Slakt ár hjá Katrínu Tönju kallar á sérstaka greiningu frá Morning Chalk Up Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. september 2021 08:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur verið við æfingar á Íslandi undanfarið. Instagram/@katrintanja Íslenska CrossFit drottningin Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur sýnt ótrúlegan stöðugleika í sinni íþrótt undanfarin ár og þó hún hafi ekki bætt við fleiri heimsmeistaratitlum frá 2016 þá hefur hún alltaf verið í toppbaráttunni á heimsleikunum eða þar til í ár. Einn fremsti CrossFit miðillinn, Morning Chalk Up, þótti slakur árangur hjá Katrínu, einni af þeim stærstu í íþróttagreininni, ástæða fyrir frekari greiningu. Það má finna hana á vefsíðu Morning Chalk Up. Katrín Tanja náði aðeins tíunda sæti á heimsleikunum í ár eftir að hafa unnið silfurverðlaun árið á undan. Margir bjuggust við meiru af henni og hún sjálf örugglega líka. Katrín náði að vinan sig inn á topp tíu í síðustu fjórum greinunum en endaði fimmtán stigum á eftir níunda sætinu og 178 stigum á eftir Anníe Mist Þórisdóttur sem tók bronsið. Nýr æfingafélagi Katrínar, Amanda Barnhart, var í næsta sæti á undan henni. Þrjár ungar CrossFit konur, Haley Adams, Gabriela Migala og Mallory O´Brien voru allar á undan okkar konu sem sýnir líka að samkeppnin er alltaf að aukast meðal þeirra allra bestu. O´Brien er 17 ára, Adams tvítug og Migala 22 ára. Katrín varð heimsmeistari 2015 og 2016 og hafði síðan alltaf verið meðal fimm efstu á heimsleikunum. Það þarf því að fara alla leið aftur til ársins 2014 til að finna slakari frammistöðu hjá henni. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Tommy Marquez á Morning Chalk Up fór þarna yfir frammistöðu Katrínu Tönju og greindi hvað orsakaði það að hún náði bara tíunda sætinu í ár. Greining Tommy er fyrir innan áskriftarvegginn á Morning Chalk Up síðunni. Tommy fer meðal annars yfir það hvernig bakmeiðslin hafa verið að trufla okkar konu en hann er sannfærður um að sleðahundurinn (sleddog) eins og Katrín er kölluð eigi eftir að afreka ýmislegt ennþá í CrossFit íþróttinni. Hún er enn bara 28 ára gömul og fyrirmyndin hennar Anníe Mist er þremur árum eldri og komst á verðlaunapall í ár. Katrín Tanja hlóð batteríin á Hawaii-eyjum og hefur síðan verið við æfingar á Íslandi síðustu vikur. Fram undan er síðan fyrsta mótið eftir heimsleikana en hún mun keppa á Rogue Invitational í lok október. Það eru því ekki bara Tommy Marquez sem bíða spennt eftir að sjá hvort árið 2021 sé það sem koma skal hjá Katrínu eða hvort að það var árið sem sker sig úr. CrossFit Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Sjá meira
Einn fremsti CrossFit miðillinn, Morning Chalk Up, þótti slakur árangur hjá Katrínu, einni af þeim stærstu í íþróttagreininni, ástæða fyrir frekari greiningu. Það má finna hana á vefsíðu Morning Chalk Up. Katrín Tanja náði aðeins tíunda sæti á heimsleikunum í ár eftir að hafa unnið silfurverðlaun árið á undan. Margir bjuggust við meiru af henni og hún sjálf örugglega líka. Katrín náði að vinan sig inn á topp tíu í síðustu fjórum greinunum en endaði fimmtán stigum á eftir níunda sætinu og 178 stigum á eftir Anníe Mist Þórisdóttur sem tók bronsið. Nýr æfingafélagi Katrínar, Amanda Barnhart, var í næsta sæti á undan henni. Þrjár ungar CrossFit konur, Haley Adams, Gabriela Migala og Mallory O´Brien voru allar á undan okkar konu sem sýnir líka að samkeppnin er alltaf að aukast meðal þeirra allra bestu. O´Brien er 17 ára, Adams tvítug og Migala 22 ára. Katrín varð heimsmeistari 2015 og 2016 og hafði síðan alltaf verið meðal fimm efstu á heimsleikunum. Það þarf því að fara alla leið aftur til ársins 2014 til að finna slakari frammistöðu hjá henni. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Tommy Marquez á Morning Chalk Up fór þarna yfir frammistöðu Katrínu Tönju og greindi hvað orsakaði það að hún náði bara tíunda sætinu í ár. Greining Tommy er fyrir innan áskriftarvegginn á Morning Chalk Up síðunni. Tommy fer meðal annars yfir það hvernig bakmeiðslin hafa verið að trufla okkar konu en hann er sannfærður um að sleðahundurinn (sleddog) eins og Katrín er kölluð eigi eftir að afreka ýmislegt ennþá í CrossFit íþróttinni. Hún er enn bara 28 ára gömul og fyrirmyndin hennar Anníe Mist er þremur árum eldri og komst á verðlaunapall í ár. Katrín Tanja hlóð batteríin á Hawaii-eyjum og hefur síðan verið við æfingar á Íslandi síðustu vikur. Fram undan er síðan fyrsta mótið eftir heimsleikana en hún mun keppa á Rogue Invitational í lok október. Það eru því ekki bara Tommy Marquez sem bíða spennt eftir að sjá hvort árið 2021 sé það sem koma skal hjá Katrínu eða hvort að það var árið sem sker sig úr.
CrossFit Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Sjá meira