Arnar valdi Aron ekki vegna „utanaðkomandi“ ástæðna Sindri Sverrisson skrifar 30. september 2021 13:36 Aron Einar Gunnarsson lék síðast með landsliðinu í júní. Getty Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson segir að stjórn KSÍ hafi ekki sett sér neinar skorður varðandi valið á landsliðshópnum sem hann tilkynnti í dag, fyrir leikina við Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM í fótbolta. Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði er ekki í hópnum þrátt fyrir að hafa náð sér að fullu eftir kórónuveirusmit og spilað síðustu leiki með Al Arabi. Arnar sagði ástæður þess koma í ljós síðar. „Aron Einar er ekki valinn í þetta verkefni. Eftir mörg góð samtöl á milli mín, Arons og Eiðs Smára tók ég þá ákvörðun að velja Aron ekki. Ástæðan fyrir því er utanaðkomandi og ég get því miður ekki farið neitt nánar út í það í dag.“ Fjarveran útskýrð síðar Spurður nánar hvort þjóðin ætti ekki skilið skýrari svör vegna fjarveru fyrirliðans sagði Arnar: „Þær munu að sjálfsögðu koma. Þegar ég tala um utanaðkomandi ástæður er það í samráði við Aron. Þetta er landsliðsfyrirliðinn okkar og við erum að vinna okkur saman í gegnum þessar utanaðkomandi ástæður. Þegar tíminn er tilbúinn munum við að sjálfsögðu útskýra það.“ Fráfarandi stjórn KSÍ kom í veg fyrir að Kolbeinn Sigþórsson yrði í síðasta landsliðshópi, eftir ásakanir um kynferðisbrot, en Arnar sagði stjórnina ekki hafa haft neitt að segja um valið núna. „Nei. Í síðasta glugga var Kolbeinn tekinn út úr hópnum af fráfarandi stjórn sem tók þá ákvörðun. Fyrir þennan glugga höfum við ekki fengið nein bönn. Þjálfarar þurfa að taka ákvörðun um hvað er best fyrir hópinn hverju sinni, og hvernig hópurinn getur fúnkerað best fyrir þessa leiki,“ sagði Arnar. Segir Rúnar lítið hafa spilað Aðspurður hvort Kolbeinn hefði verið valinn nú ef hann hefði ekki farið í aðgerð fyrr í mánuðinum sagði Arnar: „Kolbeinn er meiddur.“ En ef hann væri ekki meiddur, hefði hann verið valinn? „Ég er ekki að fara að svara því hér í dag.“ Arnar ítrekaði að allir hefðu gefið kost á sér í landsliðshópnum: „Aron gaf kost á sér. Það var mín ákvörðun að velja hann ekki. Hann er ekki hættur.“ Sömuleiðis hafi Rúnar Már Sigurjónsson komið til greina en ekki verið valinn: „Rúnar Már er ekki valinn, eins og margir aðrir. Rúnar hefur ekki spilað nánast neitt síðan í ágúst, til dæmis.“ HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði er ekki í hópnum þrátt fyrir að hafa náð sér að fullu eftir kórónuveirusmit og spilað síðustu leiki með Al Arabi. Arnar sagði ástæður þess koma í ljós síðar. „Aron Einar er ekki valinn í þetta verkefni. Eftir mörg góð samtöl á milli mín, Arons og Eiðs Smára tók ég þá ákvörðun að velja Aron ekki. Ástæðan fyrir því er utanaðkomandi og ég get því miður ekki farið neitt nánar út í það í dag.“ Fjarveran útskýrð síðar Spurður nánar hvort þjóðin ætti ekki skilið skýrari svör vegna fjarveru fyrirliðans sagði Arnar: „Þær munu að sjálfsögðu koma. Þegar ég tala um utanaðkomandi ástæður er það í samráði við Aron. Þetta er landsliðsfyrirliðinn okkar og við erum að vinna okkur saman í gegnum þessar utanaðkomandi ástæður. Þegar tíminn er tilbúinn munum við að sjálfsögðu útskýra það.“ Fráfarandi stjórn KSÍ kom í veg fyrir að Kolbeinn Sigþórsson yrði í síðasta landsliðshópi, eftir ásakanir um kynferðisbrot, en Arnar sagði stjórnina ekki hafa haft neitt að segja um valið núna. „Nei. Í síðasta glugga var Kolbeinn tekinn út úr hópnum af fráfarandi stjórn sem tók þá ákvörðun. Fyrir þennan glugga höfum við ekki fengið nein bönn. Þjálfarar þurfa að taka ákvörðun um hvað er best fyrir hópinn hverju sinni, og hvernig hópurinn getur fúnkerað best fyrir þessa leiki,“ sagði Arnar. Segir Rúnar lítið hafa spilað Aðspurður hvort Kolbeinn hefði verið valinn nú ef hann hefði ekki farið í aðgerð fyrr í mánuðinum sagði Arnar: „Kolbeinn er meiddur.“ En ef hann væri ekki meiddur, hefði hann verið valinn? „Ég er ekki að fara að svara því hér í dag.“ Arnar ítrekaði að allir hefðu gefið kost á sér í landsliðshópnum: „Aron gaf kost á sér. Það var mín ákvörðun að velja hann ekki. Hann er ekki hættur.“ Sömuleiðis hafi Rúnar Már Sigurjónsson komið til greina en ekki verið valinn: „Rúnar Már er ekki valinn, eins og margir aðrir. Rúnar hefur ekki spilað nánast neitt síðan í ágúst, til dæmis.“
HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Sjá meira