Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2: Endur­talning at­kvæða breytir stöðunni

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Kvöldfréttirnar eru á dagskrá klukkan 18:30.
Kvöldfréttirnar eru á dagskrá klukkan 18:30.

Farið verður ítarlega yfir tíðindi og niðurstöður Alþingiskosninga, sem fóru fram í gær, í kvöldfréttum Stöðvar 2 og Bylgjunnar kl. 18:30. Í ljós mun koma á næstu dögum hvort stjórnarflokkarnir endurnýja samstarf sitt eftir gott gengi í kosningunum og mun Heimir Már Pétursson fara yfir málið.

Stórtíðindi bárust nú undir kvöld eftir að endurtalning atkvæða fór fram í Norðvesturkjördæmi, en oftalin atkvæði nokkurra flokka í kjördæminu urðu til þess að riðla jöfnunarsætum í öðrum kjördæmum. Fréttastofan mun greina ítarlega frá.

Fjöldi nýrra þingmanna tekur sæti á Alþingi í haust og við heyrum í nýliðum Flokks fólksins segist hafa gengið með þingmannsdraum í maganum í fjóra áratugi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×