Þorvaldur bendir á að Tenerife sé í talsverðri fjarlægð frá La Palma, um 150 kílómetra í burtu.
„Þetta væri eins og að hika við að fara til Reykjavíkur þegar það er lítið basalt gos í Öskju eða Veiðivötnum,“ bendir Þorvaldur á.

Þetta segir Þorvaldur að því gefnu að gosið á La Palma taki ekki breytingum en eins og staðan er í dag er mengunin af því staðbundin og muni ekki hafa áhrif á þá staði sem eru í talsverðri fjarlægð.
„Það er líka að draga úr gosinu, það er að hægja á sér. Sem er ósköp eðlilegt, því svona gos byrja alltaf með töluverðum látum.“