Ostahattar Ryderliðs Evrópu vöktu mikla athygli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. september 2021 11:30 Shane Lowry, Tyrrell Hatton, Padraig Harrington, Jon Rahm og Sergio Garcia sjást hér með ostahattana sína. Getty/Andrew Redington Evrópsku kylfingarnir eru alveg til í smá fíflalæti nú þegar þeir byggja upp stemmninguna innan síns liðs fyrir keppnina á móti öflugu bandarísku Ryderliði. Ryderbikarinn í golfi hefst á morgun og fer hann að þessu sinni fram í Bandaríkjunum. Þetta er í 43. sinn sem keppnin fer fram en hún skapar sér sérstakan sess meðal golfáhugamanna. Evrópubúum hefur gengið afar vel í Ryderbikarnum undanfarið en Evrópu hefur unnið sjö af síðustu níu keppnum sínum við Bandaríkin. Sameiginlegt lið Evrópu skipað tólf kylfingum keppir þarna við tólf manna úrvalslið Bandaríkjamanna í fjórleik, fjórmenningi og holukeppni. Bandaríkjamenn eru enn á ný sigurstranglegri enda með átta af tíu hæstu mönnunum á heimslistanum. Stemmning innan Evrópuliðsins hefur jafnan verið frábær og hjálpað til að vinna Ryderbikarinn svo oft á undanförnum árum. Í síðasta Ryderbikar í París árið 2018 þá vann Evrópa mjög örugglega með 17,5 stig á móti 10,5 stigum. Að þessu sinni fer Ryderbikarinn frá Whistling Straits golfvellinum í Wisconsin fylki í norður Bandaríkjunum. Stöð 2 Golf mun sýna alla dagana beint frá föstudegi til sunnudags. Liðsmenn Evrópumanna brugðu af þeirri ástæðu á leik í gær og litu í leiðinni út eins og stuðningsmenn NFL-liðsins Green Bay Packers. Evrópsku kylfingarnir settu nefnilega allir upp ostahatta eins og fólk er vanalegt að sjá í stúkunni á Lambeau Field, þeirra Green Bay Packers manna. Ætlunin var væntanlega að höfða til heimamanna sem eru stoltir af ostaframleiðslu sinni í Wisconsin fylki. Þeir komust með þessu uppátæki sínu á forsíðurnar hjá flestu ensku blöðunum en ekki er víst að þeir hafi verið jafn áberandi í bandarísku blöðunum. Hér fyrir neðan má sjá hattaleik evrópsku kylfinganna á forsíðum ensku blaðanna. Skjámynd/The Daily Telegraph Skjámynd/The Daily Star Skjámynd/Daily Mirror Skjámynd/The Daily Mail Skjámynd/The Daily Express Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ryderbikarinn í golfi hefst á morgun og fer hann að þessu sinni fram í Bandaríkjunum. Þetta er í 43. sinn sem keppnin fer fram en hún skapar sér sérstakan sess meðal golfáhugamanna. Evrópubúum hefur gengið afar vel í Ryderbikarnum undanfarið en Evrópu hefur unnið sjö af síðustu níu keppnum sínum við Bandaríkin. Sameiginlegt lið Evrópu skipað tólf kylfingum keppir þarna við tólf manna úrvalslið Bandaríkjamanna í fjórleik, fjórmenningi og holukeppni. Bandaríkjamenn eru enn á ný sigurstranglegri enda með átta af tíu hæstu mönnunum á heimslistanum. Stemmning innan Evrópuliðsins hefur jafnan verið frábær og hjálpað til að vinna Ryderbikarinn svo oft á undanförnum árum. Í síðasta Ryderbikar í París árið 2018 þá vann Evrópa mjög örugglega með 17,5 stig á móti 10,5 stigum. Að þessu sinni fer Ryderbikarinn frá Whistling Straits golfvellinum í Wisconsin fylki í norður Bandaríkjunum. Stöð 2 Golf mun sýna alla dagana beint frá föstudegi til sunnudags. Liðsmenn Evrópumanna brugðu af þeirri ástæðu á leik í gær og litu í leiðinni út eins og stuðningsmenn NFL-liðsins Green Bay Packers. Evrópsku kylfingarnir settu nefnilega allir upp ostahatta eins og fólk er vanalegt að sjá í stúkunni á Lambeau Field, þeirra Green Bay Packers manna. Ætlunin var væntanlega að höfða til heimamanna sem eru stoltir af ostaframleiðslu sinni í Wisconsin fylki. Þeir komust með þessu uppátæki sínu á forsíðurnar hjá flestu ensku blöðunum en ekki er víst að þeir hafi verið jafn áberandi í bandarísku blöðunum. Hér fyrir neðan má sjá hattaleik evrópsku kylfinganna á forsíðum ensku blaðanna. Skjámynd/The Daily Telegraph Skjámynd/The Daily Star Skjámynd/Daily Mirror Skjámynd/The Daily Mail Skjámynd/The Daily Express
Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira