Hentu upp hlaðborði í einum grænum fyrir farþega í rútuslysi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. september 2021 15:19 Hótel Laugarbakki er staðsett nokkurn veginn miðja vegu á milli Reykjavíkur og Akureyrar. Þar eru 56 herbergi. Örn Arnarsson Um sjötíu bandarískir ferðamenn sitja nú í vellystingum á Hótel Laugarbakka eftir að hafa tekið hressilega til matar síns á hlaðborði sem skellt var upp fyrir hópinn. Önnur af tveimur rútum hópsins fór út af veginum suður af Laugarbakka á bökkum Miðfjarðarár í hádeginu. Rútan rann út af þjóðvegi 1 við Hrútafjarðarháls en valt ekki. Engan sakaði og voru farþegarnir selfluttir í björgunarsveitarbílum á Hótel Laugarbakka. Ekki fyrstu ferðalangarnir til að fá inni með skömmum fyrirvara á hótelinu og vafalítið ekki þeir síðustu. Vonskuveður er víða á landinu og er appelsínugul viðvörun á Norðurlandi vestra, Vestfjörðum, Breiðafirði og Faxaflóa. Rútan klár í slaginn á ný Örn Arnarson og Hildur Ýr Arnarsdóttir reka Hótel Laugarbakka þar sem eru rúmlega hundrað manns. Bandaríkjamennirnir sjötíu og svo fleiri, meðal annars einn hópur sem hafði bókað gistingu en kom fyrr en vænta mátti sökum veðurs. Örn segir að búið sé að draga rútuna sem fór út af veginum upp og hún standi nú fyrir utan hótelið. „Það meiddist enginn og fólkið er rólegt,“ segir Örn en greina mátti mikið skvaldur í bakgrunni. Ferðalangarnir hafa greinilega nóg að ræða, svaðilför til Íslands sem í dag ber nafn með rentu. „Það er allt í fína, allir búnir að borða og eru sælir og glaðir,“ segir Örn. Fólkið var á leiðinni norður í land en bíður nú færis á Hótel Laugarbakka þangað til för verður haldið áfram. Sauðá hætt að renna „Við rigguðum bara upp glæsilegu hlaðborði á tveimur tímum, óundirbúið,“ segir Örn aðspurður um hvað gestir væru að gúffa í sig. Fólk hafi tekið vel til matar síns. Hann segir enn nóg að gera í ferðamennskunni en óvíst hve lengi það vari inn í veturinn. Við þetta má bæta að Sauðá á Sauðárkróki virðist hætt að renna að mestu leyti. Í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi vestra segir að talið sé að krapastífla hafi myndast í ánni. Meðlimir björgunarsveita séu að staðsetja stífluna. Lögreglan biðlar til fólks að vera ekki á ferð við Sauðána og alls ekki í Litla-skógi né leiksvæði Árskóla, einnig að vera ekki á ferð vestan við verknámshús Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki. Veður Húnaþing vestra Skagafjörður Tengdar fréttir Veturinn skall á með skömmum fyrirvara Veturinn skall á með skömmum fyrirvara á Akureyri í dag. Stórhríð skall á snemma morguns og varð jörðin ekki lengi að verða alhvít, eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. 28. september 2021 13:13 Mikið um ökumenn í vandræðum, meðal annars á Kjalvegi Björgunarsveitir hafa fengið óvenjumikið af umferðartengdum verkefnum inn á sitt borð í dag á meðan vonskuveður gengur yfir norður- og vesturhluta landsins. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir það skjóta skökku við í ljósi þess að töluverðu púðri var eytt í að vara fólk við að vera á ferðinni á þessu svæðu í dag. 28. september 2021 14:39 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Sjá meira
Rútan rann út af þjóðvegi 1 við Hrútafjarðarháls en valt ekki. Engan sakaði og voru farþegarnir selfluttir í björgunarsveitarbílum á Hótel Laugarbakka. Ekki fyrstu ferðalangarnir til að fá inni með skömmum fyrirvara á hótelinu og vafalítið ekki þeir síðustu. Vonskuveður er víða á landinu og er appelsínugul viðvörun á Norðurlandi vestra, Vestfjörðum, Breiðafirði og Faxaflóa. Rútan klár í slaginn á ný Örn Arnarson og Hildur Ýr Arnarsdóttir reka Hótel Laugarbakka þar sem eru rúmlega hundrað manns. Bandaríkjamennirnir sjötíu og svo fleiri, meðal annars einn hópur sem hafði bókað gistingu en kom fyrr en vænta mátti sökum veðurs. Örn segir að búið sé að draga rútuna sem fór út af veginum upp og hún standi nú fyrir utan hótelið. „Það meiddist enginn og fólkið er rólegt,“ segir Örn en greina mátti mikið skvaldur í bakgrunni. Ferðalangarnir hafa greinilega nóg að ræða, svaðilför til Íslands sem í dag ber nafn með rentu. „Það er allt í fína, allir búnir að borða og eru sælir og glaðir,“ segir Örn. Fólkið var á leiðinni norður í land en bíður nú færis á Hótel Laugarbakka þangað til för verður haldið áfram. Sauðá hætt að renna „Við rigguðum bara upp glæsilegu hlaðborði á tveimur tímum, óundirbúið,“ segir Örn aðspurður um hvað gestir væru að gúffa í sig. Fólk hafi tekið vel til matar síns. Hann segir enn nóg að gera í ferðamennskunni en óvíst hve lengi það vari inn í veturinn. Við þetta má bæta að Sauðá á Sauðárkróki virðist hætt að renna að mestu leyti. Í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi vestra segir að talið sé að krapastífla hafi myndast í ánni. Meðlimir björgunarsveita séu að staðsetja stífluna. Lögreglan biðlar til fólks að vera ekki á ferð við Sauðána og alls ekki í Litla-skógi né leiksvæði Árskóla, einnig að vera ekki á ferð vestan við verknámshús Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki.
Veður Húnaþing vestra Skagafjörður Tengdar fréttir Veturinn skall á með skömmum fyrirvara Veturinn skall á með skömmum fyrirvara á Akureyri í dag. Stórhríð skall á snemma morguns og varð jörðin ekki lengi að verða alhvít, eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. 28. september 2021 13:13 Mikið um ökumenn í vandræðum, meðal annars á Kjalvegi Björgunarsveitir hafa fengið óvenjumikið af umferðartengdum verkefnum inn á sitt borð í dag á meðan vonskuveður gengur yfir norður- og vesturhluta landsins. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir það skjóta skökku við í ljósi þess að töluverðu púðri var eytt í að vara fólk við að vera á ferðinni á þessu svæðu í dag. 28. september 2021 14:39 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Sjá meira
Veturinn skall á með skömmum fyrirvara Veturinn skall á með skömmum fyrirvara á Akureyri í dag. Stórhríð skall á snemma morguns og varð jörðin ekki lengi að verða alhvít, eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. 28. september 2021 13:13
Mikið um ökumenn í vandræðum, meðal annars á Kjalvegi Björgunarsveitir hafa fengið óvenjumikið af umferðartengdum verkefnum inn á sitt borð í dag á meðan vonskuveður gengur yfir norður- og vesturhluta landsins. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir það skjóta skökku við í ljósi þess að töluverðu púðri var eytt í að vara fólk við að vera á ferðinni á þessu svæðu í dag. 28. september 2021 14:39