á norðanverðu landinu á morgun, en birtir til syðra og heldur svalara. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag:Norðlæg átt, 3-10 m/s og dálítil él NA-lands, úrkomulaust að kalla NV-til, en austan 8-13 og og skúrir eða dálítil rigning syðra. Hiti 0 til 7 stig, mildast syðst Á miðvikudag: Vaxandi austanátt og þykknar upp, allhvasst eða hvasst og fer að rigna syðst um kvöldið, en annars hægara og þurrt. Hiti breytist lítið. Á fimmtudag: Hvöss austlæg átt og rigning víða um land, en slydda eða snjókoma fyrir norðan. Hiti 1 til 10 stig, hlýjast syðst. Á föstudag og laugardag: Útlit fyrir suðaustlæga átt, víða rigningu og milt veður, en þurrt að kalla á Norðausturlandi. Veður Fjallabyggð Þingeyjarsveit Tengdar fréttir „Menn eru búnir að vera í alla nótt að dæla“ Slökkvilið Fjallabyggðar og björgunarsveitir hafa verið að störfum frá því í gærkvöldi á Ólafsfirði vegna úrhellis. Flætt hefur inn í hús í bænum. 3. október 2021 09:02 Rýma sveitabæi í Útkinn vegna úrkomu og skriðuhættu Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissutigi á Tröllaskaga vegna úrkomu á Norðurlandi eystra. Nokkrir sveitabæir í Þingeyjarsveit hafa verið rýmdir vegna úrkomu og skriðuhættu. 3. október 2021 07:32 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Sjá meira
Hættustig er í gildi í Kinn og Útkinn í Þingeyjarsveit vegna úrkomu og skriðuhættu auk þess sem að óvissustig hefur verið lýst yfir á Tröllaskaga. Líkt og Vísir sagði frá í morgun hefur verið mikið að gera hjá slökkviliði og björgunarsveitum á Ólafsfirði við að dæla rigningarvatni upp úr húsum í bænum. Rigningin hefur verið með mesta móti á Ólafsfirði, eða 124 millimetrar síðasta sólarhring. „Allt sem er komið nálægt 100 millimetrum telst mikið,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Þetta er alveg í kringum fjóra millimetra á klukkutíma. Það er náttúrulega ansi mikið.“ Dregið hefur úr úrkomunni og kólnar á morgun Aurskriður hafa fallið í Þingeyjarsveit og var tekin ákvörðun um að rýma fimm bæi í Kinn og Útkinn. Þorsteinn segir að það hafi nú þegar hafi dregið úr úrkomunni. Hins vegar séu gular veðurviðvaranir í gildi á svæðunum til miðnættis, því að hættan á skriðuföllum sé enn fyrir hendi. „Við erum ennþá með þessa yfirvofandi hættu að það geti farið eitthvað af stað þó að það hafi dregið úr úrkomu. Það tekur einhvern tíma fyrir vatnið að sjatna. Við verðum að fylgjast með þessu áfram. Við til öryggis settum úrkomuviðvörunina alveg til miðnættis, þó að það sé engin úrkoma núna til að vara við núna þá er það aðallega afleiðingar hennar,“ segir Þorsteinn. Mögulegt er að veðrið næstu daga muni hjálpa til við að draga úr hættunni sem fylgt hefur úrkomunni. „Það er að kólna aðeins á morgun, það er spurning hvort að það verði ekki til þess að ástandið verði stöðugra. Það er heldur svalara veður og frystir þá í fjöllin þarna.“ Veðurhorfur á landinu Norðan og norðaustan 10-18 m/s, en heldur hvassara við fjöll vestanlands og á Suðausturlandi. Rignir víða um land, en skýjað með köflum og þurrt að mestu suðvestan til. Hiti 3 til 13 stig, hlýjast á SA-landi. Dálítil rigning eða slydda á norðanverðu landinu á morgun, en birtir til syðra og heldur svalara. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag:Norðlæg átt, 3-10 m/s og dálítil él NA-lands, úrkomulaust að kalla NV-til, en austan 8-13 og og skúrir eða dálítil rigning syðra. Hiti 0 til 7 stig, mildast syðst Á miðvikudag: Vaxandi austanátt og þykknar upp, allhvasst eða hvasst og fer að rigna syðst um kvöldið, en annars hægara og þurrt. Hiti breytist lítið. Á fimmtudag: Hvöss austlæg átt og rigning víða um land, en slydda eða snjókoma fyrir norðan. Hiti 1 til 10 stig, hlýjast syðst. Á föstudag og laugardag: Útlit fyrir suðaustlæga átt, víða rigningu og milt veður, en þurrt að kalla á Norðausturlandi.
Veður Fjallabyggð Þingeyjarsveit Tengdar fréttir „Menn eru búnir að vera í alla nótt að dæla“ Slökkvilið Fjallabyggðar og björgunarsveitir hafa verið að störfum frá því í gærkvöldi á Ólafsfirði vegna úrhellis. Flætt hefur inn í hús í bænum. 3. október 2021 09:02 Rýma sveitabæi í Útkinn vegna úrkomu og skriðuhættu Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissutigi á Tröllaskaga vegna úrkomu á Norðurlandi eystra. Nokkrir sveitabæir í Þingeyjarsveit hafa verið rýmdir vegna úrkomu og skriðuhættu. 3. október 2021 07:32 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Sjá meira
„Menn eru búnir að vera í alla nótt að dæla“ Slökkvilið Fjallabyggðar og björgunarsveitir hafa verið að störfum frá því í gærkvöldi á Ólafsfirði vegna úrhellis. Flætt hefur inn í hús í bænum. 3. október 2021 09:02
Rýma sveitabæi í Útkinn vegna úrkomu og skriðuhættu Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissutigi á Tröllaskaga vegna úrkomu á Norðurlandi eystra. Nokkrir sveitabæir í Þingeyjarsveit hafa verið rýmdir vegna úrkomu og skriðuhættu. 3. október 2021 07:32