Stjórnvöld í Litháen hvetja landsmenn til að farga kínverskum símum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. september 2021 07:24 Fyrirtækin segja ekkert hæft í ásökunum litháskra stjórnvalda. epa/Alex Plavevski Stjórnvöld í Litháen hafa ráðlagt landsmönnum að farga kínverskum símtækjum og kaupa ekki nýja síma frá kínverskum framleiðendum. Varnarmálaráðuneyti landsins heldur því meðal annars fram að öryggisgallar séu í sumum símtækjanna og sjálfvirkur ritskoðunarbúnaður í öðrum. Samkvæmt skýrslu öryggismálastofnunar Litháen fannst ritskoðunarbúnaður á vinsælasta síma fyrirtækisins Xiaomi, sem nam meðal annars og eyddi texta á borð við „Frelsið Tíbet“, „Lengi lifi sjálfstætt Taívan“ og „lýðræðishreyfing“. Alls var búnaðurinn sagður ritskoða að minnsta kosti 449 orðasambönd þegar þau voru notuð í ýmsum smáforritum, til dæmis vefvafra símans. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa hins vegar neitað því að notkun eða samskipti séu ritskoðuð. Samkvæmt skýrslunni senda símtækin einnig dulkóðuð gögn til Singapúr. Í skýrslunni er einnig fjallað um Huawei P40, sem er sagður með innbyggðan öryggisgalla. Þannig beini smáforritaverslun símans notendum á verslanir þriðja aðila, sem séu óöruggar og dreifi mögulega vírusum og öðrum óæskilegum snjallforritum. Talsmenn Huawei segjast fara að landslögum alls staðar í heiminum og þá virki smáforritaverslun símans líkt og á öðrum símum. Spenna hefur aukist í samskiptum Kína og Litháen síðustu misseri en í síðasta mánuði fóru kínversk stjórnvöld fram á að Litháen kallaði sendiherra sinn í Peking heim og sögðust ætla að leggja niður sendiráðsstöðuna í Vilníus. Deilurnar hófust fyrir alvöru þegar stjórnvöld í Taívan tilkynntu að þau hygðust kenna sendiskrifstofu sína í Litáhen við Taívan en ekki Taipei, líkt og gert er í öðrum Evrópuríkjum. BBC greindi frá. Litháen Kína Öryggis- og varnarmál Tækni Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Varnarmálaráðuneyti landsins heldur því meðal annars fram að öryggisgallar séu í sumum símtækjanna og sjálfvirkur ritskoðunarbúnaður í öðrum. Samkvæmt skýrslu öryggismálastofnunar Litháen fannst ritskoðunarbúnaður á vinsælasta síma fyrirtækisins Xiaomi, sem nam meðal annars og eyddi texta á borð við „Frelsið Tíbet“, „Lengi lifi sjálfstætt Taívan“ og „lýðræðishreyfing“. Alls var búnaðurinn sagður ritskoða að minnsta kosti 449 orðasambönd þegar þau voru notuð í ýmsum smáforritum, til dæmis vefvafra símans. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa hins vegar neitað því að notkun eða samskipti séu ritskoðuð. Samkvæmt skýrslunni senda símtækin einnig dulkóðuð gögn til Singapúr. Í skýrslunni er einnig fjallað um Huawei P40, sem er sagður með innbyggðan öryggisgalla. Þannig beini smáforritaverslun símans notendum á verslanir þriðja aðila, sem séu óöruggar og dreifi mögulega vírusum og öðrum óæskilegum snjallforritum. Talsmenn Huawei segjast fara að landslögum alls staðar í heiminum og þá virki smáforritaverslun símans líkt og á öðrum símum. Spenna hefur aukist í samskiptum Kína og Litháen síðustu misseri en í síðasta mánuði fóru kínversk stjórnvöld fram á að Litháen kallaði sendiherra sinn í Peking heim og sögðust ætla að leggja niður sendiráðsstöðuna í Vilníus. Deilurnar hófust fyrir alvöru þegar stjórnvöld í Taívan tilkynntu að þau hygðust kenna sendiskrifstofu sína í Litáhen við Taívan en ekki Taipei, líkt og gert er í öðrum Evrópuríkjum. BBC greindi frá.
Litháen Kína Öryggis- og varnarmál Tækni Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira