Hermenn fengnir til að flytja eldsneyti Samúel Karl Ólason skrifar 2. október 2021 19:20 Ráðamenn segja nóg til af eldsneyti en hægt gangi að flytja það á bensínstöðvar. EPA/NEIL HALL Ríkisstjórn Bretlands kallaði í dag út herlið til að tryggja dreifingu eldsneytis um landið. Bensíndælur víðsvegar um Bretland hafa verið tómar síðustu daga og langar raðir hafa myndast við dælurnar. Ástandið hefur skánað eitthvað í dreifðari byggðum Bretlands í dag en versnað í suðausturhluta landsins og í London. Bundnar eru vonir við það að herinn geti bætt ástandið frekar. Ráðamenn í Bretlandi segja nægt eldsneyti til í eldsneytisvinnslum og birgðastöðvum landsins. Skortur hafi hins vegar verið á ökumönnum til að flytja eldsneytið á bensínstöðvar. Ofan á það hafi eftirspurn eftir eldsneyti hækkað mjög. Þess vegna hafa nærri því tvö hundruð hermenn verið sendir í ökuþjálfun, sem mun fara fram um helgina. Strax á mánudaginn eiga hermennirnir að byrja að keyra olíuflutningabíla hersins um landið. Síðan stendur til að fjölga hermönnum í akstri í næstu viku. Til viðbótar við hermennina ætlar ríkisstjórnin að flytja til landsins allt að þrjú hundruð bílstjóra sem eiga að vinna við dreifingu næstu mánuði. Það er þó bara fyrir dreifingu eldsneytis. Einnig er unnið að því að flytja til landsins þúsundir bílstjóra til að keyra aðrar vörur og mat í verslanir í Bretlandi á næstu mánuðum. Skortur er sagður hafa verið á bílstjórum í Bretlandi um nokkuð skeið. Skorturinn mun þó hafa versnað að undanförnu, meðal annars vegna úrgöngu Breta úr Evrópusambandinu, kórónuveirunnar og lágra launa. Eltu steypubíl Til marks um ástandið í Bretlandi sagði BBC frá því í gærkvöldi að um tuttugu ökumenn hefðu séð bíl sem þeir töldu vera olíuflutningabíl á götum Bilston og elt hann. Ökumennirnir eltu bílinn um nokkuð skeið og að byggingasvæði í Northamptonshire. Þar komust þeir þó að því að þeir höfðu eytt eldsneyti þeirra í að elta steypubíl. Í samtali við BBC segir Johnny Anderson, bílstjóri steypubílsins að hann hafi stoppað þegar ökumennirnir sem voru að elta hann byrjuðu að flauta. Þá hefði hann haldið að eitthvað hefði fallið af bíl sínum. Það var ekki fyrr en hann steig út úr bílnum sem hann sá hve margir væru að elta sig. Fremsti maðurinn kallaði þá á Anderson og spurði á hvaða bensínstöð hann væri að fara. Anderson segist hafa svarað honum á þá leið að hann væri ekki á leið á bensínstöð og þurft að útskýra fyrir manninum að hann væri á steypubíl. Við það hafi ökumaðurinn orðið reiður og skammað Anderson fyrir að hafa ekki stöðvað og sagt þeim sem voru að elta hann að hann væri ekki á olíuflutningabíl. Bretland Tengdar fréttir Óttast að þurfa að farga svínum í massavís í Bretlandi Breskir svínabændur óttast að þurfa að farga þurfi stórum hluta svína Bretlands vegna landlægs skorts á slátrurum. Svínabú eru að fyllast víða um land og sláturhús skortir starfsmenn til að hafa undan sendingum frá búunum. 1. október 2021 16:42 Breskir ökumenn pirraðir en ráðherra segir lausn í sjónmáli Breskur ráðherra telur lausn í sjónmáli í bensínvanda sem Bretar standa frammi fyrir. Pirraðir Bretar skilja ekkert í því hvers vegna vandinn sé kominn upp. 30. september 2021 11:22 Íhuga að kalla til hermenn til að aka olíuflutningabifreiðum Stjórnvöld á Bretlandseyjum íhuga nú að kalla til hermenn til að koma eldsneyti á bensínstöðvar víðsvegar um landið, eftir að olíurisinn BP greindi frá því að skortur væri á þriðjungi stöðva sinna. 27. september 2021 07:59 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Ástandið hefur skánað eitthvað í dreifðari byggðum Bretlands í dag en versnað í suðausturhluta landsins og í London. Bundnar eru vonir við það að herinn geti bætt ástandið frekar. Ráðamenn í Bretlandi segja nægt eldsneyti til í eldsneytisvinnslum og birgðastöðvum landsins. Skortur hafi hins vegar verið á ökumönnum til að flytja eldsneytið á bensínstöðvar. Ofan á það hafi eftirspurn eftir eldsneyti hækkað mjög. Þess vegna hafa nærri því tvö hundruð hermenn verið sendir í ökuþjálfun, sem mun fara fram um helgina. Strax á mánudaginn eiga hermennirnir að byrja að keyra olíuflutningabíla hersins um landið. Síðan stendur til að fjölga hermönnum í akstri í næstu viku. Til viðbótar við hermennina ætlar ríkisstjórnin að flytja til landsins allt að þrjú hundruð bílstjóra sem eiga að vinna við dreifingu næstu mánuði. Það er þó bara fyrir dreifingu eldsneytis. Einnig er unnið að því að flytja til landsins þúsundir bílstjóra til að keyra aðrar vörur og mat í verslanir í Bretlandi á næstu mánuðum. Skortur er sagður hafa verið á bílstjórum í Bretlandi um nokkuð skeið. Skorturinn mun þó hafa versnað að undanförnu, meðal annars vegna úrgöngu Breta úr Evrópusambandinu, kórónuveirunnar og lágra launa. Eltu steypubíl Til marks um ástandið í Bretlandi sagði BBC frá því í gærkvöldi að um tuttugu ökumenn hefðu séð bíl sem þeir töldu vera olíuflutningabíl á götum Bilston og elt hann. Ökumennirnir eltu bílinn um nokkuð skeið og að byggingasvæði í Northamptonshire. Þar komust þeir þó að því að þeir höfðu eytt eldsneyti þeirra í að elta steypubíl. Í samtali við BBC segir Johnny Anderson, bílstjóri steypubílsins að hann hafi stoppað þegar ökumennirnir sem voru að elta hann byrjuðu að flauta. Þá hefði hann haldið að eitthvað hefði fallið af bíl sínum. Það var ekki fyrr en hann steig út úr bílnum sem hann sá hve margir væru að elta sig. Fremsti maðurinn kallaði þá á Anderson og spurði á hvaða bensínstöð hann væri að fara. Anderson segist hafa svarað honum á þá leið að hann væri ekki á leið á bensínstöð og þurft að útskýra fyrir manninum að hann væri á steypubíl. Við það hafi ökumaðurinn orðið reiður og skammað Anderson fyrir að hafa ekki stöðvað og sagt þeim sem voru að elta hann að hann væri ekki á olíuflutningabíl.
Bretland Tengdar fréttir Óttast að þurfa að farga svínum í massavís í Bretlandi Breskir svínabændur óttast að þurfa að farga þurfi stórum hluta svína Bretlands vegna landlægs skorts á slátrurum. Svínabú eru að fyllast víða um land og sláturhús skortir starfsmenn til að hafa undan sendingum frá búunum. 1. október 2021 16:42 Breskir ökumenn pirraðir en ráðherra segir lausn í sjónmáli Breskur ráðherra telur lausn í sjónmáli í bensínvanda sem Bretar standa frammi fyrir. Pirraðir Bretar skilja ekkert í því hvers vegna vandinn sé kominn upp. 30. september 2021 11:22 Íhuga að kalla til hermenn til að aka olíuflutningabifreiðum Stjórnvöld á Bretlandseyjum íhuga nú að kalla til hermenn til að koma eldsneyti á bensínstöðvar víðsvegar um landið, eftir að olíurisinn BP greindi frá því að skortur væri á þriðjungi stöðva sinna. 27. september 2021 07:59 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Óttast að þurfa að farga svínum í massavís í Bretlandi Breskir svínabændur óttast að þurfa að farga þurfi stórum hluta svína Bretlands vegna landlægs skorts á slátrurum. Svínabú eru að fyllast víða um land og sláturhús skortir starfsmenn til að hafa undan sendingum frá búunum. 1. október 2021 16:42
Breskir ökumenn pirraðir en ráðherra segir lausn í sjónmáli Breskur ráðherra telur lausn í sjónmáli í bensínvanda sem Bretar standa frammi fyrir. Pirraðir Bretar skilja ekkert í því hvers vegna vandinn sé kominn upp. 30. september 2021 11:22
Íhuga að kalla til hermenn til að aka olíuflutningabifreiðum Stjórnvöld á Bretlandseyjum íhuga nú að kalla til hermenn til að koma eldsneyti á bensínstöðvar víðsvegar um landið, eftir að olíurisinn BP greindi frá því að skortur væri á þriðjungi stöðva sinna. 27. september 2021 07:59