Riðlarnir á heimsmeistaramótinu í League of Legends klárir Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. september 2021 23:00 Heimsmeistaramótið í League of Legends hefst þann 5. október í Laugardalshöll. Vísir/Getty Heimsmeistaramótið í League of Legends hefst eftir tæpar tvær vikur og eins og áður hefur verið greint frá er mótið að þessu sinni haldið í Laugardalshöll hér á landi. Nú er ljóst hvaða lið munu mætast í riðlakeppni mótsins, en dregið var í riðla fyrr í dag. Alls munu 22 lið mæta til landsins í byrjun október, en tíu þeirra þurfa að fara í gegnum sérstaka undanriðla til að vinna sér inn laus sæti í riðlunum sjálfum. Riðlakeppnin samanstendur af fjórum riðlum, og í hverjum riðli eru fjögur lið. Enn er þó eitt laust sæti í hverjum riðli fyrir sig fyrir liðin úr undanriðlunum, sem eru tveir. Í þessum undanriðlum eru lið á borð við Cloud9, Unicorns of Love og DetonatioN FocusMe sem öll tóku þátt á MSI sem fram fór í Laugardalshöll í sumar. Heimsmeistararnir í dauðariðlinum Ríkjandi heimsmeistarar í DWG KIA hefja titilvörn sína í ansi sterkum riðli. Liðið vann sér inn þátttökurétt á mótinu með því að vinna kóresku deildina. Með þeim í riðli eru FunPlus Phoenix frá Kína og Rogue frá Evrópu ásamt einu liði úr undanriðlunum. FunPlus Phoenix varð heimsmeistari árið 2019 og evrópsku liðin hafa verið að hasla sér völl á stóra sviðinu að undanförnu. Við höfum séð tvö evrópsk lið í úrslitum heimsmeistaramótsins seinustu tvö ár. Það verður því fróðlegt að sjá hvort að Rogue geti strítt stóru liðunum DWG KIA og FunPlus Phoenix. DWG KIA, eða Damwon Gaming, mætti Suning í úrslitum heimsmeistaramótsins í fyrra.Vísir/Getty Gamalt stórveldi í B-riðli Gamla stórveldið T1, sem var áður þekkt sem SKT eða SK Telecom T1, er í B-riðli. Liðið hefur unnið heimsmeistaratitilinn þrisvar, sem gerir það að sigursælasta liði mótsins frá upphafi. Þeir misstu af sæti á heimsmeistaramótinu í fyrra, og koma nú inn í mótið eftir að hafa lent í þriðja sæti í kóresku deildinni. Með þeim í riðli eru EDward Gaming frá Kína og 100 Thieves frá Bandaríkjunum ásamt einu liði úr undanriðlunum. Bæði EDward Gaming og 100 Thieves unnu sér inn sæti á mótinu með því að vinna sínar deildir. Liðsmenn SK Telecom T1 lyfta verðlaunagripnum eftir að hafa sigrað heimsmeistaramótið árið 2016. Liðið hefur þrisvar sinnum orðið heimsmeistari.Colin Young-Wolff/Riot Games via Getty Images Kunnugleg andlit í C- og D-riðli Í C- og D-riðli eru þrjú af þeim fjórum liðum sem fóru í undanúrslit á MSI sem haldið var í Laugardalshöll fyrr í sumar. Royal Never Give Up, eða RNG, frá Kína vann það mót, en þeir eru í C-riðli ásamt PSG Talon, Fnatic og einu liði úr undanriðlunum. PSG Talon féll úr leik á MSI gegn RNG og þeir munu því vilja hefna fyrir það. Fnatic frá Evrópu er það lið sem vann fyrsta heimsmeistaramótið í League of Legends árið 2011, en þá var mótið haldið í Svíþjóð. Í D-riðli mætir evrópska liðið MAD Lions til leiks, en þeir komust í undanúrslit MSI í vor þar sem að þeir féllu úr leik gegn heimsmeisturunum í DWG KIA. Með MAD Lions í riðli eru Gen.G frá Kóreu og Team Liquid frá Bandaríkjunum. Royal Never Give Up fagnaði sigri á Mid Season Invitational, MSI, sem haldið var í Laugardalshöll í vor.Colin Young-Wolff/Riot Games Inc. via Getty Images Undanriðlarnir hefjast þann 5. október og laugardaginn 9. október verður það orðið ljóst hvaða fjögur lið vinna sér inn laus sæti í riðlunum fjórum. Riðlakeppnin sjálf hefst svo mánudaginn 11. október. Niðurröðun í riðla Hér fyrir neðan má sjá hvernig liðin raðast í riðlana. Í sviga má sjá úr hvaða deild liðin koma og í hvaða sæti þau lentu. Undanriðill A Hanwha Life (LCK, 4.sæti) LNG Esports (LPL, 4. sæti) Infinite Esports (LLA, 1. sæti) PEACE (LCO, 1.sæti) Red Canids (CBLOL, 1. sæti) Undanriðill B Beyond Gaming (PCS, 2. sæti) Cloud9 (LCS, 3. sæti) Unicorns of Love (LCL, 1. sæti) Galatasaray Esports (TCL, 1.sæti) DetonatioN FocusMe (LJL, 1. sæti) A-riðill DWG KIA (LCK, 1. sæti) FunPlus Phoenix (LPL, 2. sæti) Rogue (LEC, 3. sæti) Laust sæti B-riðill EDward Gaming (LPL, 1. sæti) 100 Thieves (LCS, 1. sæti) T1 (LCK, 3. sæti) Laust sæti C-riðill PSG Talon (PCS, 1. sæti) Fnatic (LEC, 2. sæti) Royal Never Give Up (LPL, 3. sæti) Laust sæti D-riðill MAD Lions (LEC, 1. sæti) Gen.G (LCK, 2. sæti) Team Liquid (LCS, 2. sæti) Laust sæti Rafíþróttir League of Legends Tengdar fréttir Fullyrða að heimsmeistaramótið verði haldið á Íslandi Heimsmeistaramótið í tölvuleiknum League of Legends átti að fara fram í Kína í ár, en vegna sóttvarnaraðgerða þar í landi hefur mótið verið fært til Evrópu. Ekki hefur enn verið gefið upp í hvaða landi, en vefmiðillinn dotesports.com fullyrðir að mótið fari fram á Íslandi. 1. september 2021 07:00 Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti Í beinni: Brighton - Man. City | Tapar City fjórða leiknum í röð? Enski boltinn Leik lokið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Enski boltinn Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Alls munu 22 lið mæta til landsins í byrjun október, en tíu þeirra þurfa að fara í gegnum sérstaka undanriðla til að vinna sér inn laus sæti í riðlunum sjálfum. Riðlakeppnin samanstendur af fjórum riðlum, og í hverjum riðli eru fjögur lið. Enn er þó eitt laust sæti í hverjum riðli fyrir sig fyrir liðin úr undanriðlunum, sem eru tveir. Í þessum undanriðlum eru lið á borð við Cloud9, Unicorns of Love og DetonatioN FocusMe sem öll tóku þátt á MSI sem fram fór í Laugardalshöll í sumar. Heimsmeistararnir í dauðariðlinum Ríkjandi heimsmeistarar í DWG KIA hefja titilvörn sína í ansi sterkum riðli. Liðið vann sér inn þátttökurétt á mótinu með því að vinna kóresku deildina. Með þeim í riðli eru FunPlus Phoenix frá Kína og Rogue frá Evrópu ásamt einu liði úr undanriðlunum. FunPlus Phoenix varð heimsmeistari árið 2019 og evrópsku liðin hafa verið að hasla sér völl á stóra sviðinu að undanförnu. Við höfum séð tvö evrópsk lið í úrslitum heimsmeistaramótsins seinustu tvö ár. Það verður því fróðlegt að sjá hvort að Rogue geti strítt stóru liðunum DWG KIA og FunPlus Phoenix. DWG KIA, eða Damwon Gaming, mætti Suning í úrslitum heimsmeistaramótsins í fyrra.Vísir/Getty Gamalt stórveldi í B-riðli Gamla stórveldið T1, sem var áður þekkt sem SKT eða SK Telecom T1, er í B-riðli. Liðið hefur unnið heimsmeistaratitilinn þrisvar, sem gerir það að sigursælasta liði mótsins frá upphafi. Þeir misstu af sæti á heimsmeistaramótinu í fyrra, og koma nú inn í mótið eftir að hafa lent í þriðja sæti í kóresku deildinni. Með þeim í riðli eru EDward Gaming frá Kína og 100 Thieves frá Bandaríkjunum ásamt einu liði úr undanriðlunum. Bæði EDward Gaming og 100 Thieves unnu sér inn sæti á mótinu með því að vinna sínar deildir. Liðsmenn SK Telecom T1 lyfta verðlaunagripnum eftir að hafa sigrað heimsmeistaramótið árið 2016. Liðið hefur þrisvar sinnum orðið heimsmeistari.Colin Young-Wolff/Riot Games via Getty Images Kunnugleg andlit í C- og D-riðli Í C- og D-riðli eru þrjú af þeim fjórum liðum sem fóru í undanúrslit á MSI sem haldið var í Laugardalshöll fyrr í sumar. Royal Never Give Up, eða RNG, frá Kína vann það mót, en þeir eru í C-riðli ásamt PSG Talon, Fnatic og einu liði úr undanriðlunum. PSG Talon féll úr leik á MSI gegn RNG og þeir munu því vilja hefna fyrir það. Fnatic frá Evrópu er það lið sem vann fyrsta heimsmeistaramótið í League of Legends árið 2011, en þá var mótið haldið í Svíþjóð. Í D-riðli mætir evrópska liðið MAD Lions til leiks, en þeir komust í undanúrslit MSI í vor þar sem að þeir féllu úr leik gegn heimsmeisturunum í DWG KIA. Með MAD Lions í riðli eru Gen.G frá Kóreu og Team Liquid frá Bandaríkjunum. Royal Never Give Up fagnaði sigri á Mid Season Invitational, MSI, sem haldið var í Laugardalshöll í vor.Colin Young-Wolff/Riot Games Inc. via Getty Images Undanriðlarnir hefjast þann 5. október og laugardaginn 9. október verður það orðið ljóst hvaða fjögur lið vinna sér inn laus sæti í riðlunum fjórum. Riðlakeppnin sjálf hefst svo mánudaginn 11. október. Niðurröðun í riðla Hér fyrir neðan má sjá hvernig liðin raðast í riðlana. Í sviga má sjá úr hvaða deild liðin koma og í hvaða sæti þau lentu. Undanriðill A Hanwha Life (LCK, 4.sæti) LNG Esports (LPL, 4. sæti) Infinite Esports (LLA, 1. sæti) PEACE (LCO, 1.sæti) Red Canids (CBLOL, 1. sæti) Undanriðill B Beyond Gaming (PCS, 2. sæti) Cloud9 (LCS, 3. sæti) Unicorns of Love (LCL, 1. sæti) Galatasaray Esports (TCL, 1.sæti) DetonatioN FocusMe (LJL, 1. sæti) A-riðill DWG KIA (LCK, 1. sæti) FunPlus Phoenix (LPL, 2. sæti) Rogue (LEC, 3. sæti) Laust sæti B-riðill EDward Gaming (LPL, 1. sæti) 100 Thieves (LCS, 1. sæti) T1 (LCK, 3. sæti) Laust sæti C-riðill PSG Talon (PCS, 1. sæti) Fnatic (LEC, 2. sæti) Royal Never Give Up (LPL, 3. sæti) Laust sæti D-riðill MAD Lions (LEC, 1. sæti) Gen.G (LCK, 2. sæti) Team Liquid (LCS, 2. sæti) Laust sæti
Hér fyrir neðan má sjá hvernig liðin raðast í riðlana. Í sviga má sjá úr hvaða deild liðin koma og í hvaða sæti þau lentu. Undanriðill A Hanwha Life (LCK, 4.sæti) LNG Esports (LPL, 4. sæti) Infinite Esports (LLA, 1. sæti) PEACE (LCO, 1.sæti) Red Canids (CBLOL, 1. sæti) Undanriðill B Beyond Gaming (PCS, 2. sæti) Cloud9 (LCS, 3. sæti) Unicorns of Love (LCL, 1. sæti) Galatasaray Esports (TCL, 1.sæti) DetonatioN FocusMe (LJL, 1. sæti) A-riðill DWG KIA (LCK, 1. sæti) FunPlus Phoenix (LPL, 2. sæti) Rogue (LEC, 3. sæti) Laust sæti B-riðill EDward Gaming (LPL, 1. sæti) 100 Thieves (LCS, 1. sæti) T1 (LCK, 3. sæti) Laust sæti C-riðill PSG Talon (PCS, 1. sæti) Fnatic (LEC, 2. sæti) Royal Never Give Up (LPL, 3. sæti) Laust sæti D-riðill MAD Lions (LEC, 1. sæti) Gen.G (LCK, 2. sæti) Team Liquid (LCS, 2. sæti) Laust sæti
Rafíþróttir League of Legends Tengdar fréttir Fullyrða að heimsmeistaramótið verði haldið á Íslandi Heimsmeistaramótið í tölvuleiknum League of Legends átti að fara fram í Kína í ár, en vegna sóttvarnaraðgerða þar í landi hefur mótið verið fært til Evrópu. Ekki hefur enn verið gefið upp í hvaða landi, en vefmiðillinn dotesports.com fullyrðir að mótið fari fram á Íslandi. 1. september 2021 07:00 Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti Í beinni: Brighton - Man. City | Tapar City fjórða leiknum í röð? Enski boltinn Leik lokið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Enski boltinn Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Fullyrða að heimsmeistaramótið verði haldið á Íslandi Heimsmeistaramótið í tölvuleiknum League of Legends átti að fara fram í Kína í ár, en vegna sóttvarnaraðgerða þar í landi hefur mótið verið fært til Evrópu. Ekki hefur enn verið gefið upp í hvaða landi, en vefmiðillinn dotesports.com fullyrðir að mótið fari fram á Íslandi. 1. september 2021 07:00