Trúðaskortur leikur Norður-Íra grátt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. september 2021 10:07 Verulegur skortur hefur verið á trúðum á Norður-Írlandi undanfarið. Trúðar kalla eftir því að fleiri skrái sig í trúðaskólann. Getty/Allen J. Schaben „Það felst mun meira í því að vera trúður en að setja á sig rautt nef og klæða sig í stórar pokabuxur.“ Þetta segir trúðurinn David Duffy, annar eigenda Sirkus Duffys, í samtali við breska ríkisútvarpið. Hann kallar eftir því að fleiri Norður-Írar gerist trúðar. Að sögn Duffys myndaðist alvarlegur trúðaskortur á Norður-Írlandi þegar kórónuveirufaraldurinn skall á. Margir starfandi trúða sneru aftur til heimalanda sinna þegar fyrsta bylgja faraldursins reið yfir í byrjun árs 2020 og sneru ekki aftur. En hvað þarf til þess að fólk teljist góðir trúðar? „Fólk þarf að vera tilbúið til að vera berskjaldað,“ segir Noeleen Fries Neuman, betur þekkt sem trúðurinn Silly Tilly. „Það vilja ekki allir láta hlæja að sér en versta martröð þeirra sem eru trúðar er að enginn hlæi að þeim. Þú verður að geta gert grín að sjálfum þér, þetta snýst ekki um að gera grín að öðrum.“ Í faraldrinum gripu Noeleen og eiginmaður hennar Henrik, sem er betur þekktur sem trúðurinn Jarl, til örþrifaráðs og reistu sirkustjald í garðinum sínum. Það gerði hjónunum kleift að æfa sig í trúðalátunum. Parið kynntist að sjálfsögðu á alþjóðlegu trúðamóti og gifti sig árið 2017: þemað í brúðkaupinu var auðvitað trúðaþema. Faraldurinn hefur reynst trúðinum Duffy illa og sirkusinn hans hefur verið lokaður í meira en 500 daga. Stjórnvöld á Norður-Írlandi hafa boðað slakanir á samkomutakmörkunum og mun sirkusinn hans því fljótlega geta ferðast aftur um landið en vegna þess hve margir norðurírskir trúðar hafa leitað á önnur mið, þar sem takmarkanir eru minni, er verulegur skortur á trúðum. „Vegna þess að allir sirkusarnir í Evrópu og á Englandi hafa verið starfandi undanfarna sex mánuði hefur mikill meirihluti evrópsku trúðanna snúið aftur til vinnu. Þangað til í síðustu viku gátum við ekki einu sinni fengið landvistarleyfi fyrir trúða sem koma frá öðrum löndum en innan Evrópu,“ segir Duffy. „Þess vegna reynum við nú að ná til fólks hérna heima, sem gæti hugsað sér að prófa trúðslætin.“ Norður-Írland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Þetta segir trúðurinn David Duffy, annar eigenda Sirkus Duffys, í samtali við breska ríkisútvarpið. Hann kallar eftir því að fleiri Norður-Írar gerist trúðar. Að sögn Duffys myndaðist alvarlegur trúðaskortur á Norður-Írlandi þegar kórónuveirufaraldurinn skall á. Margir starfandi trúða sneru aftur til heimalanda sinna þegar fyrsta bylgja faraldursins reið yfir í byrjun árs 2020 og sneru ekki aftur. En hvað þarf til þess að fólk teljist góðir trúðar? „Fólk þarf að vera tilbúið til að vera berskjaldað,“ segir Noeleen Fries Neuman, betur þekkt sem trúðurinn Silly Tilly. „Það vilja ekki allir láta hlæja að sér en versta martröð þeirra sem eru trúðar er að enginn hlæi að þeim. Þú verður að geta gert grín að sjálfum þér, þetta snýst ekki um að gera grín að öðrum.“ Í faraldrinum gripu Noeleen og eiginmaður hennar Henrik, sem er betur þekktur sem trúðurinn Jarl, til örþrifaráðs og reistu sirkustjald í garðinum sínum. Það gerði hjónunum kleift að æfa sig í trúðalátunum. Parið kynntist að sjálfsögðu á alþjóðlegu trúðamóti og gifti sig árið 2017: þemað í brúðkaupinu var auðvitað trúðaþema. Faraldurinn hefur reynst trúðinum Duffy illa og sirkusinn hans hefur verið lokaður í meira en 500 daga. Stjórnvöld á Norður-Írlandi hafa boðað slakanir á samkomutakmörkunum og mun sirkusinn hans því fljótlega geta ferðast aftur um landið en vegna þess hve margir norðurírskir trúðar hafa leitað á önnur mið, þar sem takmarkanir eru minni, er verulegur skortur á trúðum. „Vegna þess að allir sirkusarnir í Evrópu og á Englandi hafa verið starfandi undanfarna sex mánuði hefur mikill meirihluti evrópsku trúðanna snúið aftur til vinnu. Þangað til í síðustu viku gátum við ekki einu sinni fengið landvistarleyfi fyrir trúða sem koma frá öðrum löndum en innan Evrópu,“ segir Duffy. „Þess vegna reynum við nú að ná til fólks hérna heima, sem gæti hugsað sér að prófa trúðslætin.“
Norður-Írland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira