Forseti Barcelona að missa þolinmæðina á Koeman Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. september 2021 16:30 Ólíklegt þykir að Ronald Koeman verði mikið lengur í starfi knattspyrnustjóra Barcelona. getty/Urbanandsport Joan Laporta, forseti Barcelona, viðurkennir að hann sé að missa þolinmæðina á Ronald Koeman, knattspyrnustjóra liðsins. Blaðamannafundur Koemans í gær var afar sérstakur. Hann settist niður, las upp yfirlýsingu og gekk svo út án þess að svara einni einustu spurningu. Laporta vissi ekki af þessum fyriráætlunum Koemans fyrr en rétt fyrir fundinn. „Við fundum út á síðustu stundu að hann ætlaði að lesa upp yfirlýsingu. Hann þarf að mæta á blaðamannafundi en er frjálst að gera það sem hann vill á þeim. Við virðum ákvörðun hans en við og fyrirliðar liðsins fréttum af þessu á síðustu stundu,“ sagði Laporta við Sport. Hann svaraði játandi er hann var spurður hvort þolinmæðin gagnvart Koeman væri á þrotum. „Já, að sjálfsögðu,“ svaraði Laporta. Hann réði ekki Koeman heldur forveri hans í starfi, Josep Maria Bartomeu. Samband þeirra Koemans og Laportas er ekki gott og talið er líklegt að Hollendingurinn verði látinn fara frá Barcelona fyrr en seinna. Barcelona mætir Cádiz í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Börsungar hafa farið rólega af stað á tímabilinu og eru með átta stig eftir fjóra leiki í spænsku deildinni og steinlágu fyrir Bayern München, 0-3, í fyrsta leik sínum í Meistaradeild Evrópu. Í síðasta leik sínum gerði Barcelona 1-1 jafntefli við Granada. Það þótti til marks um ástandið hjá Barcelona að Koeman setti miðvörðinn Gerard Pique í fremstu víglínu á lokakafla leiksins og Börsungar dældu boltanum inn í vítateig Granada á hann og Luuk de Jong. Það skilaði allavega jöfnunarmarki en Ronald Araújo skoraði með skalla á lokamínútunni eftir sendingu frá hinum sautján ára Gavi. Spænski boltinn Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Sjá meira
Blaðamannafundur Koemans í gær var afar sérstakur. Hann settist niður, las upp yfirlýsingu og gekk svo út án þess að svara einni einustu spurningu. Laporta vissi ekki af þessum fyriráætlunum Koemans fyrr en rétt fyrir fundinn. „Við fundum út á síðustu stundu að hann ætlaði að lesa upp yfirlýsingu. Hann þarf að mæta á blaðamannafundi en er frjálst að gera það sem hann vill á þeim. Við virðum ákvörðun hans en við og fyrirliðar liðsins fréttum af þessu á síðustu stundu,“ sagði Laporta við Sport. Hann svaraði játandi er hann var spurður hvort þolinmæðin gagnvart Koeman væri á þrotum. „Já, að sjálfsögðu,“ svaraði Laporta. Hann réði ekki Koeman heldur forveri hans í starfi, Josep Maria Bartomeu. Samband þeirra Koemans og Laportas er ekki gott og talið er líklegt að Hollendingurinn verði látinn fara frá Barcelona fyrr en seinna. Barcelona mætir Cádiz í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Börsungar hafa farið rólega af stað á tímabilinu og eru með átta stig eftir fjóra leiki í spænsku deildinni og steinlágu fyrir Bayern München, 0-3, í fyrsta leik sínum í Meistaradeild Evrópu. Í síðasta leik sínum gerði Barcelona 1-1 jafntefli við Granada. Það þótti til marks um ástandið hjá Barcelona að Koeman setti miðvörðinn Gerard Pique í fremstu víglínu á lokakafla leiksins og Börsungar dældu boltanum inn í vítateig Granada á hann og Luuk de Jong. Það skilaði allavega jöfnunarmarki en Ronald Araújo skoraði með skalla á lokamínútunni eftir sendingu frá hinum sautján ára Gavi.
Spænski boltinn Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Sjá meira