Ryder Cup hefst á morgun: „Ég hvet alla íþróttaáhugamenn að horfa á þetta mót“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. september 2021 19:02 Þorsteinn Hallgrímsson fór yfir það sem framundan er á Ryder Cup sem fram fer um helgina. Mynd/Skjáskot Golfsérfræðingurinn Þorsteinn Hallgrímsson ræddi við Stöð 2 í dag í aðdraganda Ryder Cup sem hefst á morgun. Hann segir að mikil eftirvænting sé fyrir mótinu og hvetur alla íþróttaáhugamenn að fylgjast vel með. „Þetta er stórviðburðurinn á árinu í karlagolfinu. Við fengum náttúrulega Solheim Cup um daginn hjá konunum og það er alltaf mikil eftirvænting og spenna fyrir Ryder Cup,“ sagði . En hvernig er mótafyrirkomulagið í ár? „Það er náttúrulega þessi liðakeppni. Ryder Cup og Solheim Cup eru öðruvísi heldur en venjuleg mót.“ „Það eru tvö tólf manna lið, eitt frá Evrópu og eitt frá Bandaríkjunum og það er leikið með holukeppnisfyrirkomulagi. Til að gera þetta enn flóknara þá eru þrjár tegundir af leikformi sem eru leikin yfir þessa þrjá daga sem mótið er. En þetta er gríðarlega spennandi.“ Evrópa hefur verið mep ágætis tök á þessu móti á seinustu árum en Þorsteinn segir að Bandaríkjamenn séu líklegir til árangurs í ár. „Í síðustu tólf skipti sem hefur verið leikið hefur Evrópa sigrað níu sinnum, og í ellefu skipti af þesum tólf hefur Evrópa verið með veikara lið samkvæmt stöðu heimslistans og það er þannig núna.“ „Ef við tökum þetta tólf manna lið Bandaríkjamanna þá eru þeir að meðaltali í níunda sæti á heimslistanum, á meðan að Evrópa, ef að við tökum meðaltal af þeirra tólf manna liði, þá er það rúmlega þrítugasta sæti.“ „Þannig að fyrirfram eiga Bandaríkjamenn að taka þetta, en það sem að Evrópa hefur fram yfir Bandaríkjamenn er að það er svo gaman hjá Evrópustrákunum. Þeir eru svona meira lið og ná betur saman.“ Mikil stemning hefur myndast í kringum mótið á seinustu árum, og aðspurður segir Þorsteinn að þetta verði stærra en kosningarnar sem fara einnig fram um helgina. „Já, það er svo gaman að fylgjast með þessu,“ sagði Þorsteinn léttur. „Þetta verður algjör veisla. Við byrjum klukkan 12 á morgun og við sýnum hvert einasta högg sem verður slegið fram á sunnudagskvöld og svo klárum við með verðlaunaafhendingunni. Þetta verður algjör veisla alla helgina.“ „Ég hvet alla golfáhugamenn og íþróttaáhugamenn að horfa á þetta mót. Þetta er svo skemmtilegt,“ sagði Þorsteinn að lokum. Viðtalið við Þorstein má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Ryder Cup viðtal Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
„Þetta er stórviðburðurinn á árinu í karlagolfinu. Við fengum náttúrulega Solheim Cup um daginn hjá konunum og það er alltaf mikil eftirvænting og spenna fyrir Ryder Cup,“ sagði . En hvernig er mótafyrirkomulagið í ár? „Það er náttúrulega þessi liðakeppni. Ryder Cup og Solheim Cup eru öðruvísi heldur en venjuleg mót.“ „Það eru tvö tólf manna lið, eitt frá Evrópu og eitt frá Bandaríkjunum og það er leikið með holukeppnisfyrirkomulagi. Til að gera þetta enn flóknara þá eru þrjár tegundir af leikformi sem eru leikin yfir þessa þrjá daga sem mótið er. En þetta er gríðarlega spennandi.“ Evrópa hefur verið mep ágætis tök á þessu móti á seinustu árum en Þorsteinn segir að Bandaríkjamenn séu líklegir til árangurs í ár. „Í síðustu tólf skipti sem hefur verið leikið hefur Evrópa sigrað níu sinnum, og í ellefu skipti af þesum tólf hefur Evrópa verið með veikara lið samkvæmt stöðu heimslistans og það er þannig núna.“ „Ef við tökum þetta tólf manna lið Bandaríkjamanna þá eru þeir að meðaltali í níunda sæti á heimslistanum, á meðan að Evrópa, ef að við tökum meðaltal af þeirra tólf manna liði, þá er það rúmlega þrítugasta sæti.“ „Þannig að fyrirfram eiga Bandaríkjamenn að taka þetta, en það sem að Evrópa hefur fram yfir Bandaríkjamenn er að það er svo gaman hjá Evrópustrákunum. Þeir eru svona meira lið og ná betur saman.“ Mikil stemning hefur myndast í kringum mótið á seinustu árum, og aðspurður segir Þorsteinn að þetta verði stærra en kosningarnar sem fara einnig fram um helgina. „Já, það er svo gaman að fylgjast með þessu,“ sagði Þorsteinn léttur. „Þetta verður algjör veisla. Við byrjum klukkan 12 á morgun og við sýnum hvert einasta högg sem verður slegið fram á sunnudagskvöld og svo klárum við með verðlaunaafhendingunni. Þetta verður algjör veisla alla helgina.“ „Ég hvet alla golfáhugamenn og íþróttaáhugamenn að horfa á þetta mót. Þetta er svo skemmtilegt,“ sagði Þorsteinn að lokum. Viðtalið við Þorstein má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Ryder Cup viðtal Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira