Glódís Perla um lífið hjá Bayern: Skipti úr gervigrasliðinu yfir í grasliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2021 14:30 Glódís Perla Viggósdóttir er fyrir löngu komin í hóp reynslumestu leikmanna íslenska landsliðsins. vísir/vilhelm Íslenska landsliðskonan Glódís Perla Viggósdóttir er mjög ánægð með allar aðstæður og alla umgjörð hjá Bayern München en hún gekk til liðs við þýska stórliðið í sumar. Glódís Perla er nú komin til Íslands til að hjálpa kvennalandsliðinu í undankeppni HM en skoraði fyrir Bayern í síðasta leik sínum fyrir landsleikjahléið. Glódís Perla var á fjarfundi með íslenskum blaðamönnum í gær og var spurð út í lífið í München. „Þetta er alveg næsta „level“ þarna og eitt það besta sem er í boði í dag,“ sagði Glódís Perla og hún segir að Bæjarar haldi vel utan um leiðið. „Við erum með eigið svæði með geggjuðum grasvöllum,“ sagði Glódís Perla. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) Glódís Perla spilaði með Stjörnunni áður en hún fór út en liðið fór að spilað heimaleiki sína á gervigrasi fyrst íslensku félaganna. Liðin í Svíþjóð spila líka mikið á gervigrasvöllum en þar hafði Glódís spilað undanfarin sex ár. „Ég var alltaf í gervigrasliðinu en nú er ég búin að breyta yfir í grasliðið,“ sagði Glódís sem segir að grasvellirnir séu til mikillar fyrirmyndar. Glódís hrósar líka starfsliðinu í kringum liðið og þar sé allir þeir sérfræðingar til taks með lið þarf á að halda. „Ég get ekki kvartað yfir neinu og þetta er bara eins og það á að vera,“ sagði Glódís. Glódís var hins vegar ekki ákveðin að fara í fyrstu eftir að hafa heyrt slæmar sögur af kvennaliði Bayern. Hún leitaði til Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur í byrjun til að fá að vita meira um þetta. Það hefur aftur á móti komið í ljós að Bæjarar hafa gerbreytt hlutunum í kringum kvennaliðið sitt og félagið hefur ákveðið að veðja að knattspyrnukonurnar sínar sem er sérstaklega gaman þegar tvær íslenska landsliðskonur spila með liðinu. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) Glódís ætlar sér að taka næsta skref hjá Bayern en hún er enn bara 26 ára gömul þrátt fyrir að hafa spilað 93 landsleiki fyrir Ísland og spilað sem atvinnumaður í sex ár. En hvað þarf hún að bæta að mati þjálfara Bayern? „Ég á bara að verða betri í öllu, að taka næstu skref í öllum mínum leik,“ sagði Glódís en segir að þjálfarateymi Bayern vilji líka að leikmenn sínir geri það sem þær eru góðar í. Þýski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Glódís Perla: Þurfum að vera með augu í hnakkanum á henni allan tímann Ein af bestu knattspyrnukonum heims mætir á Laugardalsvöllinn í næstu viku en þar eru við að tala um hina hollensku Vivianne Miedema. 17. september 2021 12:00 Gunnhildur Yrsa fagnaði því að fá Ólympíugull í fjölskylduna Íslenska landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er að undirbúa sig fyrir mikilvægan leik með íslenska landsliðinu á þriðjudaginn kemur en kærastan eyddi aftur á móti sumrinu með kanadíska landsliðinu. 17. september 2021 10:30 Með bækistöðvar í Hveragerði og keppa í golfi í dag Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta undirbýr sig á nýjum stað fyrir fyrsta leik í undankeppni heimsmeistaramótsins. 16. september 2021 15:13 Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Sjá meira
Glódís Perla er nú komin til Íslands til að hjálpa kvennalandsliðinu í undankeppni HM en skoraði fyrir Bayern í síðasta leik sínum fyrir landsleikjahléið. Glódís Perla var á fjarfundi með íslenskum blaðamönnum í gær og var spurð út í lífið í München. „Þetta er alveg næsta „level“ þarna og eitt það besta sem er í boði í dag,“ sagði Glódís Perla og hún segir að Bæjarar haldi vel utan um leiðið. „Við erum með eigið svæði með geggjuðum grasvöllum,“ sagði Glódís Perla. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) Glódís Perla spilaði með Stjörnunni áður en hún fór út en liðið fór að spilað heimaleiki sína á gervigrasi fyrst íslensku félaganna. Liðin í Svíþjóð spila líka mikið á gervigrasvöllum en þar hafði Glódís spilað undanfarin sex ár. „Ég var alltaf í gervigrasliðinu en nú er ég búin að breyta yfir í grasliðið,“ sagði Glódís sem segir að grasvellirnir séu til mikillar fyrirmyndar. Glódís hrósar líka starfsliðinu í kringum liðið og þar sé allir þeir sérfræðingar til taks með lið þarf á að halda. „Ég get ekki kvartað yfir neinu og þetta er bara eins og það á að vera,“ sagði Glódís. Glódís var hins vegar ekki ákveðin að fara í fyrstu eftir að hafa heyrt slæmar sögur af kvennaliði Bayern. Hún leitaði til Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur í byrjun til að fá að vita meira um þetta. Það hefur aftur á móti komið í ljós að Bæjarar hafa gerbreytt hlutunum í kringum kvennaliðið sitt og félagið hefur ákveðið að veðja að knattspyrnukonurnar sínar sem er sérstaklega gaman þegar tvær íslenska landsliðskonur spila með liðinu. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) Glódís ætlar sér að taka næsta skref hjá Bayern en hún er enn bara 26 ára gömul þrátt fyrir að hafa spilað 93 landsleiki fyrir Ísland og spilað sem atvinnumaður í sex ár. En hvað þarf hún að bæta að mati þjálfara Bayern? „Ég á bara að verða betri í öllu, að taka næstu skref í öllum mínum leik,“ sagði Glódís en segir að þjálfarateymi Bayern vilji líka að leikmenn sínir geri það sem þær eru góðar í.
Þýski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Glódís Perla: Þurfum að vera með augu í hnakkanum á henni allan tímann Ein af bestu knattspyrnukonum heims mætir á Laugardalsvöllinn í næstu viku en þar eru við að tala um hina hollensku Vivianne Miedema. 17. september 2021 12:00 Gunnhildur Yrsa fagnaði því að fá Ólympíugull í fjölskylduna Íslenska landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er að undirbúa sig fyrir mikilvægan leik með íslenska landsliðinu á þriðjudaginn kemur en kærastan eyddi aftur á móti sumrinu með kanadíska landsliðinu. 17. september 2021 10:30 Með bækistöðvar í Hveragerði og keppa í golfi í dag Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta undirbýr sig á nýjum stað fyrir fyrsta leik í undankeppni heimsmeistaramótsins. 16. september 2021 15:13 Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Sjá meira
Glódís Perla: Þurfum að vera með augu í hnakkanum á henni allan tímann Ein af bestu knattspyrnukonum heims mætir á Laugardalsvöllinn í næstu viku en þar eru við að tala um hina hollensku Vivianne Miedema. 17. september 2021 12:00
Gunnhildur Yrsa fagnaði því að fá Ólympíugull í fjölskylduna Íslenska landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er að undirbúa sig fyrir mikilvægan leik með íslenska landsliðinu á þriðjudaginn kemur en kærastan eyddi aftur á móti sumrinu með kanadíska landsliðinu. 17. september 2021 10:30
Með bækistöðvar í Hveragerði og keppa í golfi í dag Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta undirbýr sig á nýjum stað fyrir fyrsta leik í undankeppni heimsmeistaramótsins. 16. september 2021 15:13