Stóðu í skugganum en tæpar tvær milljónir sáu þær mæta Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 24. september 2021 07:30 Hollenska landsliðið var nokkuð sannfærandi gegn Íslandi á Laugardalsvelli á þriðjudag og vann 2-0 sigur. vísir/hulda margrét Einn af vitnisburðum þess hvernig knattspyrnu kvenna hefur vaxið fiskur um hrygg á síðustu árum er snaraukinn áhugi Hollendinga á kvennalandsliði sínu sem mætti Íslandi í vikunni. Þrátt fyrir að Holland teljist ein af stórþjóðum knattspyrnusögunnar þá var áhugi á hollenska kvennalandsliðinu afar takmarkaður fyrir ekki meira en áratug síðan. Þá var liðið þó oftast í 14. sæti heimslistans eða þar um bil og komst í undanúrslit á EM 2009. Þegar Holland mætti Íslandi í undankeppni HM á þriðjudaginn, á Laugardalsvelli, fylgdust hins vegar 1,8 milljón manns með beinni útsendingu í hollenska sjónvarpinu. Þeir áhorfendur ættu að hafa verið ánægðir með úrslitin; 2-0 sigur Hollendinga. Þessar áhorfstölur ríma ágætlega við áhugann á hollenska liðinu á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar þar sem liðið féll úr keppni í 8-liða úrslitum eftir vítaspyrnukeppni gegn Bandaríkjunum. Um 2,4 milljónir sáu leikinn við Bandaríkjunum, segir Emma Coolen sem hefur fjallað um hollenska kvennalandsliðið og fylgdi því meðal annars eftir á HM 2019. | TV viewers in The Netherlands for recent @oranjevrouwen games:Olympicsvs Zambia 1.5Mvs @USWNT 2.4M@FIFAWWC qualifiersvs @footballiceland 1.8MWhile just decade ago, most of the general public didn't know we even had a women's national team.Proud. pic.twitter.com/fdKGjlT7mW— Emma Coolen (@emmacoolen24) September 23, 2021 Hollenski hópurinn sló í gegn á heimavelli á EM 2017 og landaði þar Evrópumeistaratitlinum, og sá árangur festi leikmennina endanlega í sessi sem stjörnur í heimalandinu sem fylgst er með í sjónvarpi. Uppgangurinn var því hraður eftir að Holland féll úr leik í riðlakeppni EM árið 2013, eftir skallamark Dagnýjar Brynjarsdóttur í 1-0 tapi gegn Íslandi. Þá voru stjörnur samtímans á borð við Lieke Martens, Daniëlle van de Donk og Sherida Spitse byrjaðar að gera sig gildandi í hollenska liðinu. Hollendingar fagna Evrópumeistaratitlinum á heimavelli árið 2017.Getty Liðið hefur verið með á öllum stórmótum síðan þá, fyrir utan Ólympíuleikana 2016, og í hópinn hafa bæst stjörnur á borð við markamaskínuna Vivianne Miedema úr Arsenal og Jackie Groenen, miðjumann Manchester United, sem skoraði glæsimark gegn Íslandi, auk fleiri. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Margar lofandi sóknir á móti Evrópumeisturunum en vantaði skotin: Myndir Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu hóf undankeppni HM 2023 á 2-0 tapi á heimavelli en það fylgir sögunni að þar fóru Evrópumeistarar Hollands sem var einnig silfurliðið á síðasta heimsmeistaramóti. 21. september 2021 22:01 Glódís: „Við erum í séns og við eigum að nýta þessi hálffæri sem við fáum betur“ Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, segist vera stolt af liðsfélögum sínum eftir 2-0 tap gegn því hollenska. Hún segir enn fremur að liðið geti dregið mikinn lærdóm af leiknum og að þær verði að nýta þau tækifæri sem gefast. 21. september 2021 21:24 Einkunnir Íslands: Dísirnar náðu mestu flugi í Dalnum Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta komst ágætlega frá sínu í leiknum við Evrópumeistara Hollands á Laugardalsvelli í kvöld. Niðurstaðan varð þó 2-0 tap. 21. september 2021 21:04 Umfjöllun: Ísland - Holland 0-2 |Evrópumeistararnir of stór biti Ísland hóf undankeppni HM kvenna í fótbolta á 2-0 tapi gegn besta liði C-riðils, Evrópumeisturum Hollands, á Laugardalsvelli í kvöld. 21. september 2021 21:26 Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira
Þrátt fyrir að Holland teljist ein af stórþjóðum knattspyrnusögunnar þá var áhugi á hollenska kvennalandsliðinu afar takmarkaður fyrir ekki meira en áratug síðan. Þá var liðið þó oftast í 14. sæti heimslistans eða þar um bil og komst í undanúrslit á EM 2009. Þegar Holland mætti Íslandi í undankeppni HM á þriðjudaginn, á Laugardalsvelli, fylgdust hins vegar 1,8 milljón manns með beinni útsendingu í hollenska sjónvarpinu. Þeir áhorfendur ættu að hafa verið ánægðir með úrslitin; 2-0 sigur Hollendinga. Þessar áhorfstölur ríma ágætlega við áhugann á hollenska liðinu á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar þar sem liðið féll úr keppni í 8-liða úrslitum eftir vítaspyrnukeppni gegn Bandaríkjunum. Um 2,4 milljónir sáu leikinn við Bandaríkjunum, segir Emma Coolen sem hefur fjallað um hollenska kvennalandsliðið og fylgdi því meðal annars eftir á HM 2019. | TV viewers in The Netherlands for recent @oranjevrouwen games:Olympicsvs Zambia 1.5Mvs @USWNT 2.4M@FIFAWWC qualifiersvs @footballiceland 1.8MWhile just decade ago, most of the general public didn't know we even had a women's national team.Proud. pic.twitter.com/fdKGjlT7mW— Emma Coolen (@emmacoolen24) September 23, 2021 Hollenski hópurinn sló í gegn á heimavelli á EM 2017 og landaði þar Evrópumeistaratitlinum, og sá árangur festi leikmennina endanlega í sessi sem stjörnur í heimalandinu sem fylgst er með í sjónvarpi. Uppgangurinn var því hraður eftir að Holland féll úr leik í riðlakeppni EM árið 2013, eftir skallamark Dagnýjar Brynjarsdóttur í 1-0 tapi gegn Íslandi. Þá voru stjörnur samtímans á borð við Lieke Martens, Daniëlle van de Donk og Sherida Spitse byrjaðar að gera sig gildandi í hollenska liðinu. Hollendingar fagna Evrópumeistaratitlinum á heimavelli árið 2017.Getty Liðið hefur verið með á öllum stórmótum síðan þá, fyrir utan Ólympíuleikana 2016, og í hópinn hafa bæst stjörnur á borð við markamaskínuna Vivianne Miedema úr Arsenal og Jackie Groenen, miðjumann Manchester United, sem skoraði glæsimark gegn Íslandi, auk fleiri.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Margar lofandi sóknir á móti Evrópumeisturunum en vantaði skotin: Myndir Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu hóf undankeppni HM 2023 á 2-0 tapi á heimavelli en það fylgir sögunni að þar fóru Evrópumeistarar Hollands sem var einnig silfurliðið á síðasta heimsmeistaramóti. 21. september 2021 22:01 Glódís: „Við erum í séns og við eigum að nýta þessi hálffæri sem við fáum betur“ Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, segist vera stolt af liðsfélögum sínum eftir 2-0 tap gegn því hollenska. Hún segir enn fremur að liðið geti dregið mikinn lærdóm af leiknum og að þær verði að nýta þau tækifæri sem gefast. 21. september 2021 21:24 Einkunnir Íslands: Dísirnar náðu mestu flugi í Dalnum Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta komst ágætlega frá sínu í leiknum við Evrópumeistara Hollands á Laugardalsvelli í kvöld. Niðurstaðan varð þó 2-0 tap. 21. september 2021 21:04 Umfjöllun: Ísland - Holland 0-2 |Evrópumeistararnir of stór biti Ísland hóf undankeppni HM kvenna í fótbolta á 2-0 tapi gegn besta liði C-riðils, Evrópumeisturum Hollands, á Laugardalsvelli í kvöld. 21. september 2021 21:26 Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira
Margar lofandi sóknir á móti Evrópumeisturunum en vantaði skotin: Myndir Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu hóf undankeppni HM 2023 á 2-0 tapi á heimavelli en það fylgir sögunni að þar fóru Evrópumeistarar Hollands sem var einnig silfurliðið á síðasta heimsmeistaramóti. 21. september 2021 22:01
Glódís: „Við erum í séns og við eigum að nýta þessi hálffæri sem við fáum betur“ Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, segist vera stolt af liðsfélögum sínum eftir 2-0 tap gegn því hollenska. Hún segir enn fremur að liðið geti dregið mikinn lærdóm af leiknum og að þær verði að nýta þau tækifæri sem gefast. 21. september 2021 21:24
Einkunnir Íslands: Dísirnar náðu mestu flugi í Dalnum Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta komst ágætlega frá sínu í leiknum við Evrópumeistara Hollands á Laugardalsvelli í kvöld. Niðurstaðan varð þó 2-0 tap. 21. september 2021 21:04
Umfjöllun: Ísland - Holland 0-2 |Evrópumeistararnir of stór biti Ísland hóf undankeppni HM kvenna í fótbolta á 2-0 tapi gegn besta liði C-riðils, Evrópumeisturum Hollands, á Laugardalsvelli í kvöld. 21. september 2021 21:26