„Getum ekki beðið eftir því að spila“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. október 2021 13:32 Ásta Eir Árnadóttir hefur tvisvar sinnum orðið bikarmeistari með Breiðabliki. stöð 2 sport Ásta Eir Einarsdóttir getur í kvöld lyft fyrsta bikarnum eftir að hún við fyrirliðabandinu hjá Breiðabliki. Blikar mæta þá Þrótturum í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. Ásta segir að það sé hugur í Blikum fyrir leik kvöldsins og þeir ætli sér að vinna sinn þrettánda bikarmeistaratitil. „Leikurinn leggst mjög vel í okkur. Þetta hefur verið löng bið eftir leiknum þannig að við getum ekki beðið eftir því að spila,“ sagði Ásta. Blikar hafa ekki spilað síðan 12. september þegar lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar fór fram. Þar vann Breiðablik einmitt Þrótt, 6-1. „Við tókum rólega æfingaviku eftir að deildin kláraðist en höfum núna æft af fullum krafti og spiluðum æfingaleik í síðustu viku. Það hefur verið góður andi á æfingum og undirbúningurinn góður,“ sagði Ásta. Stefna á titil á hverju sumri Blikar enduðu í 2. sæti Pepsi Max-deildarinnar og vilja ekki ganga titlalausar frá tímabilinu. „Við stefnum á titil á hverju einasta sumri og að það yrði mjög sterkt fyrir okkur að taka þennan titil. Við viljum vinna bikarmeistaratitilinn og það er stefnan,“ sagði Ásta. Mikill munur er á reynslu Breiðabliks og Þróttar þegar kemur að stórum leikjum. Þetta er fyrsti bikarúrslitaleikur Þróttara á meðan Blikar eru í sínum nítjánda úrslitaleik. Þrátt fyrir það og úrslitin í síðasta leik Breiðabliks og Þróttar á Ásta von á alvöru leik í kvöld. Þær eru virkilega góðar „Þetta verður bara hörkuleikur. Síðasti leikurinn í deildinni hefur ekkert að segja. Þetta er allt önnur keppni og þær eru virkilega góðar. Fyrri deildarleikurinn í sumar var hörkuleikur þar sem við unnum á síðustu mínútunni. Þetta verður stál í stál. Það er alltaf sjarmi yfir bikarnum og sérstaklega skemmtilegir leikir þannig að ég held að þetta verði mjög góð skemmtun,“ sagði Ásta. Í síðasta mánuði komst Breiðablik, fyrst íslenskra liða, í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Hún hefst í næstu viku en þá fær Breiðablik franska stórliðið Paris Saint-Germain í heimsókn. Ásta segir þrátt fyrir að þessi stóri leikur bíði sé öll einbeiting Blika á bikarúrslitaleiknum. „Þetta hefur verið áskorun en við erum ekkert að pæla í þeim leik eins og staðan er núna. Það er full einbeiting á bikarúrslitaleikinn og svo tekur spennandi verkefni við eftir helgi,“ sagði Ásta að endingu. Leikur Breiðabliks og Þróttar hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:30. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Breiðablik Mjólkurbikar kvenna Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira
Ásta segir að það sé hugur í Blikum fyrir leik kvöldsins og þeir ætli sér að vinna sinn þrettánda bikarmeistaratitil. „Leikurinn leggst mjög vel í okkur. Þetta hefur verið löng bið eftir leiknum þannig að við getum ekki beðið eftir því að spila,“ sagði Ásta. Blikar hafa ekki spilað síðan 12. september þegar lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar fór fram. Þar vann Breiðablik einmitt Þrótt, 6-1. „Við tókum rólega æfingaviku eftir að deildin kláraðist en höfum núna æft af fullum krafti og spiluðum æfingaleik í síðustu viku. Það hefur verið góður andi á æfingum og undirbúningurinn góður,“ sagði Ásta. Stefna á titil á hverju sumri Blikar enduðu í 2. sæti Pepsi Max-deildarinnar og vilja ekki ganga titlalausar frá tímabilinu. „Við stefnum á titil á hverju einasta sumri og að það yrði mjög sterkt fyrir okkur að taka þennan titil. Við viljum vinna bikarmeistaratitilinn og það er stefnan,“ sagði Ásta. Mikill munur er á reynslu Breiðabliks og Þróttar þegar kemur að stórum leikjum. Þetta er fyrsti bikarúrslitaleikur Þróttara á meðan Blikar eru í sínum nítjánda úrslitaleik. Þrátt fyrir það og úrslitin í síðasta leik Breiðabliks og Þróttar á Ásta von á alvöru leik í kvöld. Þær eru virkilega góðar „Þetta verður bara hörkuleikur. Síðasti leikurinn í deildinni hefur ekkert að segja. Þetta er allt önnur keppni og þær eru virkilega góðar. Fyrri deildarleikurinn í sumar var hörkuleikur þar sem við unnum á síðustu mínútunni. Þetta verður stál í stál. Það er alltaf sjarmi yfir bikarnum og sérstaklega skemmtilegir leikir þannig að ég held að þetta verði mjög góð skemmtun,“ sagði Ásta. Í síðasta mánuði komst Breiðablik, fyrst íslenskra liða, í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Hún hefst í næstu viku en þá fær Breiðablik franska stórliðið Paris Saint-Germain í heimsókn. Ásta segir þrátt fyrir að þessi stóri leikur bíði sé öll einbeiting Blika á bikarúrslitaleiknum. „Þetta hefur verið áskorun en við erum ekkert að pæla í þeim leik eins og staðan er núna. Það er full einbeiting á bikarúrslitaleikinn og svo tekur spennandi verkefni við eftir helgi,“ sagði Ásta að endingu. Leikur Breiðabliks og Þróttar hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:30. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Breiðablik Mjólkurbikar kvenna Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira