Gunnhildur Yrsa fagnaði því að fá Ólympíugull í fjölskylduna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2021 10:30 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var fyrirliði íslenska landsliðsins í síðustu verkefnum. Vísir/Hulda Margrét Íslenska landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er að undirbúa sig fyrir mikilvægan leik með íslenska landsliðinu á þriðjudaginn kemur en kærastan eyddi aftur á móti sumrinu með kanadíska landsliðinu. Gunnhildur hitti blaðamenn á fjarfundi í gær en allt liðið kom saman í æfingabúðum í Hveragerði þessa dagana. Kærasta Gunnhildar Yrsu er kanadíski landsliðsmarkvörðurinn Erin McLeod en þær spila báðar hjá bandaríska liðinu Orlando Pride. Báðar hafa þær leikið yfir áttatíu landsleiki fyrir þjóð sína, Gunnhildur 80 leiki fyrir Ísland og Erin 118 landsleiki fyrir Kanada. McLeod snéri aftur frá ÓL í Tókýó með Ólympíugull eftir að Kanada vann sigur á Svíþjóð í úrslitaleiknum. „Það var rosalegt afrek hjá þeim að vinna gullið,“ sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og verðlaunapeningurinn kom henni á óvart. „Medalían er svo rosalega þung, ég bjóst ekki við því,“ sagði Gunnhildur Yrsa. View this post on Instagram A post shared by Erin McLeod (@erinmcleod1) „Ég lít svo á að ég hafi fengið gullmedalíuna í fjölskylduna og að ég hafi líka unnið,“ sagði Gunnhildur í léttum tón. „Þetta var frábær árangur hjá kanadíska landsliðinu og líka gott fyrir kvennaknattspyrnuna finnst mér. Það eru aðrar þjóðir að vinna en ekki bara þessar þrjár þjóðir. Við erum að ná að byggja upp kvennafótboltann út um allt,“ sagði Gunnhildur. Leikur Íslands og Evrópumeistara Hollendinga fer fram á Laugardalsvellinum á þriðjudagskvöldið. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Gunnhildur Yrsa: Alltaf gaman að mæta þeim bestu Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, kvartar ekkert yfir því að þurfa að spila fyrsta leikinn í undankeppni HM á móti einu allra besta liði heims. 16. september 2021 17:45 Með bækistöðvar í Hveragerði og keppa í golfi í dag Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta undirbýr sig á nýjum stað fyrir fyrsta leik í undankeppni heimsmeistaramótsins. 16. september 2021 15:13 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Enski boltinn Fleiri fréttir Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Sjá meira
Gunnhildur hitti blaðamenn á fjarfundi í gær en allt liðið kom saman í æfingabúðum í Hveragerði þessa dagana. Kærasta Gunnhildar Yrsu er kanadíski landsliðsmarkvörðurinn Erin McLeod en þær spila báðar hjá bandaríska liðinu Orlando Pride. Báðar hafa þær leikið yfir áttatíu landsleiki fyrir þjóð sína, Gunnhildur 80 leiki fyrir Ísland og Erin 118 landsleiki fyrir Kanada. McLeod snéri aftur frá ÓL í Tókýó með Ólympíugull eftir að Kanada vann sigur á Svíþjóð í úrslitaleiknum. „Það var rosalegt afrek hjá þeim að vinna gullið,“ sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og verðlaunapeningurinn kom henni á óvart. „Medalían er svo rosalega þung, ég bjóst ekki við því,“ sagði Gunnhildur Yrsa. View this post on Instagram A post shared by Erin McLeod (@erinmcleod1) „Ég lít svo á að ég hafi fengið gullmedalíuna í fjölskylduna og að ég hafi líka unnið,“ sagði Gunnhildur í léttum tón. „Þetta var frábær árangur hjá kanadíska landsliðinu og líka gott fyrir kvennaknattspyrnuna finnst mér. Það eru aðrar þjóðir að vinna en ekki bara þessar þrjár þjóðir. Við erum að ná að byggja upp kvennafótboltann út um allt,“ sagði Gunnhildur. Leikur Íslands og Evrópumeistara Hollendinga fer fram á Laugardalsvellinum á þriðjudagskvöldið.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Gunnhildur Yrsa: Alltaf gaman að mæta þeim bestu Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, kvartar ekkert yfir því að þurfa að spila fyrsta leikinn í undankeppni HM á móti einu allra besta liði heims. 16. september 2021 17:45 Með bækistöðvar í Hveragerði og keppa í golfi í dag Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta undirbýr sig á nýjum stað fyrir fyrsta leik í undankeppni heimsmeistaramótsins. 16. september 2021 15:13 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Enski boltinn Fleiri fréttir Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Sjá meira
Gunnhildur Yrsa: Alltaf gaman að mæta þeim bestu Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, kvartar ekkert yfir því að þurfa að spila fyrsta leikinn í undankeppni HM á móti einu allra besta liði heims. 16. september 2021 17:45
Með bækistöðvar í Hveragerði og keppa í golfi í dag Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta undirbýr sig á nýjum stað fyrir fyrsta leik í undankeppni heimsmeistaramótsins. 16. september 2021 15:13