Þórey Rósa: Fannst vanta blik í augun á þeim Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. september 2021 20:34 Þórey Rósa skorar eitt sjö marka sinna gegn Val. vísir/vilhelm Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði sjö mörk úr átta skotum þegar Fram tryggði sér sæti í bikarúrslitaleiknum með sigri á Val, 19-22, í kvöld. Hún var að vonum sátt í leikslok. „Það var ekki mikið skorað í leiknum og bæði lið spiluðu góða vörn. Á tímabili gat hvorugt liðið keypt sér mark og seinni hálfleikurinn var rosalega lengi að bíða. En þegar markvarslan kom small þetta hjá okkur,“ sagði Þórey við Vísi eftir leik. Fram náði undirtökunum með því að skora síðustu fjögur mörk fyrri hálfleiks. Staðan að honum loknum var 10-12, Frömmurum í vil. „Það var mjög mikilvægur kafli. Þær komu samt til baka og maður var aldrei almennilega rólegur. Þetta var fyrst og fremst ótrúlega gaman. Mér fannst við vinna bæði inni á vellinum og í stúkunni,“ sagði Þórey. Valskonur sóttu hart að Framkonum undir lokin en án árangurs. „Mér fannst þær ekki almennilega hafa trú á því að þær gætu náð okkur, ef ég á að segja alveg eins og er. Mér fannst vanta eitthvað blik í augun á þeim. Maður var samt ekki rólegur og við sigldum þessu heim á seiglunni.“ Í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn mætir Fram annað hvort KA/Þór eða FH. Þórey gerir ráð fyrir því að andstæðingur laugardagsins verði Íslandsmeistararnir að norðan. „Ég á von á KA/Þór en það kemur í ljós á eftir. Ég á von á hörkuleik. Þetta er það skemmtilegasta sem maður gerir, að spila leiki upp á líf og dauða,“ sagði Þórey. Verið er að klára bikarkeppnina fyrir tímabilið 2020-21 sem ekki náðist að klára vegna kórónuveirufaraldursins. „Þetta er eina árið sem maður getur unnið tvær bikarkeppnir þannig að það er um að gera að gefa allt í þetta,“ sagði Þórey létt að lokum. Olís-deild kvenna Fram Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - Fram 19-22 | Fram í bikarúrslit fimmta árið í röð Fram er komið í fimmta bikarúrslitaleikinn á jafn mörgum árum eftir sigur á Val, 19-22, á Ásvöllum í kvöld. Í úrslitaleiknum á laugardaginn mætir Fram sigurvegaranum úr seinni undanúrslitaleiknum, milli KA/Þórs og FH. 30. september 2021 20:20 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Sjá meira
„Það var ekki mikið skorað í leiknum og bæði lið spiluðu góða vörn. Á tímabili gat hvorugt liðið keypt sér mark og seinni hálfleikurinn var rosalega lengi að bíða. En þegar markvarslan kom small þetta hjá okkur,“ sagði Þórey við Vísi eftir leik. Fram náði undirtökunum með því að skora síðustu fjögur mörk fyrri hálfleiks. Staðan að honum loknum var 10-12, Frömmurum í vil. „Það var mjög mikilvægur kafli. Þær komu samt til baka og maður var aldrei almennilega rólegur. Þetta var fyrst og fremst ótrúlega gaman. Mér fannst við vinna bæði inni á vellinum og í stúkunni,“ sagði Þórey. Valskonur sóttu hart að Framkonum undir lokin en án árangurs. „Mér fannst þær ekki almennilega hafa trú á því að þær gætu náð okkur, ef ég á að segja alveg eins og er. Mér fannst vanta eitthvað blik í augun á þeim. Maður var samt ekki rólegur og við sigldum þessu heim á seiglunni.“ Í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn mætir Fram annað hvort KA/Þór eða FH. Þórey gerir ráð fyrir því að andstæðingur laugardagsins verði Íslandsmeistararnir að norðan. „Ég á von á KA/Þór en það kemur í ljós á eftir. Ég á von á hörkuleik. Þetta er það skemmtilegasta sem maður gerir, að spila leiki upp á líf og dauða,“ sagði Þórey. Verið er að klára bikarkeppnina fyrir tímabilið 2020-21 sem ekki náðist að klára vegna kórónuveirufaraldursins. „Þetta er eina árið sem maður getur unnið tvær bikarkeppnir þannig að það er um að gera að gefa allt í þetta,“ sagði Þórey létt að lokum.
Olís-deild kvenna Fram Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - Fram 19-22 | Fram í bikarúrslit fimmta árið í röð Fram er komið í fimmta bikarúrslitaleikinn á jafn mörgum árum eftir sigur á Val, 19-22, á Ásvöllum í kvöld. Í úrslitaleiknum á laugardaginn mætir Fram sigurvegaranum úr seinni undanúrslitaleiknum, milli KA/Þórs og FH. 30. september 2021 20:20 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Sjá meira
Umfjöllun: Valur - Fram 19-22 | Fram í bikarúrslit fimmta árið í röð Fram er komið í fimmta bikarúrslitaleikinn á jafn mörgum árum eftir sigur á Val, 19-22, á Ásvöllum í kvöld. Í úrslitaleiknum á laugardaginn mætir Fram sigurvegaranum úr seinni undanúrslitaleiknum, milli KA/Þórs og FH. 30. september 2021 20:20