Anníe Mist nú orðin fjárfestir í anda NBA stjarnanna Lebrons og Curry Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. september 2021 08:31 Anníe Mist var í sólskinskapi þegra hún sagði frá fjárfestingu sinni. Instagram/@anniethorisdottir Þriðja hraustasta CrossFit kona heims er farinn að huga að framtíðinni eftir CrossFit og það kallar umfjöllun í einum aðal CrossFit miðlinum. Íslenska CrossFit konan Anníe Mist Þórisdóttir hefur verið brautryðjandi á ferli sínum í CrossFit íþróttinni og hún er hvergi nærri hætt að fara nýjar leiðir. Ný fjárfesting hennar vekur sérstaka athygli hjá CrossFit miðlinum Morning Chalk Up. Fréttirnar sem kalla á umfjöllun Morning Chalk Up eru þær sem komu nýverið af fjárfestingu Anníe í drykkjavöruframleiðandanum Yerbae. Yerbae framleiðir koffendrykk sem er sterkari en kaffi og svart te. Anníe hafði áður samið um að verða sendiherra fyrirtækisins fyrir heimsleikana í haust og var þá fyrsti íþróttamaðurinn sem gekk til liðs við stofnendurna Karrie og Todd Gibson. Sex vikum seinna hefur Anníe tekið að sér stærra hlutverk með því að fjárfesta í fyrirtækinu og taka um leið að sér sæti í stjórn þess. Morning Chalk Up segir að þetta skref sem Anníe tekur sé að mörgu leiti einstakt fyrir CrossFit íþróttamann og líkir því sem aðrir stórir atvinnuíþróttamenn í öðrum íþróttagreinum hafa verið að gera. Það sem sker sig hér úr er að Anníe er að fjárfesta í fyrirtæki sem hefur í raun ekkert með CrossFit að gera. Hingað til hefur CrossFit fólk aðallega fjárfest í CrossFit-íþróttasölum eða öðrum rekstri tengdum íþróttinni. NBA stjörnurnar Lebron James og Steph Curry eru nefndir til sögunnar í grein Morning Chalk Up en báðir hafa þeir fjárfest hundruð milljóna í verðbréfum ýmissa fyrirtækja. Blaðamaðurinn segir að Anníe sé nú að fara svipaða leið. Í grein Morning Chalk Up er bent á það að þetta skref sem Anníe tekur gæti verið ný leið fyrir CrossFit fólk í framtíðinni. Íþróttafólkið gæti stigið skref í átta að framtíð sinni eftir íþróttina með því að fjárfesta í fyrirtækjum utan CrossFit heimsins. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn John Cena hættur að glíma Sport „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtudagsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Sjá meira
Íslenska CrossFit konan Anníe Mist Þórisdóttir hefur verið brautryðjandi á ferli sínum í CrossFit íþróttinni og hún er hvergi nærri hætt að fara nýjar leiðir. Ný fjárfesting hennar vekur sérstaka athygli hjá CrossFit miðlinum Morning Chalk Up. Fréttirnar sem kalla á umfjöllun Morning Chalk Up eru þær sem komu nýverið af fjárfestingu Anníe í drykkjavöruframleiðandanum Yerbae. Yerbae framleiðir koffendrykk sem er sterkari en kaffi og svart te. Anníe hafði áður samið um að verða sendiherra fyrirtækisins fyrir heimsleikana í haust og var þá fyrsti íþróttamaðurinn sem gekk til liðs við stofnendurna Karrie og Todd Gibson. Sex vikum seinna hefur Anníe tekið að sér stærra hlutverk með því að fjárfesta í fyrirtækinu og taka um leið að sér sæti í stjórn þess. Morning Chalk Up segir að þetta skref sem Anníe tekur sé að mörgu leiti einstakt fyrir CrossFit íþróttamann og líkir því sem aðrir stórir atvinnuíþróttamenn í öðrum íþróttagreinum hafa verið að gera. Það sem sker sig hér úr er að Anníe er að fjárfesta í fyrirtæki sem hefur í raun ekkert með CrossFit að gera. Hingað til hefur CrossFit fólk aðallega fjárfest í CrossFit-íþróttasölum eða öðrum rekstri tengdum íþróttinni. NBA stjörnurnar Lebron James og Steph Curry eru nefndir til sögunnar í grein Morning Chalk Up en báðir hafa þeir fjárfest hundruð milljóna í verðbréfum ýmissa fyrirtækja. Blaðamaðurinn segir að Anníe sé nú að fara svipaða leið. Í grein Morning Chalk Up er bent á það að þetta skref sem Anníe tekur gæti verið ný leið fyrir CrossFit fólk í framtíðinni. Íþróttafólkið gæti stigið skref í átta að framtíð sinni eftir íþróttina með því að fjárfesta í fyrirtækjum utan CrossFit heimsins. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn John Cena hættur að glíma Sport „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtudagsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Sjá meira