Menntun í ferðatösku áfram í boði í Kenía Heimsljós 24. september 2021 10:21 Matvara keypt fyrir broskalla. Broskallar Verkefnið felur í sér tæknistudda kennslu til að aðstoða börn, sem búa við sára fátækt. Styrktarfélagið Broskallar hlaut á dögunum áframhaldandi styrk við verkefnið Menntun í ferðatösku sem félagið hefur rekið í Kenía undanfarin ár. Verkefnið felur í sér tæknistudda kennslu til að aðstoða börn, sem búa við sára fátækt á völdum svæðum í Kenía, við að ljúka grunnskóla- og framhaldsskólanámi, þannig að þau eigi möguleika á að ná inntökuskilyrðum í háskóla. Að sögn Gunnars Stefánssonar hjá Brosköllum fer námið fram í gegnum spjaldtölvur sem komið er fyrir á völdum bókasöfnum ásamt því að séð er til þess að bókasafnið geti nettengt tölvurnar svo nemendurnir hafi aðgang að æfingarkefinu „tutor-web“ sem þróað var í samvinnu við aðra aðila. Dæmigerð "búð" í bókasafni: Prótínstangir, djús, ávextir, skafmiðar fyrir gagnamagn og dömubindi.Broskallar „Í fyrri fasa verkefnisins var tölvunum komið fyrir í skólum en eftir COVID-19 og í ljósi skólalokanna víða í heiminum var ákveðið að leggja aðal áherslu á nám í bókasöfnum. Á söfnunum er nemendum lánuð spjöldin en auk einkunna umbunar æfingakerfið með sérhæfðri rafmynt, brosköllum. Nemendur fá að safna brosköllum til að kaupa spjöldin. Nemendum er einnig gefin minni umbun í brosköllum til að kaupa ávexti, dömubindi og fleira í bókasöfnunum,“ segir Gunnar. Lögð er áhersla á stærðfræðikunnáttu og Gunnar segir ástæðuna fyrir því meðal annars vera þá að nemendur í Kenía séu almennt læsir og ljúki grunnskóla sem skyldunámi. „Margir nemendanna halda áfram og ljúka framhaldsskóla en falla síðan á inntökuprófum í háskóla. Þetta á sérstaklega við um fátækari svæðin þar sem nemendur hafa ekki aðgang að kennurum sem hafa gott vald á efninu. Hugmyndafræði verkefnisins byggir þannig á reynslu aðstandenda félagsins af kennslu og kennsluhugbúnaði ásamt samvinnu í Kenía.“ Á þeim níu mánuðum sem liðnir eru frá því verkefnið var fyrst kynnt í bókasöfnum hafa yfir 1000 nemendur klárað æfingasöfn með notkun spjaldanna og yfir 200 nemendur hafa keypt spjaldtölvur fyrir broskalla. Staðsetningar fyrstu 10 bókasafnanna. KNLS söfnin eru tengd Keníska almenningsbókasafnskerfinu en hin eru sjálfstæð hverfisbókasöfn þar sem nemendur koma til að læra. Á myndinni eru þrjú School of Hope bókasöfn sem eru rekin af Challenge Aid samtökunum, en sjást aðeins sem punktar í Naíróbí.Broskallar Því er við að bæta að Gunnar Stefánsson, sem er prófessor við raunvísindadeild Háskóla Íslands, heldur erindi í Háskóla Íslands á þriðjudag um notkun rafmynta og tölvustudda kennslu á fátækustu svæðum Kenía. Erindið er hluti af fyrirlestrarröðinni „Bálkakeðjur á þriðjudögum“. Fyrirlesturinn verður í sal 3 í Háskólabíói en honum verður einnig streymt. Styrkurinn er hluti af samstarfi utanríkisráðuneytisins við íslensk félagasamtök í þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð. Opið er fyrir umsóknir til mannúðaraðstoðar allt árið svo lengi sem fjárheimildir leyfa. Allar nánari upplýsingar má finna hér. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Kenía Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent
Styrktarfélagið Broskallar hlaut á dögunum áframhaldandi styrk við verkefnið Menntun í ferðatösku sem félagið hefur rekið í Kenía undanfarin ár. Verkefnið felur í sér tæknistudda kennslu til að aðstoða börn, sem búa við sára fátækt á völdum svæðum í Kenía, við að ljúka grunnskóla- og framhaldsskólanámi, þannig að þau eigi möguleika á að ná inntökuskilyrðum í háskóla. Að sögn Gunnars Stefánssonar hjá Brosköllum fer námið fram í gegnum spjaldtölvur sem komið er fyrir á völdum bókasöfnum ásamt því að séð er til þess að bókasafnið geti nettengt tölvurnar svo nemendurnir hafi aðgang að æfingarkefinu „tutor-web“ sem þróað var í samvinnu við aðra aðila. Dæmigerð "búð" í bókasafni: Prótínstangir, djús, ávextir, skafmiðar fyrir gagnamagn og dömubindi.Broskallar „Í fyrri fasa verkefnisins var tölvunum komið fyrir í skólum en eftir COVID-19 og í ljósi skólalokanna víða í heiminum var ákveðið að leggja aðal áherslu á nám í bókasöfnum. Á söfnunum er nemendum lánuð spjöldin en auk einkunna umbunar æfingakerfið með sérhæfðri rafmynt, brosköllum. Nemendur fá að safna brosköllum til að kaupa spjöldin. Nemendum er einnig gefin minni umbun í brosköllum til að kaupa ávexti, dömubindi og fleira í bókasöfnunum,“ segir Gunnar. Lögð er áhersla á stærðfræðikunnáttu og Gunnar segir ástæðuna fyrir því meðal annars vera þá að nemendur í Kenía séu almennt læsir og ljúki grunnskóla sem skyldunámi. „Margir nemendanna halda áfram og ljúka framhaldsskóla en falla síðan á inntökuprófum í háskóla. Þetta á sérstaklega við um fátækari svæðin þar sem nemendur hafa ekki aðgang að kennurum sem hafa gott vald á efninu. Hugmyndafræði verkefnisins byggir þannig á reynslu aðstandenda félagsins af kennslu og kennsluhugbúnaði ásamt samvinnu í Kenía.“ Á þeim níu mánuðum sem liðnir eru frá því verkefnið var fyrst kynnt í bókasöfnum hafa yfir 1000 nemendur klárað æfingasöfn með notkun spjaldanna og yfir 200 nemendur hafa keypt spjaldtölvur fyrir broskalla. Staðsetningar fyrstu 10 bókasafnanna. KNLS söfnin eru tengd Keníska almenningsbókasafnskerfinu en hin eru sjálfstæð hverfisbókasöfn þar sem nemendur koma til að læra. Á myndinni eru þrjú School of Hope bókasöfn sem eru rekin af Challenge Aid samtökunum, en sjást aðeins sem punktar í Naíróbí.Broskallar Því er við að bæta að Gunnar Stefánsson, sem er prófessor við raunvísindadeild Háskóla Íslands, heldur erindi í Háskóla Íslands á þriðjudag um notkun rafmynta og tölvustudda kennslu á fátækustu svæðum Kenía. Erindið er hluti af fyrirlestrarröðinni „Bálkakeðjur á þriðjudögum“. Fyrirlesturinn verður í sal 3 í Háskólabíói en honum verður einnig streymt. Styrkurinn er hluti af samstarfi utanríkisráðuneytisins við íslensk félagasamtök í þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð. Opið er fyrir umsóknir til mannúðaraðstoðar allt árið svo lengi sem fjárheimildir leyfa. Allar nánari upplýsingar má finna hér. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Kenía Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent