Ostahattar Ryderliðs Evrópu vöktu mikla athygli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. september 2021 11:30 Shane Lowry, Tyrrell Hatton, Padraig Harrington, Jon Rahm og Sergio Garcia sjást hér með ostahattana sína. Getty/Andrew Redington Evrópsku kylfingarnir eru alveg til í smá fíflalæti nú þegar þeir byggja upp stemmninguna innan síns liðs fyrir keppnina á móti öflugu bandarísku Ryderliði. Ryderbikarinn í golfi hefst á morgun og fer hann að þessu sinni fram í Bandaríkjunum. Þetta er í 43. sinn sem keppnin fer fram en hún skapar sér sérstakan sess meðal golfáhugamanna. Evrópubúum hefur gengið afar vel í Ryderbikarnum undanfarið en Evrópu hefur unnið sjö af síðustu níu keppnum sínum við Bandaríkin. Sameiginlegt lið Evrópu skipað tólf kylfingum keppir þarna við tólf manna úrvalslið Bandaríkjamanna í fjórleik, fjórmenningi og holukeppni. Bandaríkjamenn eru enn á ný sigurstranglegri enda með átta af tíu hæstu mönnunum á heimslistanum. Stemmning innan Evrópuliðsins hefur jafnan verið frábær og hjálpað til að vinna Ryderbikarinn svo oft á undanförnum árum. Í síðasta Ryderbikar í París árið 2018 þá vann Evrópa mjög örugglega með 17,5 stig á móti 10,5 stigum. Að þessu sinni fer Ryderbikarinn frá Whistling Straits golfvellinum í Wisconsin fylki í norður Bandaríkjunum. Stöð 2 Golf mun sýna alla dagana beint frá föstudegi til sunnudags. Liðsmenn Evrópumanna brugðu af þeirri ástæðu á leik í gær og litu í leiðinni út eins og stuðningsmenn NFL-liðsins Green Bay Packers. Evrópsku kylfingarnir settu nefnilega allir upp ostahatta eins og fólk er vanalegt að sjá í stúkunni á Lambeau Field, þeirra Green Bay Packers manna. Ætlunin var væntanlega að höfða til heimamanna sem eru stoltir af ostaframleiðslu sinni í Wisconsin fylki. Þeir komust með þessu uppátæki sínu á forsíðurnar hjá flestu ensku blöðunum en ekki er víst að þeir hafi verið jafn áberandi í bandarísku blöðunum. Hér fyrir neðan má sjá hattaleik evrópsku kylfinganna á forsíðum ensku blaðanna. Skjámynd/The Daily Telegraph Skjámynd/The Daily Star Skjámynd/Daily Mirror Skjámynd/The Daily Mail Skjámynd/The Daily Express Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Sjá meira
Ryderbikarinn í golfi hefst á morgun og fer hann að þessu sinni fram í Bandaríkjunum. Þetta er í 43. sinn sem keppnin fer fram en hún skapar sér sérstakan sess meðal golfáhugamanna. Evrópubúum hefur gengið afar vel í Ryderbikarnum undanfarið en Evrópu hefur unnið sjö af síðustu níu keppnum sínum við Bandaríkin. Sameiginlegt lið Evrópu skipað tólf kylfingum keppir þarna við tólf manna úrvalslið Bandaríkjamanna í fjórleik, fjórmenningi og holukeppni. Bandaríkjamenn eru enn á ný sigurstranglegri enda með átta af tíu hæstu mönnunum á heimslistanum. Stemmning innan Evrópuliðsins hefur jafnan verið frábær og hjálpað til að vinna Ryderbikarinn svo oft á undanförnum árum. Í síðasta Ryderbikar í París árið 2018 þá vann Evrópa mjög örugglega með 17,5 stig á móti 10,5 stigum. Að þessu sinni fer Ryderbikarinn frá Whistling Straits golfvellinum í Wisconsin fylki í norður Bandaríkjunum. Stöð 2 Golf mun sýna alla dagana beint frá föstudegi til sunnudags. Liðsmenn Evrópumanna brugðu af þeirri ástæðu á leik í gær og litu í leiðinni út eins og stuðningsmenn NFL-liðsins Green Bay Packers. Evrópsku kylfingarnir settu nefnilega allir upp ostahatta eins og fólk er vanalegt að sjá í stúkunni á Lambeau Field, þeirra Green Bay Packers manna. Ætlunin var væntanlega að höfða til heimamanna sem eru stoltir af ostaframleiðslu sinni í Wisconsin fylki. Þeir komust með þessu uppátæki sínu á forsíðurnar hjá flestu ensku blöðunum en ekki er víst að þeir hafi verið jafn áberandi í bandarísku blöðunum. Hér fyrir neðan má sjá hattaleik evrópsku kylfinganna á forsíðum ensku blaðanna. Skjámynd/The Daily Telegraph Skjámynd/The Daily Star Skjámynd/Daily Mirror Skjámynd/The Daily Mail Skjámynd/The Daily Express
Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Sjá meira