„Ég vil að það sé borin virðing fyrir mér á vellinum“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 16. september 2021 22:22 Arnar Daði Arnarsson Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Mér líður nákvæmlega eins og mér leið alltof oft í fyrra. Ég sagði við strákana að ef frammistaðan yrði góð, þá yrði ég sáttur. Við þurfum að fara breyta þeirri hugsun miðað við spilamennsku okkar og hvernig við spiluðum í dag,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, eftir eins marks tap á móti Val í dag. Lokatölur 22-21. „Ég er hundsvekktur en samt er ég að ganga á bak orða minna fyrir leik því ég sagði við strákana að ef þeir myndu gera það sem ég bað um og gera sitt besta að þá yrði ég sáttur. Ég held við höfum gert það en það er ekki nóg.“ Aðspurður hvort Arnar hefði viljað sjá sína menn gera eitthvað öðruvísi svaraði Arnar þessu. „Við höldum þeim í 22 mörkum. Ég er búinn að vera leikgreina Val núna síðustu leiki, Evrópuleikina, bikarleikina, þeir eru búnir að vera óstöðvandi. Ég hef aldrei séð aðra eins vél vera að malla bara áfram og áfram. Hraðaupphlaupsmörkin sem þeir skora, markvarslan, vörnin, það hefur bara allt verið inni hjá þeim. Ég vissi ekki við hverju ég átti að búast. Ég get ekki talað um það eftir leik að ég hafi viljað breyta einhverju.“ Í hálfleik virtist Arnar Daði ekki sáttur með dómgæsluna og átti hann samtal við dómarapar leiksins. „Ég hef látið miður skemmtileg orð falla í garð dómara hingað til á samfélagsmiðlum og ætli ég sé ekki að fá það aðeins í bakið núna. Mikki refur er að dæma þennan leik, ég má ekki segja orð við hann þá fæ ég gult spjald og ég ætla að vona að það verði ekki þannig í allan vetur. Ég sem þjálfari í handboltaleik hérna, er ekki það sama og ég á samfélagsmiðlum eða á þjóðhátíð eða að skemmta mér niðrí bæ. Ég vil að fyrir mér sé borin sú virðing að ég sé að gera mitt besta hérna og ég sé ekki dæmdur af gjörðum mínum annars staðar.“ Í næstu umferð sækir Grótta, FH heim og vill Arnar Daði fá sömu frammistöðu en önnur úrslit. „Við þurfum að gera nákvæmlega það sama og í þessum leik nema að reyna vinna leikinn,“ sagði Arnar Daði að lokum. Grótta Olís-deild karla Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
„Ég er hundsvekktur en samt er ég að ganga á bak orða minna fyrir leik því ég sagði við strákana að ef þeir myndu gera það sem ég bað um og gera sitt besta að þá yrði ég sáttur. Ég held við höfum gert það en það er ekki nóg.“ Aðspurður hvort Arnar hefði viljað sjá sína menn gera eitthvað öðruvísi svaraði Arnar þessu. „Við höldum þeim í 22 mörkum. Ég er búinn að vera leikgreina Val núna síðustu leiki, Evrópuleikina, bikarleikina, þeir eru búnir að vera óstöðvandi. Ég hef aldrei séð aðra eins vél vera að malla bara áfram og áfram. Hraðaupphlaupsmörkin sem þeir skora, markvarslan, vörnin, það hefur bara allt verið inni hjá þeim. Ég vissi ekki við hverju ég átti að búast. Ég get ekki talað um það eftir leik að ég hafi viljað breyta einhverju.“ Í hálfleik virtist Arnar Daði ekki sáttur með dómgæsluna og átti hann samtal við dómarapar leiksins. „Ég hef látið miður skemmtileg orð falla í garð dómara hingað til á samfélagsmiðlum og ætli ég sé ekki að fá það aðeins í bakið núna. Mikki refur er að dæma þennan leik, ég má ekki segja orð við hann þá fæ ég gult spjald og ég ætla að vona að það verði ekki þannig í allan vetur. Ég sem þjálfari í handboltaleik hérna, er ekki það sama og ég á samfélagsmiðlum eða á þjóðhátíð eða að skemmta mér niðrí bæ. Ég vil að fyrir mér sé borin sú virðing að ég sé að gera mitt besta hérna og ég sé ekki dæmdur af gjörðum mínum annars staðar.“ Í næstu umferð sækir Grótta, FH heim og vill Arnar Daði fá sömu frammistöðu en önnur úrslit. „Við þurfum að gera nákvæmlega það sama og í þessum leik nema að reyna vinna leikinn,“ sagði Arnar Daði að lokum.
Grótta Olís-deild karla Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira