Þrjár vikur í græna ljósið hjá Söru Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. september 2021 08:31 Sara Sigmundsdóttur sést hér í myndatöku fyrir nýju íþróttvörulínu sína og WIT Fitness. Instagram/@sarasigmunds Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir er farin að telja niður í þá stund sem hún má fara að taka almennilega á því í lyftingarsalnum. Sara sagði frá því á samfélagsmiðlum í gærkvöldi að nú séu aðeins þrjár vikur í að hún fái græna ljósið sem hún er að bíða eftir. Þetta græna ljós mun gefa henni leyfi til að fara að æfa ólympískar lyftingar af fullum krafti. Eftir það styttist í það að Sara mæti aftur til leiks eftir að hafa sigrast á mjög erfiðum hnémeiðslum. Sara sleit krossband í mars eða aðeins nokkrum dögum áður en tímabilið hófst. Meiðslin þýddu að hún fór á skurðarborðið í apríl og var ekkert með á 2021 tímabilinu. Sara segir að næstu vikurnar muni hún fara betur yfir hreyfingar sínar með lóðin til að fínpússa hluti og bæta sig áður en átökin byrja á ný. Hér fyrir neðan má sjá myndbönd með æfingum Söru í gær. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Sara var ein af þeim tuttugu bestu CrossFit konum heims sem fékk boð um að taka þátt í CrossFit mótinu í Dúbaí í desember en þar hefur hún titil að verja síðan að mótið fór síðast fram árið 2019. Hvort Sara verði klár í slaginn í desember, átta mánuðum eftir krossbandsaðgerð, verður að koma í ljós. Það tekur tíma og þolinmæði að komast aftur í hóp hraustustu CrossFit kvenna heims en Dúbaí mótið hefur alltaf verið ofarlega á vinsældalistanum hjá Söru. Það væri því gaman að sjá hana koma til baka á keppnisgólfið í jólamánuðinum. CrossFit Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Fleiri fréttir Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sjá meira
Sara sagði frá því á samfélagsmiðlum í gærkvöldi að nú séu aðeins þrjár vikur í að hún fái græna ljósið sem hún er að bíða eftir. Þetta græna ljós mun gefa henni leyfi til að fara að æfa ólympískar lyftingar af fullum krafti. Eftir það styttist í það að Sara mæti aftur til leiks eftir að hafa sigrast á mjög erfiðum hnémeiðslum. Sara sleit krossband í mars eða aðeins nokkrum dögum áður en tímabilið hófst. Meiðslin þýddu að hún fór á skurðarborðið í apríl og var ekkert með á 2021 tímabilinu. Sara segir að næstu vikurnar muni hún fara betur yfir hreyfingar sínar með lóðin til að fínpússa hluti og bæta sig áður en átökin byrja á ný. Hér fyrir neðan má sjá myndbönd með æfingum Söru í gær. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Sara var ein af þeim tuttugu bestu CrossFit konum heims sem fékk boð um að taka þátt í CrossFit mótinu í Dúbaí í desember en þar hefur hún titil að verja síðan að mótið fór síðast fram árið 2019. Hvort Sara verði klár í slaginn í desember, átta mánuðum eftir krossbandsaðgerð, verður að koma í ljós. Það tekur tíma og þolinmæði að komast aftur í hóp hraustustu CrossFit kvenna heims en Dúbaí mótið hefur alltaf verið ofarlega á vinsældalistanum hjá Söru. Það væri því gaman að sjá hana koma til baka á keppnisgólfið í jólamánuðinum.
CrossFit Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Fleiri fréttir Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sjá meira