Ronaldo tók í gærkvöldi metið af frægasta marki Solskjær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. september 2021 09:31 Cristiano Ronaldo fagnar sigurmarki sínu fyrir Manchester United á móti Villarreal á Old Trafford í gærkvöldi. EPA-EFE/Peter Powell Cristiano Ronaldo minnti á sig með dramatískum hætti í gær þegar hann tryggði Manchester United gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur á Villarreal í Meistaradeildinni. Villarreal komst yfir í leiknum en United mönnum tókst að jafna. Það var síðan komið langt fram í uppbótatíma þegar bjargvætturinn Ronaldo steig fram einu sinni sem oftar. Ronaldo setur met nánast í hverju leik og í gær varð hann líka einn leikjahæstur í Meistaradeildinni frá upphafi. Ladies and gentlemen: . @Cristiano #MUFC | #UCL pic.twitter.com/iCX9qNsRBG— Manchester United (@ManUtd) September 29, 2021 Hann setti líka athyglisvert félagsmet með marki sínu í gær og svo skemmtilega vill til að hann tók gamla metið af knattspyrnustjóra sínum Ole Gunnari Solskjær. Fyrir leikinn á Old Trafford í gærkvöldi þá var það einmitt Solskjær sem hafði skorað það sigurmark í Meistaradeildinni sem þurfti að bíða lengst eftir. Solskjær tryggði Manchester United 2-1 sigur á Bayern München í úrslitaleik Meistaradeildarinnar vorið 1999. Það var kom eftir 92 mínútur og 17 sekúndur og tryggði United Meistaradeildarbikarinn með dramatískum hætti. MNU 2-1 VLL (FT) - Goles más tardíos del United para ganar un partido de #UCL CRISTIANO contra el Villarreal/2021 (94'13")Solskjaer contra el Bayern/1999 (92'17")Cristiano contra el Sporting/2007 (91'56")Fellaini contra el Young Boys/2018 (90'14")https://t.co/A8bGVkQkLz— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) September 29, 2021 Þetta mark Solskjær er án vafa hans frægasta á ferlinum enda tryggði það ekki aðeins United sigurinn í Meistaradeildinni heldur kórónaði það líka þrennutímabilið 1998-99 þegar liðið varð enskur meistari, enskur bikarmeistari og vann Meistaradeildina. Enginn hafði skorað sigurmark fyrir United í Meistaradeildinni seinna í leik þar til í gærkvöldi. Mark Ronaldo í gær kom hins vegar eftir 94 mínútur og 13 sekúndur en uppbótatíminn var fimm mínútur og því að renna út þegar Portúgalinn sýndi enn á ný mikilvægi sitt. Cristiano Ronaldo sets the record for the latest winning goal for Manchester United in #UCL history.The previous record holder: Ole Gunnar Solskjaer vs. Bayern in 1999. pic.twitter.com/smpTYuK2nQ— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) September 29, 2021 Sigurmörk Manchester United í Meistaradeildinni sem hafa komið síðast í leikjum: 94 mínútur og 13 sekúndur - Cristiano Ronaldo á móti Villarreal 2021 92 mínútur og 17 sekúndur - Ole Gunnar Solskjær á móti Bayern München 1999 91 mínúta og 56 sekúndur - Cristiano Ronaldo á móti Sporting 2007 90 mínútur og 14 sekúndur - Marouane Fellaini á móti Young Boys 2018 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu Sjá meira
Villarreal komst yfir í leiknum en United mönnum tókst að jafna. Það var síðan komið langt fram í uppbótatíma þegar bjargvætturinn Ronaldo steig fram einu sinni sem oftar. Ronaldo setur met nánast í hverju leik og í gær varð hann líka einn leikjahæstur í Meistaradeildinni frá upphafi. Ladies and gentlemen: . @Cristiano #MUFC | #UCL pic.twitter.com/iCX9qNsRBG— Manchester United (@ManUtd) September 29, 2021 Hann setti líka athyglisvert félagsmet með marki sínu í gær og svo skemmtilega vill til að hann tók gamla metið af knattspyrnustjóra sínum Ole Gunnari Solskjær. Fyrir leikinn á Old Trafford í gærkvöldi þá var það einmitt Solskjær sem hafði skorað það sigurmark í Meistaradeildinni sem þurfti að bíða lengst eftir. Solskjær tryggði Manchester United 2-1 sigur á Bayern München í úrslitaleik Meistaradeildarinnar vorið 1999. Það var kom eftir 92 mínútur og 17 sekúndur og tryggði United Meistaradeildarbikarinn með dramatískum hætti. MNU 2-1 VLL (FT) - Goles más tardíos del United para ganar un partido de #UCL CRISTIANO contra el Villarreal/2021 (94'13")Solskjaer contra el Bayern/1999 (92'17")Cristiano contra el Sporting/2007 (91'56")Fellaini contra el Young Boys/2018 (90'14")https://t.co/A8bGVkQkLz— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) September 29, 2021 Þetta mark Solskjær er án vafa hans frægasta á ferlinum enda tryggði það ekki aðeins United sigurinn í Meistaradeildinni heldur kórónaði það líka þrennutímabilið 1998-99 þegar liðið varð enskur meistari, enskur bikarmeistari og vann Meistaradeildina. Enginn hafði skorað sigurmark fyrir United í Meistaradeildinni seinna í leik þar til í gærkvöldi. Mark Ronaldo í gær kom hins vegar eftir 94 mínútur og 13 sekúndur en uppbótatíminn var fimm mínútur og því að renna út þegar Portúgalinn sýndi enn á ný mikilvægi sitt. Cristiano Ronaldo sets the record for the latest winning goal for Manchester United in #UCL history.The previous record holder: Ole Gunnar Solskjaer vs. Bayern in 1999. pic.twitter.com/smpTYuK2nQ— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) September 29, 2021 Sigurmörk Manchester United í Meistaradeildinni sem hafa komið síðast í leikjum: 94 mínútur og 13 sekúndur - Cristiano Ronaldo á móti Villarreal 2021 92 mínútur og 17 sekúndur - Ole Gunnar Solskjær á móti Bayern München 1999 91 mínúta og 56 sekúndur - Cristiano Ronaldo á móti Sporting 2007 90 mínútur og 14 sekúndur - Marouane Fellaini á móti Young Boys 2018
Sigurmörk Manchester United í Meistaradeildinni sem hafa komið síðast í leikjum: 94 mínútur og 13 sekúndur - Cristiano Ronaldo á móti Villarreal 2021 92 mínútur og 17 sekúndur - Ole Gunnar Solskjær á móti Bayern München 1999 91 mínúta og 56 sekúndur - Cristiano Ronaldo á móti Sporting 2007 90 mínútur og 14 sekúndur - Marouane Fellaini á móti Young Boys 2018
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu Sjá meira