Hverjar mæta Evrópumeisturunum í roki og rigningu í kvöld? Sindri Sverrisson skrifar 21. september 2021 08:01 Íslenska liðið lék síðast í júní þegar það mætti Írlandi í tveimur vináttulandsleikjum og vann þá báða. vísir/Hulda Margrét Ísland mætir Hollandi á Laugardalsvelli í kvöld í leik sem gæti ráðið miklu um möguleika íslenska liðsins á að komast í fyrsta sinn á HM kvenna í fótbolta. Þorsteinn Halldórsson getur teflt fram sterku byrjunarliði. Það er útlit fyrir allhvassan vind og skúri í Laugardalnum í kvöld þegar flautað verður til leiks í þessum fyrsta leik Íslands í nýrri undankeppni HM. Evrópumeistarar Hollands mæta hungraðir í sigur eftir óvænt 1-1 jafntefli við Tékkland á föstudaginn. Ísland er með sitt sterkasta lið að mestu leyti ef undan er skilin sú staðreynd að Sara Björk Gunnarsdóttir er í barneignaleyfi og þær Elín Metta Jensen og Hlín Eiríksdóttir meiddar. Vísir veltir í dag upp mögulegu byrjunarliði í leiknum sem hefst klukkan 18.45, og telur að það muni líta svona út: Ísland (4-3-3): Sandra Sigurðardóttir – Ingibjörg Sigurðardóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Sif Atladóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir – Alexandra Jóhannsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir – Sveindís Jane Jónsdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir. Sveindís Jane Jónsdóttir ætti að vera full sjálfstrausts eftir glæsimark í síðasta leik með Kristianstad í Svíþjóð.vísir/Hulda Margrét Mark: Miðað við orð landsliðsþjálfarans má ætla að Sandra byrji í markinu eftir gott tímabil með Íslandsmeisturum Vals. Hún er langreynslumesti markvörður hópsins en hin 18 ára Cecilía Rán Rúnarsdóttir hefur verið að gera sig gildandi í sænsku úrvalsdeildinni og var í úrvalsliði síðustu umferðar. Vörn: Elísa Viðarsdóttir er eini eiginlegi hægri bakvörðurinn í hópnum en nú þegar Sif Atladóttir er mætt aftur eftir barneignir, og að spila vel með Kristianstad í Svíþjóð, tippum við á að Sif komi inn í miðja vörnina og að Ingibjörg fari í stöðu hægri bakvarðar. Guðný Árnadóttir, sem er á toppi ítölsku deildarinnar með AC Milan, gæti einnig leyst hlutverk hægri bakvarðar og þær Glódís og Ingibjörg áfram verið miðvarðapar liðsins. Hallbera eða Harvard-neminn Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir byrja í stöðu vinstri bakvarðar. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir verður með fyrirliðabandið í dag.vísir/Hulda Margrét Miðja: Alexandra hefur komið inn á í fyrstu þremur leikjum Frankfurt á tímabilinu en liðið hefur unnið þá alla og er í toppbaráttunni í Þýskalandi. Hún verður væntanlega öftust á miðjunni með reynsluboltana Dagnýju Brynjarsdóttur og Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur þar fyrir framan. Gunnhildur Yrsa er fastamaður í einu besta liði Bandaríkjanna, Orlando Pride, og Dagný lék allan leikinn fyrir West Ham í 1-1 jafntefli gegn Aston Villa í síðustu umferð í ensku úrvalsdeildinni. Sókn: Agla María Albertsdóttir gæti hæglega verið í byrjunarliðinu eftir frábært tímabil með Breiðabliki, og það er spurning hvort að hin 17 ára Amanda Andradóttir fái sínar fyrstu mínútur með A-landsliðinu. Elín Metta er ekki til taks vegna meiðsla en ætla má að Berglind Björg Þorvaldsdóttir, sem nú leikur með Hammarby í Svíþjóð, fái tækifæri á toppnum. Sveindís Jane Jónsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir verða líklega á köntunum en Sveindís skoraði mark síðustu umferðar í sænsku úrvalsdeildinni með glæsilegum hætti á meðan að Karólína á eftir að spila sínar fyrstu mínútur með stórliði Bayern München á þessu tímabili. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir „Tel mjög líklegt að við skorum mörk á móti þeim“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, segir að sóknarfæri séu fyrir hendi gegn Hollandi. 20. september 2021 15:01 „Vonandi verður þetta bara passlegt, gott, íslenskt veður“ Veðrið er Þorsteini Halldórssyni, þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, ekki efst í huga fyrir leikinn gegn Hollandi í undankeppni HM 2023 annað kvöld. 20. september 2021 13:00 Valdi Ísland fram yfir Noreg eftir símtalið við Þorstein „Ég er alla vega að fara í þetta verkefni þannig að þá er ég búin að velja Ísland,“ segir knattspyrnukonan efnilega Amanda Andradóttir sem var í vikunni valin í íslenska A-landsliðið í fyrsta sinn. Hún gat valið á milli Noregs og Íslands en kaus bláu treyjuna. 10. september 2021 08:31 Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Sjá meira
Það er útlit fyrir allhvassan vind og skúri í Laugardalnum í kvöld þegar flautað verður til leiks í þessum fyrsta leik Íslands í nýrri undankeppni HM. Evrópumeistarar Hollands mæta hungraðir í sigur eftir óvænt 1-1 jafntefli við Tékkland á föstudaginn. Ísland er með sitt sterkasta lið að mestu leyti ef undan er skilin sú staðreynd að Sara Björk Gunnarsdóttir er í barneignaleyfi og þær Elín Metta Jensen og Hlín Eiríksdóttir meiddar. Vísir veltir í dag upp mögulegu byrjunarliði í leiknum sem hefst klukkan 18.45, og telur að það muni líta svona út: Ísland (4-3-3): Sandra Sigurðardóttir – Ingibjörg Sigurðardóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Sif Atladóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir – Alexandra Jóhannsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir – Sveindís Jane Jónsdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir. Sveindís Jane Jónsdóttir ætti að vera full sjálfstrausts eftir glæsimark í síðasta leik með Kristianstad í Svíþjóð.vísir/Hulda Margrét Mark: Miðað við orð landsliðsþjálfarans má ætla að Sandra byrji í markinu eftir gott tímabil með Íslandsmeisturum Vals. Hún er langreynslumesti markvörður hópsins en hin 18 ára Cecilía Rán Rúnarsdóttir hefur verið að gera sig gildandi í sænsku úrvalsdeildinni og var í úrvalsliði síðustu umferðar. Vörn: Elísa Viðarsdóttir er eini eiginlegi hægri bakvörðurinn í hópnum en nú þegar Sif Atladóttir er mætt aftur eftir barneignir, og að spila vel með Kristianstad í Svíþjóð, tippum við á að Sif komi inn í miðja vörnina og að Ingibjörg fari í stöðu hægri bakvarðar. Guðný Árnadóttir, sem er á toppi ítölsku deildarinnar með AC Milan, gæti einnig leyst hlutverk hægri bakvarðar og þær Glódís og Ingibjörg áfram verið miðvarðapar liðsins. Hallbera eða Harvard-neminn Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir byrja í stöðu vinstri bakvarðar. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir verður með fyrirliðabandið í dag.vísir/Hulda Margrét Miðja: Alexandra hefur komið inn á í fyrstu þremur leikjum Frankfurt á tímabilinu en liðið hefur unnið þá alla og er í toppbaráttunni í Þýskalandi. Hún verður væntanlega öftust á miðjunni með reynsluboltana Dagnýju Brynjarsdóttur og Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur þar fyrir framan. Gunnhildur Yrsa er fastamaður í einu besta liði Bandaríkjanna, Orlando Pride, og Dagný lék allan leikinn fyrir West Ham í 1-1 jafntefli gegn Aston Villa í síðustu umferð í ensku úrvalsdeildinni. Sókn: Agla María Albertsdóttir gæti hæglega verið í byrjunarliðinu eftir frábært tímabil með Breiðabliki, og það er spurning hvort að hin 17 ára Amanda Andradóttir fái sínar fyrstu mínútur með A-landsliðinu. Elín Metta er ekki til taks vegna meiðsla en ætla má að Berglind Björg Þorvaldsdóttir, sem nú leikur með Hammarby í Svíþjóð, fái tækifæri á toppnum. Sveindís Jane Jónsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir verða líklega á köntunum en Sveindís skoraði mark síðustu umferðar í sænsku úrvalsdeildinni með glæsilegum hætti á meðan að Karólína á eftir að spila sínar fyrstu mínútur með stórliði Bayern München á þessu tímabili.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir „Tel mjög líklegt að við skorum mörk á móti þeim“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, segir að sóknarfæri séu fyrir hendi gegn Hollandi. 20. september 2021 15:01 „Vonandi verður þetta bara passlegt, gott, íslenskt veður“ Veðrið er Þorsteini Halldórssyni, þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, ekki efst í huga fyrir leikinn gegn Hollandi í undankeppni HM 2023 annað kvöld. 20. september 2021 13:00 Valdi Ísland fram yfir Noreg eftir símtalið við Þorstein „Ég er alla vega að fara í þetta verkefni þannig að þá er ég búin að velja Ísland,“ segir knattspyrnukonan efnilega Amanda Andradóttir sem var í vikunni valin í íslenska A-landsliðið í fyrsta sinn. Hún gat valið á milli Noregs og Íslands en kaus bláu treyjuna. 10. september 2021 08:31 Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Sjá meira
„Tel mjög líklegt að við skorum mörk á móti þeim“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, segir að sóknarfæri séu fyrir hendi gegn Hollandi. 20. september 2021 15:01
„Vonandi verður þetta bara passlegt, gott, íslenskt veður“ Veðrið er Þorsteini Halldórssyni, þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, ekki efst í huga fyrir leikinn gegn Hollandi í undankeppni HM 2023 annað kvöld. 20. september 2021 13:00
Valdi Ísland fram yfir Noreg eftir símtalið við Þorstein „Ég er alla vega að fara í þetta verkefni þannig að þá er ég búin að velja Ísland,“ segir knattspyrnukonan efnilega Amanda Andradóttir sem var í vikunni valin í íslenska A-landsliðið í fyrsta sinn. Hún gat valið á milli Noregs og Íslands en kaus bláu treyjuna. 10. september 2021 08:31