Snorri Barón finnur til með brasilískri CrossFit konu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. september 2021 08:30 Larissa Cunha er mjög vel liðin eins og fram kemur í yfirlýsingu Snorra Baróns. Instagram/@larifcunha CrossFit konan Larissa Cunha vann sér þátttökurétt á heimsleikunum í CrossFit í ár en fékk þó aldrei að keppa á heimsleikunum í Madison. Ástæðan var að hún féll á lyfjaprófi. Þar með var ekki öll sagan sögð. Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður íslenska CrossFit fólksins Söru Sigmundsdóttur og Björgvins Karls Guðmundssonar, vekur athygli á máli Larissu á samfélagsmiðlum sínum. Hann óttast jafnframt að fleiri gætu lent í því sama og Larissa sem er að neita fæðubótarefna sem innihalda önnur efni en fram kemur á innihaldslýsingu þeirra. Larissa Cunha tókst að sanna það að hún hafi ekki tekið ólöglegt efni inn viljandi. Það gerði hún með því að láta kanna betur fæðubótarefnið sem hún var að taka inn. Þar kom ólöglega efnið ekki fram á innihaldslýsingu en Cunha eyddi miklum pening til að láta rannsaka efnið betur. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) „Ég hef ekki gert neitt rangt og mun ekki hætta fyrr en ég hef sannað sakleysi mitt. Ég gerði allt sem ég gat til þess að sýna fram á að ég gerði ekkert rangt,“ sagði Larissa Cunha. Það breytir þó ekki því að ólöglegt efni fannst í sýni Cunha og hún hefur verið dæmt í bann af CrossFit samtökunum til 14. júlí 2023. Hún missir því ekki aðeins af heimsleikunum á næsta ári heldur einnig árið 2023 þar sem hún getur ekki tekið þátt í undankeppninni. Larissa verður orðin 33 ára gömul þegar hún má næst keppa á heimsleikunum. „Ég finn mikið til með Larissu Cunha. Hún er ein sú indælasta sem ég hef hitt í CrossFit heiminum. Ég hef verið að fylgjast náið með máli hennar og hef þótt mikið til koma hvað hún hefur verið jákvæð og vinnusöm í því að sanna það að hún gerði ekkert rangt,“ skrifaði Snorri Barón Jónsson á Instagram síðu sína. „Það er mikill munur á því að taka eitthvað inn óviljandi eða vera viljandi að reyna að svindla. Í augum CrossFit samtakanna þá þýðir þetta samt sem áður tveggja ára bann sem í raun tekur þrjú ár af ferli hennar ef við teljum 2021 með. Í svipuðum málum á Ólympíuleikunum þá er tekið mun vægar á svona máli,“ skrifaði Snorri Barón. „Boðskapur þessarar sögu er að það sem kom fyrir Lari getur komið fyrir alla. Það skiptir ekki mál hversu heiðarlegur þú ert. Í hvert skipti sem þú neitir einhvers sem einhver annar hefur framleitt þá eru að taka áhættu að þar sé eitthvað sem á ekki að vera þar,“ skrifaði Snorri Barón og hann vonar að Larissu Cunha verði að ósk sinni og fái enn vægari dóm. „Ég er mjög vonsvikinn með afstöðu CrossFit samtakanna í máli Lari og ég vonast til að eitthvað sé hægt að gera svo þeir endurskoði afstöðu sína. Ekki aðeins fyrir Lari heldur fyrir alla íþróttamennina í greininni því þetta getur gerst fyrir þá alla,“ skrifaði Snorri Barón en það má sjá allan pistil hans hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron (@snorribaron) CrossFit Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Fleiri fréttir Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira
Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður íslenska CrossFit fólksins Söru Sigmundsdóttur og Björgvins Karls Guðmundssonar, vekur athygli á máli Larissu á samfélagsmiðlum sínum. Hann óttast jafnframt að fleiri gætu lent í því sama og Larissa sem er að neita fæðubótarefna sem innihalda önnur efni en fram kemur á innihaldslýsingu þeirra. Larissa Cunha tókst að sanna það að hún hafi ekki tekið ólöglegt efni inn viljandi. Það gerði hún með því að láta kanna betur fæðubótarefnið sem hún var að taka inn. Þar kom ólöglega efnið ekki fram á innihaldslýsingu en Cunha eyddi miklum pening til að láta rannsaka efnið betur. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) „Ég hef ekki gert neitt rangt og mun ekki hætta fyrr en ég hef sannað sakleysi mitt. Ég gerði allt sem ég gat til þess að sýna fram á að ég gerði ekkert rangt,“ sagði Larissa Cunha. Það breytir þó ekki því að ólöglegt efni fannst í sýni Cunha og hún hefur verið dæmt í bann af CrossFit samtökunum til 14. júlí 2023. Hún missir því ekki aðeins af heimsleikunum á næsta ári heldur einnig árið 2023 þar sem hún getur ekki tekið þátt í undankeppninni. Larissa verður orðin 33 ára gömul þegar hún má næst keppa á heimsleikunum. „Ég finn mikið til með Larissu Cunha. Hún er ein sú indælasta sem ég hef hitt í CrossFit heiminum. Ég hef verið að fylgjast náið með máli hennar og hef þótt mikið til koma hvað hún hefur verið jákvæð og vinnusöm í því að sanna það að hún gerði ekkert rangt,“ skrifaði Snorri Barón Jónsson á Instagram síðu sína. „Það er mikill munur á því að taka eitthvað inn óviljandi eða vera viljandi að reyna að svindla. Í augum CrossFit samtakanna þá þýðir þetta samt sem áður tveggja ára bann sem í raun tekur þrjú ár af ferli hennar ef við teljum 2021 með. Í svipuðum málum á Ólympíuleikunum þá er tekið mun vægar á svona máli,“ skrifaði Snorri Barón. „Boðskapur þessarar sögu er að það sem kom fyrir Lari getur komið fyrir alla. Það skiptir ekki mál hversu heiðarlegur þú ert. Í hvert skipti sem þú neitir einhvers sem einhver annar hefur framleitt þá eru að taka áhættu að þar sé eitthvað sem á ekki að vera þar,“ skrifaði Snorri Barón og hann vonar að Larissu Cunha verði að ósk sinni og fái enn vægari dóm. „Ég er mjög vonsvikinn með afstöðu CrossFit samtakanna í máli Lari og ég vonast til að eitthvað sé hægt að gera svo þeir endurskoði afstöðu sína. Ekki aðeins fyrir Lari heldur fyrir alla íþróttamennina í greininni því þetta getur gerst fyrir þá alla,“ skrifaði Snorri Barón en það má sjá allan pistil hans hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron (@snorribaron)
CrossFit Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Fleiri fréttir Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira