Sextán ára „demantur“ mögulega frumsýndur hjá Liverpool í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. september 2021 12:31 Kaide Gordon á ferðinni með unglingaliði Liverpool í leik á móti AC Milan í UEFA Youth League. Getty/Nick Taylor Stuðningsmenn Liverpool gætu fengið að sjá nýjan spennandi leikmann spila í enska deildabikarnum í kvöld þegar liðið mætir Norwich í beinni á Stöð 2 Sport 2. Pepijn Lijnders, aðstoðarstjóri Liverpool, talaði sérstaklega um hinn sextán ára gamla Kaide Gordon á blaðamannafundi fyrir leikinn. Lijnders var svo hrifinn af strák þegar hann sá hann fyrst í haust að hann hringdi sérstaklega í knattspyrnustjórann Jürgen Klopp til að segja honum frá leikmanninum. Liverpool sótti Kaide Gordon til Derby í febrúar og hann heillaði aðstoðarmann Klopp í sumar. Liverpool s 16-year-old diamond Kaide Gordon in contention for debut. By @AHunterGuardian https://t.co/9Hm2mktg9X— Guardian sport (@guardian_sport) September 20, 2021 „Áður en undirbúningstímabilið hefst þá pössum við upp á það að efnilegustu leikmenn félagsins byrji einni viku áður en við. Þeir byrja að æfa með 23 ára liðinu og ég fór á æfingu með því liði,“ sagði Pepijn Lijnders. Lijnders segir að strákurinn sé einn af demöntunum sem eru að koma upp hjá félaginu og þessi strákur er fæddur árið 2004. „Ég sá þá einn leikmann sem var eins og raketta í hvert skipti sem hann snerti boltann. Hann fór framhjá leikmönnum eins og þær væru ekki þar. Ég hringdi strax í Jürgen og sagði: Vá, við erum komnir með nýjan leikmann,“ sagði Lijnders. NEW: Kaide Gordon will become one of the youngest players in Liverpool's history when he makes his debut in Tuesday's Carabao Cup tie at Norwich. #awlive [@DominicKing_DM] pic.twitter.com/fqRn4fgLaS— Anfield Watch (@AnfieldWatch) September 20, 2021 „Við tökum alla þessa ungu leikmenn með á undirbúningstímabilið og þú veist að þú ert með góðan leikmann í höndunum þeir eldri og reyndari leikmenn liðsins fara að passa upp á viðkomandi leikmann. Þegar þú sérð James Milner tala við Kaide, þegar Trent [Alexander-Arnold] er búinn að taka að sér hlutverk lærimeistara hans og þegar þú sérð alla aðalmennina bjóða stráknum á sitt borð, þá veistu að menn ætla sér að hjálpa honum að aðalagast hlutunum,“ sagði Lijnders. „Hann er dæmigerður vængmaður en það eru líka mörk í honum og hann hefur náttúrulegu hæfileika að vera á réttum stað í teignum þegar fyrirgjafirnar koma. Það eru ekki allir sem hafa það líka. Hann er dæmigerður Liverpool vængmaður að mínu mati því hann er markaskorari og hann hefur hraða. Við erum virkilega hrifnir af honum og ég er mjög ánægður að hann sé með okkur,“ sagði Lijnders. Kaide Gordon er í átján manna leikmannahópi Liverpool á móti Norwich í kvöld þegar liðin mætast í 32 liða úrslitum enska deildabikarsins. Leikurinn hefst klukkan 18.45 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Enski boltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Sjá meira
Pepijn Lijnders, aðstoðarstjóri Liverpool, talaði sérstaklega um hinn sextán ára gamla Kaide Gordon á blaðamannafundi fyrir leikinn. Lijnders var svo hrifinn af strák þegar hann sá hann fyrst í haust að hann hringdi sérstaklega í knattspyrnustjórann Jürgen Klopp til að segja honum frá leikmanninum. Liverpool sótti Kaide Gordon til Derby í febrúar og hann heillaði aðstoðarmann Klopp í sumar. Liverpool s 16-year-old diamond Kaide Gordon in contention for debut. By @AHunterGuardian https://t.co/9Hm2mktg9X— Guardian sport (@guardian_sport) September 20, 2021 „Áður en undirbúningstímabilið hefst þá pössum við upp á það að efnilegustu leikmenn félagsins byrji einni viku áður en við. Þeir byrja að æfa með 23 ára liðinu og ég fór á æfingu með því liði,“ sagði Pepijn Lijnders. Lijnders segir að strákurinn sé einn af demöntunum sem eru að koma upp hjá félaginu og þessi strákur er fæddur árið 2004. „Ég sá þá einn leikmann sem var eins og raketta í hvert skipti sem hann snerti boltann. Hann fór framhjá leikmönnum eins og þær væru ekki þar. Ég hringdi strax í Jürgen og sagði: Vá, við erum komnir með nýjan leikmann,“ sagði Lijnders. NEW: Kaide Gordon will become one of the youngest players in Liverpool's history when he makes his debut in Tuesday's Carabao Cup tie at Norwich. #awlive [@DominicKing_DM] pic.twitter.com/fqRn4fgLaS— Anfield Watch (@AnfieldWatch) September 20, 2021 „Við tökum alla þessa ungu leikmenn með á undirbúningstímabilið og þú veist að þú ert með góðan leikmann í höndunum þeir eldri og reyndari leikmenn liðsins fara að passa upp á viðkomandi leikmann. Þegar þú sérð James Milner tala við Kaide, þegar Trent [Alexander-Arnold] er búinn að taka að sér hlutverk lærimeistara hans og þegar þú sérð alla aðalmennina bjóða stráknum á sitt borð, þá veistu að menn ætla sér að hjálpa honum að aðalagast hlutunum,“ sagði Lijnders. „Hann er dæmigerður vængmaður en það eru líka mörk í honum og hann hefur náttúrulegu hæfileika að vera á réttum stað í teignum þegar fyrirgjafirnar koma. Það eru ekki allir sem hafa það líka. Hann er dæmigerður Liverpool vængmaður að mínu mati því hann er markaskorari og hann hefur hraða. Við erum virkilega hrifnir af honum og ég er mjög ánægður að hann sé með okkur,“ sagði Lijnders. Kaide Gordon er í átján manna leikmannahópi Liverpool á móti Norwich í kvöld þegar liðin mætast í 32 liða úrslitum enska deildabikarsins. Leikurinn hefst klukkan 18.45 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Enski boltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Sjá meira